Banna auglýsingar Verna um „erkitýpurnar“ Teit, Hebu og Svölu Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2022 13:56 Tryggingafélagið Verna er til húsa í Ármúla. Vísir/Egill Neytendastofa hefur bannað tryggingafélaginu Verna að birta auglýsingar sínar þar sem fólk er sagt hafa stórlækkað reikninga sína með því að hafa fært viðskipti sín til félagsins. Auglýsingarnar eru taldar villandi, ósannaðar og brjóta gegn lögum. Frá þessu segir á vef Neytendastofu. Þar kemur fram að stofnuninni hafi borist ábendingar vegna auglýsingar og markaðssetningar Verna á þar sem auglýstur var allt að 120 þúsund króna sparnaður með því að færa sig yfir til Verna. Varðaði ábendingin fullyrðingarnar: „Teitur lækkaði tryggingarnar sínar um 120 þúsund krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“, „Heba lækkaði tryggingarnar sínar um 54 þúsund krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“; og „Svala lækkaði tryggingarnar sínar um 74.500 krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“. Engin svör bárust Neytendastofa fór í kjölfarið fram á að tryggingafélagið myndi sanna fullyrðingarnar. „Í svörum Verna kom fram að við þróun smáforritsins hefði verið notast við erkitýpur með tilteknar þarfir og einkenni fyrir tiltekinn markhóp kvenna og karla á tilteknum stað í lífinu. Fyrir birtingu auglýsinganna hafi verið haft samband við raunverulega einstaklinga sem pössuðu við þessar skilgreindu erkitýpur og kannað hvort og hve mikið viðkomandi hefðu lækkað í verðum. Upplýsingar um fjárhæð sparnaðar voru tilteknar en engar upplýsingar um hvernig upphæðirnar voru tilkomnar eða á hvaða grundvelli sparnaðurinn miðaðist við. Neytendastofa óskaði eftir frekari skýringum varðandi hinn auglýsta sparnað á iðgjöldum. Ekkert svar barst frá Verna.Vísir/Egill Neytendastofa óskaði eftir frekari skýringum varðandi hinn auglýsta sparnað á iðgjöldum s.s. ítarlegri upplýsingar um þennan mögulega sparnað á iðgjöldum, hvaða tryggingaliði verið væri að miða við og hvernig þessi heildarsparnaður væri fundinn út, lið fyrir lið. Ekkert svar barst,“ segir á vef Neytendastofu. Óljóst hvernig „sparnaðurinn“ væri tilkominn Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að miðað við framlögð gögn félagsins væri óljóst hvernig hinn auglýsti sparnaður væri tilkominn eða hvort hann væri raunverulegur og ekki hefði tekist að sanna fullyrðingarnar. „Fullyrðingarnar væru afdráttarlausar og því líklegt að neytendur leggi þann skilning í auglýsingarnar að Verna bjóði í öllum tilvikum upp á sambærilegar en ódýrari tryggingar en önnur tryggingafélög. Því taldi stofnunin að með birtingu umræddra fullyrðinga hafi félagið jafnframt veitt villandi upplýsingar um helstu einkenni og verð veittrar þjónustu félagsins.“ Með vísan í lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu var Verna því bannað að birta umræddar fullyrðingar. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tryggingar Mest lesið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Frá þessu segir á vef Neytendastofu. Þar kemur fram að stofnuninni hafi borist ábendingar vegna auglýsingar og markaðssetningar Verna á þar sem auglýstur var allt að 120 þúsund króna sparnaður með því að færa sig yfir til Verna. Varðaði ábendingin fullyrðingarnar: „Teitur lækkaði tryggingarnar sínar um 120 þúsund krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“, „Heba lækkaði tryggingarnar sínar um 54 þúsund krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“; og „Svala lækkaði tryggingarnar sínar um 74.500 krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“. Engin svör bárust Neytendastofa fór í kjölfarið fram á að tryggingafélagið myndi sanna fullyrðingarnar. „Í svörum Verna kom fram að við þróun smáforritsins hefði verið notast við erkitýpur með tilteknar þarfir og einkenni fyrir tiltekinn markhóp kvenna og karla á tilteknum stað í lífinu. Fyrir birtingu auglýsinganna hafi verið haft samband við raunverulega einstaklinga sem pössuðu við þessar skilgreindu erkitýpur og kannað hvort og hve mikið viðkomandi hefðu lækkað í verðum. Upplýsingar um fjárhæð sparnaðar voru tilteknar en engar upplýsingar um hvernig upphæðirnar voru tilkomnar eða á hvaða grundvelli sparnaðurinn miðaðist við. Neytendastofa óskaði eftir frekari skýringum varðandi hinn auglýsta sparnað á iðgjöldum. Ekkert svar barst frá Verna.Vísir/Egill Neytendastofa óskaði eftir frekari skýringum varðandi hinn auglýsta sparnað á iðgjöldum s.s. ítarlegri upplýsingar um þennan mögulega sparnað á iðgjöldum, hvaða tryggingaliði verið væri að miða við og hvernig þessi heildarsparnaður væri fundinn út, lið fyrir lið. Ekkert svar barst,“ segir á vef Neytendastofu. Óljóst hvernig „sparnaðurinn“ væri tilkominn Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að miðað við framlögð gögn félagsins væri óljóst hvernig hinn auglýsti sparnaður væri tilkominn eða hvort hann væri raunverulegur og ekki hefði tekist að sanna fullyrðingarnar. „Fullyrðingarnar væru afdráttarlausar og því líklegt að neytendur leggi þann skilning í auglýsingarnar að Verna bjóði í öllum tilvikum upp á sambærilegar en ódýrari tryggingar en önnur tryggingafélög. Því taldi stofnunin að með birtingu umræddra fullyrðinga hafi félagið jafnframt veitt villandi upplýsingar um helstu einkenni og verð veittrar þjónustu félagsins.“ Með vísan í lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu var Verna því bannað að birta umræddar fullyrðingar.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tryggingar Mest lesið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira