„Þetta er eitthvað rosalegasta hálsmen sem maður hefur séð,“ segir Hollywood spekúlantinn Birta Líf Ólafsdóttir sem fór yfir málið í Brennslutei vikunnar.
Tónlistarmaðurinn bar hálsmenið þegar hann kom fram á afmælistónleikum Lil Baby and Friends í Atlanta nú á dögunum.
Það var skartgripahönnuðurinn Alex Moss sem smíðaði gripinn fyrir Drake. Hálsmenið ber nafnið „Previous Engagements“ og er hvorki meira né minna en 351,38 karöt. Það er gert úr fjörutíu og tveimur trúlofunarhringum sem tákna hvert bónorð sem hann aldrei bar upp.
Moss sýndi gripinn á Instagram þar sem hann skrifaði: „Fyrir öll skiptin sem hann hugsaði um að gera það en gerði það ekki.“
Drake átti lengi vel í ástarsambandi við tónlistarkonuna Rihönnu. Þá hefur hann verið orðaður við konur á borð við Jennifer Lopez, Sophie Brussaux og Kylie Jenner.
Birta Líf veltir fyrir sér hvort þetta séu fjörutíu og tvær konur sem Drake hefur langað til að biðja í gegnum tíðina eða hvort honum hafi langað til að biðja sömu konunnar svona oft.
„Var hann bara að gefa okkur his bodycount?,“ spyr hún.
Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni.