Karim Benzema hættur í franska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2022 15:06 Karim Benzema er fimmti markahæsti landsliðsmaður Frakka frá upphafi. Getty/Michael Regan Karim Benzema tilkynnti það í dag að hann hefur spilað sinn síðasta landsleik fyrir Frakkland. Þessi 35 ára gamli framherji var valinn besti knattspyrnumaður ársins og fékk að launum Gullhnöttinn. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Benzema var valinn í HM-hóp Frakka en meiddist skömmu fyrir mót og fór ekki með til Katar. Það virðist hafa verið ákvörðun landsliðsþjálfarans Didier Deschamps að Benzema yrði ekki í kringum hópinn og hann snéri ekki til baka þrátt fyrir að vera búinn að ná sér af meiðslunum. Orðrómur var um að Benzema kæmi inn fyrir úrslitaleikinn en ekkert var á bak við þær sögusagnir. Benzema segir í færslu sinni í dag að hann sé stoltur af landsliðsferlinum, bæði því sem gekk vel og líka mistökunum sem gerðu hann að þeim manni sem hann er í dag. Saga hans og landsliðsins segir hann að sé nú fullskrifuð. Benzema lék alls 97 landsleiki og skoraði í þeim 37 mörk. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Frakka frá upphafi en er nú aðeins einu marki á undan Kylian Mbappé. Það eru bara Olivier Giroud (53 mörk), Thierry Henry (51), Antoine Griezmann (42) og Michel Platini (41) sem hafa skorað fleiri mörk fyrir franska landsliðið. View this post on Instagram A post shared by Karim Benzema (@karimbenzema) Franski boltinn HM 2022 í Katar Frakkland Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Þessi 35 ára gamli framherji var valinn besti knattspyrnumaður ársins og fékk að launum Gullhnöttinn. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Benzema var valinn í HM-hóp Frakka en meiddist skömmu fyrir mót og fór ekki með til Katar. Það virðist hafa verið ákvörðun landsliðsþjálfarans Didier Deschamps að Benzema yrði ekki í kringum hópinn og hann snéri ekki til baka þrátt fyrir að vera búinn að ná sér af meiðslunum. Orðrómur var um að Benzema kæmi inn fyrir úrslitaleikinn en ekkert var á bak við þær sögusagnir. Benzema segir í færslu sinni í dag að hann sé stoltur af landsliðsferlinum, bæði því sem gekk vel og líka mistökunum sem gerðu hann að þeim manni sem hann er í dag. Saga hans og landsliðsins segir hann að sé nú fullskrifuð. Benzema lék alls 97 landsleiki og skoraði í þeim 37 mörk. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Frakka frá upphafi en er nú aðeins einu marki á undan Kylian Mbappé. Það eru bara Olivier Giroud (53 mörk), Thierry Henry (51), Antoine Griezmann (42) og Michel Platini (41) sem hafa skorað fleiri mörk fyrir franska landsliðið. View this post on Instagram A post shared by Karim Benzema (@karimbenzema)
Franski boltinn HM 2022 í Katar Frakkland Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira