Björk um ömmuhlutverkið: „Alveg jafn ótrúlegt og að eignast sín eigin börn“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. desember 2022 23:55 Björk Guðmundsdóttir ætlar á tónleikaferðlag um Bretland í apríl á næsta ári. Getty Söngkonan Björk Guðmundsdóttir var í viðtali hjá breska miðlinum The Times nú á dögunum og ræddi þar um tónlistarferilinn, móðurhlutverkið og ömmuhlutverkið. „Ég hef alltaf verið umkringd börnum,“ segir Björk sem á sex yngri hálfsystkini. Hún á tvö börn, þau Sindra Eldon, 37 ára og Ísadóru Bjarkardóttur Barney sem er tvítug en í janúar 2019 eignaðist Sindri sitt fyrsta barn með eiginkonu sinni Morgan Johnson. Í samtali við The Times segir Björk segir ömmuhlutverkið hafa bætt miklu við líf sitt. „Það sem kom mér mest á óvart var hversu stórkostlegt þetta er, bónuspartur við lífið sem fólk talar eiginlega ekki mikið um. Þetta er alveg jafn ótrúlegt og að eignast sín eigin börn.“ Börnin hennar tvö, Sindri og Ísadóra syngja bakraddir á nýjustu plötu Bjarkar, Fossora sem kom út fyrr á árinu. Aðdragandinn að því var sá að þau þrjú eyddu miklum tíma saman á meðan Covid-faraldurinn var í gangi. „Ég varði miklu meiri tíma með krökkunum mínum heldur en venjulega. Þau voru hluti af þessu, þannig að það hefði verið skrítið að sleppa þeim.“ segir Björk. Sótti meðferð hjá sálfræðingi Þá ræðir hún einnig upplifun sína af því þegar börnin hennar uxu úr grasi og flugu úr hreiðrinu. „Eina stundina þurfa þau ekkert á þér að halda og horfa á þig og ranghvolfa augunum og tveimur dögum seinna þurfa þau hjálp við að fylla út skattframtalið sitt.“ Björk kemur einnig inn á erfiða tíma í lífi sínu, þar á meðal skilnað sinn við listamanninn Matthew Barney. Björk segist hafa sótt meðferð hjá sálfræðingi til að takast á við álagið sem því fylgdi og reyndist það mikið gæfuspor. „Þetta er frábært verkfæri til að grípa í og ég er mjög hrifin af því. Það hafa vissulega verið tímapunktar í mínu lífi þar sem ég hef þurft meira á því að halda en aðrir, til dæmis þegar foreldrar mínir skildu, og svo bara almennt út af hinu og þessu. Síðan varð þetta bara stöðugur, fastur hluti af tilverunni.“ Björk Tónlist Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ný fatalína James Merry og 66°Norður frumsýnd Samstarfslína útsaumslistamannsins James Merry og 66°Norður verður kynnt og sett á markað í dag. Myndir fyrir auglýsingaherferðina tók ljósmyndarinn og listakonan Saga Sig. 7. desember 2022 11:30 Beyoncé og Björk á lista Grammy verðlaunanna Tilnefningar til Grammy verðlaunanna hafa verið tilkynntar. Beyoncé hlaut flestar tilnefningar fyrir plötuna sína Renaissance, alls níu. Hin íslenska Björk Guðmundsdóttir hlaut einnig tilnefningu fyrir plötuna sína Fossora. 16. nóvember 2022 11:30 Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
„Ég hef alltaf verið umkringd börnum,“ segir Björk sem á sex yngri hálfsystkini. Hún á tvö börn, þau Sindra Eldon, 37 ára og Ísadóru Bjarkardóttur Barney sem er tvítug en í janúar 2019 eignaðist Sindri sitt fyrsta barn með eiginkonu sinni Morgan Johnson. Í samtali við The Times segir Björk segir ömmuhlutverkið hafa bætt miklu við líf sitt. „Það sem kom mér mest á óvart var hversu stórkostlegt þetta er, bónuspartur við lífið sem fólk talar eiginlega ekki mikið um. Þetta er alveg jafn ótrúlegt og að eignast sín eigin börn.“ Börnin hennar tvö, Sindri og Ísadóra syngja bakraddir á nýjustu plötu Bjarkar, Fossora sem kom út fyrr á árinu. Aðdragandinn að því var sá að þau þrjú eyddu miklum tíma saman á meðan Covid-faraldurinn var í gangi. „Ég varði miklu meiri tíma með krökkunum mínum heldur en venjulega. Þau voru hluti af þessu, þannig að það hefði verið skrítið að sleppa þeim.“ segir Björk. Sótti meðferð hjá sálfræðingi Þá ræðir hún einnig upplifun sína af því þegar börnin hennar uxu úr grasi og flugu úr hreiðrinu. „Eina stundina þurfa þau ekkert á þér að halda og horfa á þig og ranghvolfa augunum og tveimur dögum seinna þurfa þau hjálp við að fylla út skattframtalið sitt.“ Björk kemur einnig inn á erfiða tíma í lífi sínu, þar á meðal skilnað sinn við listamanninn Matthew Barney. Björk segist hafa sótt meðferð hjá sálfræðingi til að takast á við álagið sem því fylgdi og reyndist það mikið gæfuspor. „Þetta er frábært verkfæri til að grípa í og ég er mjög hrifin af því. Það hafa vissulega verið tímapunktar í mínu lífi þar sem ég hef þurft meira á því að halda en aðrir, til dæmis þegar foreldrar mínir skildu, og svo bara almennt út af hinu og þessu. Síðan varð þetta bara stöðugur, fastur hluti af tilverunni.“
Björk Tónlist Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ný fatalína James Merry og 66°Norður frumsýnd Samstarfslína útsaumslistamannsins James Merry og 66°Norður verður kynnt og sett á markað í dag. Myndir fyrir auglýsingaherferðina tók ljósmyndarinn og listakonan Saga Sig. 7. desember 2022 11:30 Beyoncé og Björk á lista Grammy verðlaunanna Tilnefningar til Grammy verðlaunanna hafa verið tilkynntar. Beyoncé hlaut flestar tilnefningar fyrir plötuna sína Renaissance, alls níu. Hin íslenska Björk Guðmundsdóttir hlaut einnig tilnefningu fyrir plötuna sína Fossora. 16. nóvember 2022 11:30 Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Ný fatalína James Merry og 66°Norður frumsýnd Samstarfslína útsaumslistamannsins James Merry og 66°Norður verður kynnt og sett á markað í dag. Myndir fyrir auglýsingaherferðina tók ljósmyndarinn og listakonan Saga Sig. 7. desember 2022 11:30
Beyoncé og Björk á lista Grammy verðlaunanna Tilnefningar til Grammy verðlaunanna hafa verið tilkynntar. Beyoncé hlaut flestar tilnefningar fyrir plötuna sína Renaissance, alls níu. Hin íslenska Björk Guðmundsdóttir hlaut einnig tilnefningu fyrir plötuna sína Fossora. 16. nóvember 2022 11:30
Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00