Gluggasmið sem sagði verkið í „algjörum forgangi“ gert að endurgreiða innborgun að fullu Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2022 15:29 Viðskiptavinur ákvað að rifta samningi þrettán mánuði eftir að tilboð fyrirtækisins var samþykkt. Þá var enn ekkert að frétta. Getty Fyrirtæki sem smíðar glugga hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini staðfestingargjald pöntunar að fullu eftir að viðskiptavinur ákvað að rifta samningi, þrettán mánuðum eftir að hann hafði samþykkt tilboð fyrirtækisins í smíði þriggja glugga og hurðar vegna lekavandamála í fasteign. Framkvæmdir voru þá ekki hafnar og ekki vitað til þess að fyrirtækið hefði hafið smíði glugganna. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem féll í byrjun mánaðar. Í úrskurðinum er málið rakið en viðskiptavinurinn hafði óskað eftir tilboði frá fyrirtækinu vegna smíði glugganna þriggja og hurðarinnar, sem og uppsetningar. Fyrirtækið gerði tilboð í verkið í júlí 2021 upp á rétt rúma milljón að meðtöldum virðisaukaskatti. Í tilboðinu var kveðið á um að 35 prósenta staðfestingargjald skyldi greitt við samþykki þess. Viðskiptavinurinn samþykkti það og greiddi staðfestingargjaldið, eða innborgunina, inn á reikning fyrirtækisins, um 360 þúsund krónur. „Í algjörum forgangi“ Gluggasmiðurinn og viðskiptavinurinn áttu svo í reglulegum samskiptum í gegnum tölvupóst þar sem viðskiptavinurinn ítrekaði margsinnis ósk sína um að gluggasmiðurinn myndi hefja verkið eins fljótt og kostur væri enda lægi fasteignin undir skemmdum vegna leka. Gluggasmiðurinn mætti svo loks til viðskiptavinarins í maí síðastliðinn til að mæla fyrir gluggunum og hurðinni. Tilkynnti smiðurinn þá að smíðin myndi hafa „algjöran forgang“ hjá honum og tæki hún um þrjár til fjórar vikur. Í gögnum kemur svo fram að ítrekaðar tafir hafi orðið á smíðinni. Viðskiptavinurinn tilkynnti svo með tölvupósti í ágúst síðastliðinn að hann sætti sig ekki við frekari drátt á því að verkið myndi hefjast, en þrettán mánuðir voru þá liðnir frá því viðskiptavinurinn hafði samþykkt tilboð smiðsins. Var þá óskað eftir ljósmyndum af framgangi gluggasmíðinnar til að færa sönnur á að gluggarnir væru tilbúnir eða smíði hafin. Smiðurinn varð ekki við beiðninni og sendi engar myndir. Fyrirtækið hafði í engu efnt samning Viðskiptavinurinn óskaði þá eftir endurgreiðslu á innborguninni – beiðni sem var ítrekuð viku síðar. Um miðjan október endurgreiddi smiðurinn hluta innborgunarinnar, 200 þúsund krónur. Viðskiptavinurinn leitaði svo til kærunefndarinnar og krafðist þess að smiðurinn myndi endurgreiða honum það sem eftir stóð, það er rúma 161 þúsund krónur. Kærunefndin taldi ljóst að verulegur dráttur hefði orðið á viðskiptunum með vísun í lög um þjónustukaup og því hafi viðskiptavininum verið heimilt að rifta samningi og óska eftir endurgreiðslu. „Við mat á endurgreiðslukröfu sóknaraðila verður að líta til þess, með hliðsjón af framlögðum gögnum, að varnaraðili hefur í engu efnt samning aðila,“ segir í úrskurðinum. Ber honum því að endurgreiða eftirstöðvar innborgunarinnar, 161.481 krónu, auk dráttarvaxta. Tengd skjöl ÚrskurðurPDF98KBSækja skjal Neytendur Málefni fjölbýlishúsa Byggingariðnaður Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem féll í byrjun mánaðar. Í úrskurðinum er málið rakið en viðskiptavinurinn hafði óskað eftir tilboði frá fyrirtækinu vegna smíði glugganna þriggja og hurðarinnar, sem og uppsetningar. Fyrirtækið gerði tilboð í verkið í júlí 2021 upp á rétt rúma milljón að meðtöldum virðisaukaskatti. Í tilboðinu var kveðið á um að 35 prósenta staðfestingargjald skyldi greitt við samþykki þess. Viðskiptavinurinn samþykkti það og greiddi staðfestingargjaldið, eða innborgunina, inn á reikning fyrirtækisins, um 360 þúsund krónur. „Í algjörum forgangi“ Gluggasmiðurinn og viðskiptavinurinn áttu svo í reglulegum samskiptum í gegnum tölvupóst þar sem viðskiptavinurinn ítrekaði margsinnis ósk sína um að gluggasmiðurinn myndi hefja verkið eins fljótt og kostur væri enda lægi fasteignin undir skemmdum vegna leka. Gluggasmiðurinn mætti svo loks til viðskiptavinarins í maí síðastliðinn til að mæla fyrir gluggunum og hurðinni. Tilkynnti smiðurinn þá að smíðin myndi hafa „algjöran forgang“ hjá honum og tæki hún um þrjár til fjórar vikur. Í gögnum kemur svo fram að ítrekaðar tafir hafi orðið á smíðinni. Viðskiptavinurinn tilkynnti svo með tölvupósti í ágúst síðastliðinn að hann sætti sig ekki við frekari drátt á því að verkið myndi hefjast, en þrettán mánuðir voru þá liðnir frá því viðskiptavinurinn hafði samþykkt tilboð smiðsins. Var þá óskað eftir ljósmyndum af framgangi gluggasmíðinnar til að færa sönnur á að gluggarnir væru tilbúnir eða smíði hafin. Smiðurinn varð ekki við beiðninni og sendi engar myndir. Fyrirtækið hafði í engu efnt samning Viðskiptavinurinn óskaði þá eftir endurgreiðslu á innborguninni – beiðni sem var ítrekuð viku síðar. Um miðjan október endurgreiddi smiðurinn hluta innborgunarinnar, 200 þúsund krónur. Viðskiptavinurinn leitaði svo til kærunefndarinnar og krafðist þess að smiðurinn myndi endurgreiða honum það sem eftir stóð, það er rúma 161 þúsund krónur. Kærunefndin taldi ljóst að verulegur dráttur hefði orðið á viðskiptunum með vísun í lög um þjónustukaup og því hafi viðskiptavininum verið heimilt að rifta samningi og óska eftir endurgreiðslu. „Við mat á endurgreiðslukröfu sóknaraðila verður að líta til þess, með hliðsjón af framlögðum gögnum, að varnaraðili hefur í engu efnt samning aðila,“ segir í úrskurðinum. Ber honum því að endurgreiða eftirstöðvar innborgunarinnar, 161.481 krónu, auk dráttarvaxta. Tengd skjöl ÚrskurðurPDF98KBSækja skjal
Neytendur Málefni fjölbýlishúsa Byggingariðnaður Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Sjá meira