Vonbrigði fyrir starfsstétt sauðfjárbænda Þuríður Lillý Sigurðardóttir skrifar 5. desember 2022 13:32 Það sat þungt hugsi og mjög vonsvikinn ungur bóndi við morgunverðarboðið fyrr í vikunni eftir að hafa lesið grein matvælaráðherra í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Greinin bar fyrirsögnina „Bjartsýni í sauðfjárrækt“ en skyldi eftir fleiri spurningar en svör. Síðustu vikur hef ég ásamt öflugum einstaklingum og hagsmunasamtökum barist fyrir því að stöðva fyrirhugaða niðurtröppun á greiðslumarki sem á að taka gildi 1.janúar 2023. Þegar ég heyrði að þetta væri ekki borðleggjandi, að niðurtröppun greiðslumarks yrði stöðvuð varð ég ansi hissa. Mér fannst það undarlegt og fór að velta fyrir mér hvað ráðherra hefði fyrir sér í þessum efnum, þetta var mér í raun óskiljanlegt. Eftir að hafa farið á aðalfund Landssamtaka sauðfjárbænda árið 2021 og búgreinaþing deildar sauðfjárbænda árið 2022 þar sem samþykkt var samhljóða sú ályktun að stöðva niðurtröppun greiðslumarks sá ég ekki annað í stöðunni en á okkur yrði hlustað. Það hlýtur að teljast sögulegt að sauðfjárbændur hafi verið sammála um greiðslumark og að ályktunin hafi verið samþykkt án mótatkvæða. Bændur leggja á sig mikinn tíma og kostnað í það að sinna félagsstarfi greinarinnar, með það að markmiði að standa vörð um greinina og berjast fyrir bættri afkomu hennar. Það er engum blöðum um það að fletta að niðurtröppun greiðslumarks og afurðarverð hafa verið þeir þættir sem valda mestum áhyggjum kollega minna síðustu ár. Niðurtröppun greiðslumarks mun koma hart niður á mörgum sauðfjárbændum og sér í lagi á Austur- og Norðausturlandi. Þar eru talsverð eign á greiðslumarki og jafnframt flest bú með yfir 300 fjár á vetrarfóðrum. Þessi tekjulækkun mun gera mörgum erfitt fyrir, sérstaklega þeim sem reyna að stunda sauðfjárrækt í atvinnuskyni. Niðurtröppun seinkað árið 2019 Upphaflega átti niðurtröppun greiðslumarks að taka gildi árið 2019, þá var ákveðið að fresta henni vegna slæmrar afkomu í greininni. Staðan í dag er svo sannarlega engu skárri með ört hækkandi aðfangaverði og náttúruógnum. Árið 2019 var jafnframt settur á innlausnarmarkaður til að jafna stöðu bænda innan greinarinnar sem var gott, þar var settur forgangshópar sem innihélt að lang stærstum hluta unga bændur eða þá sem voru að hefja sauðfjárbúskap. Aðsókn í markaðinn hefur verið mikil og núna árið 2022 var sótt um tæp 60.000 ærgildi en potturinn innihélt ekki nema rétt rúm 5000, þau fóru öll til forgangshóps. Það þarf svo varla að deila um taktleysi þess að auglýsa innlausnarmarkað örfáum vikum áður en fyrirhugað er að skerða greiðslumarkið um heil 20%. Berja á ungum bændum Tölurnar sína að núorðið er stærstur eignarhlutur greiðslumarks meðal yngri bænda og það eru einnig þeir sem hafa fjárfest mest í greiðslumarki síðustu ár. Það er því nokkuð ljóst að þeir sem koma verst út úr fyrirhugaðri niðurtröppun eru ungir bændur. Hópur sauðfjárbænda sem stendur hvað höllustum fæti en er jafnframt mikilvægastur fyrir framtíð íslenskrar sauðfjárræktar. Maður veltir því fyrir sér á hvaða vegferð hæstvirtur ráðherra sé og hvaða tilgang það hafi fyrir bændur að eyða tíma og kostnaði í vinnu fyrir hagsmuna- og félagasamtök ef ekki er hlustað á niðurstöðu þeirrar vinnu. Það liggur í augum uppi að breytinga er þörf og vonandi verða þær við endurskoðun starfssamnings sauðfjárbænda sem fram fer árið 2023. Það var þó ekki tímabært að fara í þessar aðgerðir núna þvert á vilja sauðfjárbænda, stéttin er löskuð og við þurfum tíma og svigrúm í öruggu starfsumhverfi til að ná vopnum okkar á ný. Höfundur er sauðfjárbóndi í Reyðarfirði