Rútan festist aftur og lögregla mannar lokunarpósta Árni Sæberg skrifar 26. desember 2022 07:21 Mikið hefur mætt á björgunarsveitinni Víkverjum síðastliðna tvo daga. Aðsend/Sigurður Pétur Jóhannsson Töluvert var um það í gær að fólk hundsaði lokanir á þjóðveginum á Suðurlandi. Gripið var til þess ráðs að fá lögreglu til að manna lokunarpósta. Rúta, sem festist við Pétursey í gær, eftir að ökumaður hennar virti ekki lokun, festist aftur við Dyrhólaey í gærkvöldi. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að ekki hafi enn verið unnt að losa rútuna þegar tilkynningin var rituð í gærkvöldi. Þó hafi björgunarsveitarbílar komist fram hjá henni. Þar segir að töluvert hafi verið að gera hjá björgunarsveitum milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal við að losa fasta bíla í gær eftir að bílstjórar virtu lokunarpósta að vettugi. Um sextíu strandaglópum var komið í hús í gærkvöldi. Tveir hópar ferðamanna týndust Þá segir að í eftirmiðdaginn í gær hafi verið óttast um afdrif tveggja hópa ferðamanna sem höfðu farið í göngu frá hótelum sínum í Reynishverfi og villst af leið. Mikið viðbragð hafi verið sett af stað. Ferðamennirnir höfðu samband við Neyðarlínuna en gátu ekki gert sér grein fyrir hvar þeir voru staðsettir. Þreifandi bylur var kominn um þetta leytið, að því er segir í tilkynningu Landsbjargar. Undir kvöld komust annar hópurinn inn á hótel í Reynisfjöru og hinn hópurinn inn á nærliggjandi sveitabæ. Búist er við áframhaldandi illviðri á Suðurlandi í dag og voru snjóbílar og önnur björgunartæki því flutt austur í gær, og verða til taks á svæðinu í dag. Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Víða ófært og vegir lokaðir Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. 25. desember 2022 14:45 Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að ekki hafi enn verið unnt að losa rútuna þegar tilkynningin var rituð í gærkvöldi. Þó hafi björgunarsveitarbílar komist fram hjá henni. Þar segir að töluvert hafi verið að gera hjá björgunarsveitum milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal við að losa fasta bíla í gær eftir að bílstjórar virtu lokunarpósta að vettugi. Um sextíu strandaglópum var komið í hús í gærkvöldi. Tveir hópar ferðamanna týndust Þá segir að í eftirmiðdaginn í gær hafi verið óttast um afdrif tveggja hópa ferðamanna sem höfðu farið í göngu frá hótelum sínum í Reynishverfi og villst af leið. Mikið viðbragð hafi verið sett af stað. Ferðamennirnir höfðu samband við Neyðarlínuna en gátu ekki gert sér grein fyrir hvar þeir voru staðsettir. Þreifandi bylur var kominn um þetta leytið, að því er segir í tilkynningu Landsbjargar. Undir kvöld komust annar hópurinn inn á hótel í Reynisfjöru og hinn hópurinn inn á nærliggjandi sveitabæ. Búist er við áframhaldandi illviðri á Suðurlandi í dag og voru snjóbílar og önnur björgunartæki því flutt austur í gær, og verða til taks á svæðinu í dag.
Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Víða ófært og vegir lokaðir Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. 25. desember 2022 14:45 Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Víða ófært og vegir lokaðir Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. 25. desember 2022 14:45
Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45