Gefðu barninu þínu Heillagjöf og taktu samtalið Ellen Calmon skrifar 20. desember 2022 11:00 Börnin okkar eru helstu aðgerðasinnarnir þegar kemur að því að vekja heiminn til vitundar um loftslagsvandann og mikilvægi þess að við honum sé brugðist tafarlaust. Nú er tími gjafa og yfirflóðs af auglýsingum sem segja okkur hvað við þurfum að eignast og hvað við þurfum að kaupa. Stanslaust er verið að ýta undir aukna neyslu sem veldur aukinni sóun og þar með auknum útblæstri gróðurhúsaloftegunda sem hefur bein áhrif á loftslagið. Endalaus velmegun og fleiri gjafir Þrátt fyrir að vera meðvituð um loftslagsvandann þá glepjast börnin engu síður en fullorðna fólkið. Við sem búum við vestræna velmegun þurfum mörg hver að hafa okkur öll við til að sporna gegn löngun og gervivöntun í ýmsan óþarfa. Óþarfa sem stundum er framleiddur á mjög óumhverfisvænan máta, hefur langt, dýrt og djúpt kolefnisspor. Það er stundum erfitt að segja nei. Hin hliðin, að láta sig dreyma um vel útilátna máltíð Hin hliðin eru svo það fólk og þau börn sem búa við fátækt. Fólk sem ekki hefur efni á þessum hlutum sem í sí og æ er verið að ota að okkur í auglýsingum. Fólk sem þarf og vantar nauðsynjar og jafnvel margt annað. Börn þeirra geta rétt leyft sér að dreyma um dótið en vantar mögulega föt, skó, almennilegan og næringarríkan mat. Þetta eru börn sem mögulega dreymir oftar um vel útilátna máltíð en dótagjafir. Það er mikilvægt að við séum öll meðvituð um að við búum í samfélagi þar sem fólk býr við ólíkan kost og á Íslandi ríkir ekki sannur jöfnuður þegar kemur að lífsgæðum, fæði og húsnæði. Þar eru börnin í viðkvæmustu stöðunni en fátækt hefur afdrifaríkar afleiðingar á líf þeirra. Gefðu barninu Heillagjöf og taktu samtalið Rikka og Robbi ríku eru foreldrar sem geta veitt börnum sínum allt veraldlegt. Það er mjög mikilvægt að þegar þau tala við jólasveininn að þau komi þeim skilaboðum rækilega á framfæri við Sveinka að hann gæti hófs í skógjöfum. Því það er algjörlega ómögulegt að barn sem býr við fátækt og hefur upplifað margþætta mismunun vegna þess, upplifi einnig mismunun af hálfu jólasveinsins. Ég bið því alla jólasveina, foreldra og forsjáraðila að huga að hófsemi. Barnaheill selur Heillagjafir sem eru tilvaldar gjafir til barna. Það er öllum börnum hollt að fá Heillagjöf og gott er að gjöfinni fylgi samtal. Gjöfin er í raun kort með mynd af til dæmis af ungbarnateppi eða öðru því sem verður fyrir valinu. Samtalið sem fylgir gjöfinni ætti svo að fjalla um af hverju við færum barninu okkar Heillagjöf. Því með Heillagjöf er barnið að gefa öðru barni möguleika á betra lífi. Heillagjöfin getur bjargað lífi barns, verndað barn frá ofbeldi, komið barni í stríðshrjáðu landi í öruggt skjól og svo mætti lengi telja. Þá er Heillagjöfin einnig umhverfisvæn. Gjöfina er hægt að nota til að ræða mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar okkar allra og hvernig við getum í sameiningu unnið gegn loftslagsvánni með því að endurskoða okkar eigin neyslu. Heillagjöf er vernd gegn ofbeldi á börnum og liður í loftslagsaðgerðum. Gleðilega hátíð! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Hjálparstarf Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Börnin okkar eru helstu aðgerðasinnarnir þegar kemur að því að vekja heiminn til vitundar um loftslagsvandann og mikilvægi þess að við honum sé brugðist tafarlaust. Nú er tími gjafa og yfirflóðs af auglýsingum sem segja okkur hvað við þurfum að eignast og hvað við þurfum að kaupa. Stanslaust er verið að ýta undir aukna neyslu sem veldur aukinni sóun og þar með auknum útblæstri gróðurhúsaloftegunda sem hefur bein áhrif á loftslagið. Endalaus velmegun og fleiri gjafir Þrátt fyrir að vera meðvituð um loftslagsvandann þá glepjast börnin engu síður en fullorðna fólkið. Við sem búum við vestræna velmegun þurfum mörg hver að hafa okkur öll við til að sporna gegn löngun og gervivöntun í ýmsan óþarfa. Óþarfa sem stundum er framleiddur á mjög óumhverfisvænan máta, hefur langt, dýrt og djúpt kolefnisspor. Það er stundum erfitt að segja nei. Hin hliðin, að láta sig dreyma um vel útilátna máltíð Hin hliðin eru svo það fólk og þau börn sem búa við fátækt. Fólk sem ekki hefur efni á þessum hlutum sem í sí og æ er verið að ota að okkur í auglýsingum. Fólk sem þarf og vantar nauðsynjar og jafnvel margt annað. Börn þeirra geta rétt leyft sér að dreyma um dótið en vantar mögulega föt, skó, almennilegan og næringarríkan mat. Þetta eru börn sem mögulega dreymir oftar um vel útilátna máltíð en dótagjafir. Það er mikilvægt að við séum öll meðvituð um að við búum í samfélagi þar sem fólk býr við ólíkan kost og á Íslandi ríkir ekki sannur jöfnuður þegar kemur að lífsgæðum, fæði og húsnæði. Þar eru börnin í viðkvæmustu stöðunni en fátækt hefur afdrifaríkar afleiðingar á líf þeirra. Gefðu barninu Heillagjöf og taktu samtalið Rikka og Robbi ríku eru foreldrar sem geta veitt börnum sínum allt veraldlegt. Það er mjög mikilvægt að þegar þau tala við jólasveininn að þau komi þeim skilaboðum rækilega á framfæri við Sveinka að hann gæti hófs í skógjöfum. Því það er algjörlega ómögulegt að barn sem býr við fátækt og hefur upplifað margþætta mismunun vegna þess, upplifi einnig mismunun af hálfu jólasveinsins. Ég bið því alla jólasveina, foreldra og forsjáraðila að huga að hófsemi. Barnaheill selur Heillagjafir sem eru tilvaldar gjafir til barna. Það er öllum börnum hollt að fá Heillagjöf og gott er að gjöfinni fylgi samtal. Gjöfin er í raun kort með mynd af til dæmis af ungbarnateppi eða öðru því sem verður fyrir valinu. Samtalið sem fylgir gjöfinni ætti svo að fjalla um af hverju við færum barninu okkar Heillagjöf. Því með Heillagjöf er barnið að gefa öðru barni möguleika á betra lífi. Heillagjöfin getur bjargað lífi barns, verndað barn frá ofbeldi, komið barni í stríðshrjáðu landi í öruggt skjól og svo mætti lengi telja. Þá er Heillagjöfin einnig umhverfisvæn. Gjöfina er hægt að nota til að ræða mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar okkar allra og hvernig við getum í sameiningu unnið gegn loftslagsvánni með því að endurskoða okkar eigin neyslu. Heillagjöf er vernd gegn ofbeldi á börnum og liður í loftslagsaðgerðum. Gleðilega hátíð! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun