Aslam er sagður hafa komið með hugmyndina að tikka masala þegar viðskiptavinir hans kvörtuðu yfir því að tikka-kjúklingarétturinn væri of þurr. Hann bætti þá við rjómalagaðri tómatsúpu og úr varð tikka masala. Rétturinn er einn sá vinsælasti í heimi og fæst á flestum austurlenskum veitingahúsum heimsins.
Rétturinn varð til á veitingahúsi hans, Shish Mahal, í Glasgow, stærstu borg Skotlands. Aslam fæddist í Pakistan en flutti ungur að aldri til Skotlands og bjó þar næstum alla sína ævi.