Myndband: Haukur fór að því virtist alvarlega meiddur af velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2022 19:21 Haukur Þrastarson meiddist illa á hné haustið 2020 og var frá í rúmlega ár vegna meiðslanna. EPA-EFE/GEIR OLSEN NORWAY OUT Landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson virtist meiðast illa á hné í leik Pick Szeged og Lomza Kielce í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Neðst í fréttinni má sjá myndband af atvikinu. Haukur hefur leikið einkar vel undanfarið og hóf leik kvöldsins af miklum krafti. Hann hafði skorað tvö mörk úr aðeins tveimur skotum þegar hann meiddist illa á hné um miðbik fyrri hálfleiks. Hinn 21 árs gamli Haukur sleit fremra krossband og liðþófa í vinstra hné í október árið 2020 og var frá í ár vegna meiðslanna. Hann var lengi að ná sér af meiðslunum og í viðtali við Vísi fyrir ári sagðist hann enn vera að glíma við ýmsa fylgikvilla vegna meiðslanna. Haukur hafði þó loks náð sér á strik og hefur spilað frábærlega með Kielce að undanförnu. Svo vel raunar að talið var að hann yrði í lykilhlutverki á HM í handbolta sem fer fram í janúar næstkomandi. Meiðslin áttu sér stað þannig að Haukur var að hoppa upp í skot, ákvað að skjóta ekki og ætlaði að taka eina gabbhreyfingu til viðbótar. Hann lendir hins vegar illa og hrynur í gólfið samstundis. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan en það er ekki fyrir viðkvæma. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru en myndbandið og viðbrögð manna á vellinum segja sitt. Til að mynda var Talant Dujshebaev, þjálfari Hauks, algjörlega niðurbrotinn. Haki pic.twitter.com/TohNNOsqM8— om a Industria Kielce (@kielcehandball) December 7, 2022 Unbearable scenes from Szeged, where Thrastarson suffered what looked like another severe knee injury in the end of the 1st half (I recommend not to look at the episode!). Just before the World Championship - and the talented Icelandic playmaker has been sooo good lately! pic.twitter.com/7JnTIEx8wF— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 7, 2022 Kielce vann leikinn með þriggja marka mun, 28-31, og er þar með komið á topp B-riðils með einu stigi meira en Barcelona sem á leik til góða. Fréttin hefur verið uppfærð. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01 „Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi“ Haukur Þrastarson hefur ekki enn náð fullum styrk eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir pólska stórliðsins Kielce en vonast til að bjartari tímar séu í hönd. 20. desember 2021 14:59 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira
Haukur hefur leikið einkar vel undanfarið og hóf leik kvöldsins af miklum krafti. Hann hafði skorað tvö mörk úr aðeins tveimur skotum þegar hann meiddist illa á hné um miðbik fyrri hálfleiks. Hinn 21 árs gamli Haukur sleit fremra krossband og liðþófa í vinstra hné í október árið 2020 og var frá í ár vegna meiðslanna. Hann var lengi að ná sér af meiðslunum og í viðtali við Vísi fyrir ári sagðist hann enn vera að glíma við ýmsa fylgikvilla vegna meiðslanna. Haukur hafði þó loks náð sér á strik og hefur spilað frábærlega með Kielce að undanförnu. Svo vel raunar að talið var að hann yrði í lykilhlutverki á HM í handbolta sem fer fram í janúar næstkomandi. Meiðslin áttu sér stað þannig að Haukur var að hoppa upp í skot, ákvað að skjóta ekki og ætlaði að taka eina gabbhreyfingu til viðbótar. Hann lendir hins vegar illa og hrynur í gólfið samstundis. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan en það er ekki fyrir viðkvæma. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru en myndbandið og viðbrögð manna á vellinum segja sitt. Til að mynda var Talant Dujshebaev, þjálfari Hauks, algjörlega niðurbrotinn. Haki pic.twitter.com/TohNNOsqM8— om a Industria Kielce (@kielcehandball) December 7, 2022 Unbearable scenes from Szeged, where Thrastarson suffered what looked like another severe knee injury in the end of the 1st half (I recommend not to look at the episode!). Just before the World Championship - and the talented Icelandic playmaker has been sooo good lately! pic.twitter.com/7JnTIEx8wF— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 7, 2022 Kielce vann leikinn með þriggja marka mun, 28-31, og er þar með komið á topp B-riðils með einu stigi meira en Barcelona sem á leik til góða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01 „Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi“ Haukur Þrastarson hefur ekki enn náð fullum styrk eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir pólska stórliðsins Kielce en vonast til að bjartari tímar séu í hönd. 20. desember 2021 14:59 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira
Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01
„Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi“ Haukur Þrastarson hefur ekki enn náð fullum styrk eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir pólska stórliðsins Kielce en vonast til að bjartari tímar séu í hönd. 20. desember 2021 14:59