Ár uppbyggingar og mikilla áskorana Skúli Helgason skrifar 30. desember 2022 08:42 Árið 2022 hefur verið ár mikillar uppbyggingar í borginni en líka fordæmalausra skakkafalla sem hafa seinkað fyrirætlunum um bætta þjónustu. