Fleiri Færeyingar á leiðinni í Kópavog? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2022 18:31 Klæmint Olsen fagnar einu af landsliðsmörkum sínum. UEFA Það er nóg um að vera á skrifstofu Íslandsmeistara Breiðabliks en félagið er nú orðað við færeyska landsliðsmanninn Klæmint Olsen sem leikur með NSÍ Runavík í heimalandinu. Breiðablik hefur verið virkt á markaðnum síðan liðið lyfti Íslandsmeistaratitlinum og fyrr í dag var greint frá því að Ágúst Eðvald Hlynsson væri kominn heim í Kópavoginn. Blekið var vart þornað á samningi Ágústs Eðvalds þegar Bolt.fo greindi frá því að framherjinn Klæmint Olsen gæti verið á leiðinni til Ísland. Er Breiðablik nefnt í frétt Bolt.fo sem og færeysku liðin HB og B36. Framherjinn Klæmint Olsen hefur aldrei spilað fyrir annað lið en NSÍ Runavík og er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi með 242 mörk í 363 leikjum. Þá hefur hann skorað 10 mörk í 54 A-landsleikjum. The cross, the finish... Klæmint Olsen's still got it #WCQ pic.twitter.com/d8OFdpabzm— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 17, 2021 Olsen sagði við Bolt.fo að hann vissi af áhuga Breiðabliks en gæti ekki meira sagt að svo stöddu. Fari svo að Olsen gangi í raðir Íslandsmeistaranna þá yrði hann annar Færeyingurinn á mála hjá liðinu en Blikar festu kaup á Patrik Johannesen frá Keflavík fyrir skemmstu. Þó nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Breiðabliks síðan leiktíðinni lauk. Ásamt leikmönnunum tveimur sem nefndir eru hér að ofan hefur Breiðablik fengið Eyþór Aron Wöhler frá ÍA, Alex Frey Elísson frá Fram og Arnór Svein Aðalsteinsson frá KR. Þá hefur liðið misst nokkra leikmenn en Ísak Snær Þorvaldsson fór í atvinnumennsku til Rosenborg í Noregi. Adam Örn Arnarson fór í Fram, Elfar Freyr Helgason fór í Val og samningur Mikkel Qvist rennur út um áramótin. Fótbolti Íslenski boltinn Færeyski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Breiðablik hefur verið virkt á markaðnum síðan liðið lyfti Íslandsmeistaratitlinum og fyrr í dag var greint frá því að Ágúst Eðvald Hlynsson væri kominn heim í Kópavoginn. Blekið var vart þornað á samningi Ágústs Eðvalds þegar Bolt.fo greindi frá því að framherjinn Klæmint Olsen gæti verið á leiðinni til Ísland. Er Breiðablik nefnt í frétt Bolt.fo sem og færeysku liðin HB og B36. Framherjinn Klæmint Olsen hefur aldrei spilað fyrir annað lið en NSÍ Runavík og er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi með 242 mörk í 363 leikjum. Þá hefur hann skorað 10 mörk í 54 A-landsleikjum. The cross, the finish... Klæmint Olsen's still got it #WCQ pic.twitter.com/d8OFdpabzm— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 17, 2021 Olsen sagði við Bolt.fo að hann vissi af áhuga Breiðabliks en gæti ekki meira sagt að svo stöddu. Fari svo að Olsen gangi í raðir Íslandsmeistaranna þá yrði hann annar Færeyingurinn á mála hjá liðinu en Blikar festu kaup á Patrik Johannesen frá Keflavík fyrir skemmstu. Þó nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Breiðabliks síðan leiktíðinni lauk. Ásamt leikmönnunum tveimur sem nefndir eru hér að ofan hefur Breiðablik fengið Eyþór Aron Wöhler frá ÍA, Alex Frey Elísson frá Fram og Arnór Svein Aðalsteinsson frá KR. Þá hefur liðið misst nokkra leikmenn en Ísak Snær Þorvaldsson fór í atvinnumennsku til Rosenborg í Noregi. Adam Örn Arnarson fór í Fram, Elfar Freyr Helgason fór í Val og samningur Mikkel Qvist rennur út um áramótin.
Fótbolti Íslenski boltinn Færeyski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira