„Þetta er bara eitthvað eitt atriði“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 12. desember 2022 22:31 Bjarni Fritzson var eðlilega ekkert alltof sáttur þegar hann mætti í viðtal að leik loknum. VÍSIR/BÁRA Dröfn Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var skiljanlega svekktur eftir tap liðsins gegn Gróttu í Olís deild karla. Leikurinn stál í stál allt þangað til undir lokin þegar Grótta skoraði þrjú mörk í röð og vann í kjölfarið þriggja marka sigur í Breiðholti, 25-28. „Þetta var stál í stál, hörkuleikur - mjög spennandi og skemtilegur. Hann var frekar vel spilaður af okkar hálfu og ég er stoltur af strákunum,“ sagði Bjarni að leik loknum. Hann segir að það hafi verið svekkjandi að missa forskotið sem liðið hafði búið til í fyrri hálfleiknum. ,,Það var það. Við gerðum það smá klaufalega. Einn byrjaði að klikka og þá fóru allir klikka. Hann datt líka í gír í markinu og varði mjög góð skot. Að sama skapi hefðum við ekki þurft að afhenda þeim forskotið svona.” „Eitt af því sem gerðist er að Jakob skoraði fjögur hraðaupphlaup eða eitthvað. Við vorum ekki að klára það alveg nægilega vel en við lokuðum fyrir það í seinni.“ Seinni hálfleikurinn var mjög spennandi. Hvað fór úrskeiðis í lokin? „Ég veit það ekki. Þetta endar á marki sem þeir ná að skora úr seinustu sendingu niður í horn. Við klikkum á mjög góðu færi hinum megin. Þetta var eitt mark á milli allan tímann. Við gerðumst sekir um örfá leiðinleg mistök. Þetta er bara eitthvað eitt atriði.“ ÍR tapaði með ellefu mörkum gegn Gróttu í september. Bjarni getur tekið jákvæða punkta úr leiknum í kvöld. „Við erum búnir að vera að spila hrikalega vel í langan tíma, erum að spila góðan handbolta. Við þurfum að verða aðeins betri. Þetta er það sama og ég er að segja alltaf; við þurfum bara meiri reynslu, æfa okkur betri og vera sterkari í þessum pressuaðstæðum. Mér fannst við betri í því en oft áður. Vonandi verðum við enn betri næst,“ sagði Bjarni að lokum. Handbolti Olís-deild karla ÍR Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
„Þetta var stál í stál, hörkuleikur - mjög spennandi og skemtilegur. Hann var frekar vel spilaður af okkar hálfu og ég er stoltur af strákunum,“ sagði Bjarni að leik loknum. Hann segir að það hafi verið svekkjandi að missa forskotið sem liðið hafði búið til í fyrri hálfleiknum. ,,Það var það. Við gerðum það smá klaufalega. Einn byrjaði að klikka og þá fóru allir klikka. Hann datt líka í gír í markinu og varði mjög góð skot. Að sama skapi hefðum við ekki þurft að afhenda þeim forskotið svona.” „Eitt af því sem gerðist er að Jakob skoraði fjögur hraðaupphlaup eða eitthvað. Við vorum ekki að klára það alveg nægilega vel en við lokuðum fyrir það í seinni.“ Seinni hálfleikurinn var mjög spennandi. Hvað fór úrskeiðis í lokin? „Ég veit það ekki. Þetta endar á marki sem þeir ná að skora úr seinustu sendingu niður í horn. Við klikkum á mjög góðu færi hinum megin. Þetta var eitt mark á milli allan tímann. Við gerðumst sekir um örfá leiðinleg mistök. Þetta er bara eitthvað eitt atriði.“ ÍR tapaði með ellefu mörkum gegn Gróttu í september. Bjarni getur tekið jákvæða punkta úr leiknum í kvöld. „Við erum búnir að vera að spila hrikalega vel í langan tíma, erum að spila góðan handbolta. Við þurfum að verða aðeins betri. Þetta er það sama og ég er að segja alltaf; við þurfum bara meiri reynslu, æfa okkur betri og vera sterkari í þessum pressuaðstæðum. Mér fannst við betri í því en oft áður. Vonandi verðum við enn betri næst,“ sagði Bjarni að lokum.
Handbolti Olís-deild karla ÍR Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira