Fyrsta sýnishornið úr sýningunni Mátulegir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. desember 2022 12:30 Leikritið er eftir Thomas Vinterberg og byggt á dönsku Óskarsverðlaunamyndinni DRUK. Skjáskot Mikil eftirvænting virðist vera fyrir leikritinu Mátulegir. Leikstjóri verksins er Brynhildur Guðjónsdóttir en frumsýningin verður 30. desember í Borgarleikhúsinu. Nú þegar er búið að selja tæplega fjögur þúsund miða og er því uppselt á sautján sýningar samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu Með hlutverk fara þeir Halldór Gylfason, Hilmir Snær Guðnason, Jörundur Ragnarsson og Þorsteinn Bachmann. Áður hafði verið tilkynnt að Ingvar E. Sigurðsson tæki þátt í uppfærslunni en Þorsteinn kemur inn í hans stað. Verkið er sviðsútgáfa Thomas Vinterberg af kvikmynd hans DRUK sem unnið hefur til fjölda verðlauna. Fæddir með of lítið áfengismagn Í sýningunni Mátulegir ákveða fjórir menntaskólakennarar á miðjum aldri að gera tilraun til að sannreyna kenninguna um að manneskjan sé fædd með of lítið áfengismagn í blóðinu - þeir eru lífsleiðir, staðnaðir í starfi og á góðri leið með að sigla einkalífinu í strand. „Getur verið að áfengi sé í raun svarið við vandamálum þeirra, svarið við lífsgátunni? Mátulegir er grátbroslegt verk um leitina að lífsneistanum, lífsfyllingunni og þá refilstigu sem sú leit getur leitt mann á,“ segir um verkið. Hér fyrir neðan má sjá stutt sýnishorn sem unnið var af framleiðslufyrirtækinu Falcor. Klippa: Mátulegir - Sýnishorn „Það er óhætt að segja að það sé mikill spenningur fyrir komandi ævintýri. Þetta er óður til lífsins og neistans sem vekur mannsandann, en í tilraun sinni til að vera „mátulegir“ feta þeir félagar jafnframt einstigið milli gleði og sorgar,“ sagði Brynhildur um verkefnið í samtali við Vísi fyrr á þessu ári. Leikhús Menning Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Leikarinn Hilmir Snær er á lausu Leikarinn Hilmir Snær Guðnason og Bryndís Jónsdóttir móttökufulltrúi Listasafns Íslands eru skilin. 5. október 2022 15:14 Fjórtán frumsýningar í Borgarleikhúsinu Þeir tvö hundruð starfsmenn, sem vinna í Borgarleikhúsinu munu hafa meira en nóg að gera í vetur því þar verða fjórtán leikrit frumsýnd, auk verka, sem hafa verið i gangi eins og Emil í Kattholti og Níu líf. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir leikhúsið ekki vera í samkeppni við Þjóðleikhúsið né önnur leikhús. 4. september 2022 14:10 Hilmir Snær og Ingvar E. verða Mátulegir í Borgarleikhúsinu Borgarleikhúsið er í óða önn við að setja saman nýtt og spennandi leikár en meðal verkefna verður DRUK, eða Mátulegir eins og það nefnist í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur. 3. maí 2022 12:31 Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Nú þegar er búið að selja tæplega fjögur þúsund miða og er því uppselt á sautján sýningar samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu Með hlutverk fara þeir Halldór Gylfason, Hilmir Snær Guðnason, Jörundur Ragnarsson og Þorsteinn Bachmann. Áður hafði verið tilkynnt að Ingvar E. Sigurðsson tæki þátt í uppfærslunni en Þorsteinn kemur inn í hans stað. Verkið er sviðsútgáfa Thomas Vinterberg af kvikmynd hans DRUK sem unnið hefur til fjölda verðlauna. Fæddir með of lítið áfengismagn Í sýningunni Mátulegir ákveða fjórir menntaskólakennarar á miðjum aldri að gera tilraun til að sannreyna kenninguna um að manneskjan sé fædd með of lítið áfengismagn í blóðinu - þeir eru lífsleiðir, staðnaðir í starfi og á góðri leið með að sigla einkalífinu í strand. „Getur verið að áfengi sé í raun svarið við vandamálum þeirra, svarið við lífsgátunni? Mátulegir er grátbroslegt verk um leitina að lífsneistanum, lífsfyllingunni og þá refilstigu sem sú leit getur leitt mann á,“ segir um verkið. Hér fyrir neðan má sjá stutt sýnishorn sem unnið var af framleiðslufyrirtækinu Falcor. Klippa: Mátulegir - Sýnishorn „Það er óhætt að segja að það sé mikill spenningur fyrir komandi ævintýri. Þetta er óður til lífsins og neistans sem vekur mannsandann, en í tilraun sinni til að vera „mátulegir“ feta þeir félagar jafnframt einstigið milli gleði og sorgar,“ sagði Brynhildur um verkefnið í samtali við Vísi fyrr á þessu ári.
Leikhús Menning Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Leikarinn Hilmir Snær er á lausu Leikarinn Hilmir Snær Guðnason og Bryndís Jónsdóttir móttökufulltrúi Listasafns Íslands eru skilin. 5. október 2022 15:14 Fjórtán frumsýningar í Borgarleikhúsinu Þeir tvö hundruð starfsmenn, sem vinna í Borgarleikhúsinu munu hafa meira en nóg að gera í vetur því þar verða fjórtán leikrit frumsýnd, auk verka, sem hafa verið i gangi eins og Emil í Kattholti og Níu líf. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir leikhúsið ekki vera í samkeppni við Þjóðleikhúsið né önnur leikhús. 4. september 2022 14:10 Hilmir Snær og Ingvar E. verða Mátulegir í Borgarleikhúsinu Borgarleikhúsið er í óða önn við að setja saman nýtt og spennandi leikár en meðal verkefna verður DRUK, eða Mátulegir eins og það nefnist í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur. 3. maí 2022 12:31 Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Leikarinn Hilmir Snær er á lausu Leikarinn Hilmir Snær Guðnason og Bryndís Jónsdóttir móttökufulltrúi Listasafns Íslands eru skilin. 5. október 2022 15:14
Fjórtán frumsýningar í Borgarleikhúsinu Þeir tvö hundruð starfsmenn, sem vinna í Borgarleikhúsinu munu hafa meira en nóg að gera í vetur því þar verða fjórtán leikrit frumsýnd, auk verka, sem hafa verið i gangi eins og Emil í Kattholti og Níu líf. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir leikhúsið ekki vera í samkeppni við Þjóðleikhúsið né önnur leikhús. 4. september 2022 14:10
Hilmir Snær og Ingvar E. verða Mátulegir í Borgarleikhúsinu Borgarleikhúsið er í óða önn við að setja saman nýtt og spennandi leikár en meðal verkefna verður DRUK, eða Mátulegir eins og það nefnist í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur. 3. maí 2022 12:31