og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Landbúnaður Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það sat þungt hugsi og mjög vonsvikinn ungur bóndi við morgunverðarboðið fyrr í vikunni eftir að hafa lesið grein matvælaráðherra í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Greinin bar fyrirsögnina „Bjartsýni í sauðfjárrækt“ en skyldi eftir fleiri spurningar en svör. Síðustu vikur hef ég ásamt öflugum einstaklingum og hagsmunasamtökum barist fyrir því að stöðva fyrirhugaða niðurtröppun á greiðslumarki sem á að taka gildi 1.janúar 2023. Þegar ég heyrði að þetta væri ekki borðleggjandi, að niðurtröppun greiðslumarks yrði stöðvuð varð ég ansi hissa. Mér fannst það undarlegt og fór að velta fyrir mér hvað ráðherra hefði fyrir sér í þessum efnum, þetta var mér í raun óskiljanlegt. Eftir að hafa farið á aðalfund Landssamtaka sauðfjárbænda árið 2021 og búgreinaþing deildar sauðfjárbænda árið 2022 þar sem samþykkt var samhljóða sú ályktun að stöðva niðurtröppun greiðslumarks sá ég ekki annað í stöðunni en á okkur yrði hlustað. Það hlýtur að teljast sögulegt að sauðfjárbændur hafi verið sammála um greiðslumark og að ályktunin hafi verið samþykkt án mótatkvæða. Bændur leggja á sig mikinn tíma og kostnað í það að sinna félagsstarfi greinarinnar, með það að markmiði að standa vörð um greinina og berjast fyrir bættri afkomu hennar. Það er engum blöðum um það að fletta að niðurtröppun greiðslumarks og afurðarverð hafa verið þeir þættir sem valda mestum áhyggjum kollega minna síðustu ár. Niðurtröppun greiðslumarks mun koma hart niður á mörgum sauðfjárbændum og sér í lagi á Austur- og Norðausturlandi. Þar eru talsverð eign á greiðslumarki og jafnframt flest bú með yfir 300 fjár á vetrarfóðrum. Þessi tekjulækkun mun gera mörgum erfitt fyrir, sérstaklega þeim sem reyna að stunda sauðfjárrækt í atvinnuskyni. Niðurtröppun seinkað árið 2019 Upphaflega átti niðurtröppun greiðslumarks að taka gildi árið 2019, þá var ákveðið að fresta henni vegna slæmrar afkomu í greininni. Staðan í dag er svo sannarlega engu skárri með ört hækkandi aðfangaverði og náttúruógnum. Árið 2019 var jafnframt settur á innlausnarmarkaður til að jafna stöðu bænda innan greinarinnar sem var gott, þar var settur forgangshópar sem innihélt að lang stærstum hluta unga bændur eða þá sem voru að hefja sauðfjárbúskap. Aðsókn í markaðinn hefur verið mikil og núna árið 2022 var sótt um tæp 60.000 ærgildi en potturinn innihélt ekki nema rétt rúm 5000, þau fóru öll til forgangshóps. Það þarf svo varla að deila um taktleysi þess að auglýsa innlausnarmarkað örfáum vikum áður en fyrirhugað er að skerða greiðslumarkið um heil 20%. Berja á ungum bændum Tölurnar sína að núorðið er stærstur eignarhlutur greiðslumarks meðal yngri bænda og það eru einnig þeir sem hafa fjárfest mest í greiðslumarki síðustu ár. Það er því nokkuð ljóst að þeir sem koma verst út úr fyrirhugaðri niðurtröppun eru ungir bændur. Hópur sauðfjárbænda sem stendur hvað höllustum fæti en er jafnframt mikilvægastur fyrir framtíð íslenskrar sauðfjárræktar. Maður veltir því fyrir sér á hvaða vegferð hæstvirtur ráðherra sé og hvaða tilgang það hafi fyrir bændur að eyða tíma og kostnaði í vinnu fyrir hagsmuna- og félagasamtök ef ekki er hlustað á niðurstöðu þeirrar vinnu. Það liggur í augum uppi að breytinga er þörf og vonandi verða þær við endurskoðun starfssamnings sauðfjárbænda sem fram fer árið 2023. Það var þó ekki tímabært að fara í þessar aðgerðir núna þvert á vilja sauðfjárbænda, stéttin er löskuð og við þurfum tíma og svigrúm í öruggu starfsumhverfi til að ná vopnum okkar á ný. Höfundur er sauðfjárbóndi í Reyðarfirði og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun