Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Þar segir að búnaður og uppskera ræktunar hafi verið haldlögð.
Hinum handtekna var sleppt úr haldi að lokinni yfirheyrslu.
„Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki tímabært að tilgreina umfang efna og máls að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.