Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
VR og iðnaðar- og tæknimenn hafa í allan dag fundað með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara þar sem reynt er til þrautar að landa kjarasamningi. Við verðum í beinni þaðan og förum yfir stöðu mála.
Þá hittum við fastagesti í sundlauginni á Selfossi sem eru heldur súrir í dag þar sem lauginni var lokað vegna heitavatnsskorts. Auk þess kynnum við okkur uppáhalds kokteila nokkurra rithöfunda sem verða í boði á bókakvöldi í Ásmundasal í kvöld og skoðum magnaða gervigreindartækni sem tröllríður samfélagsmiðlum.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.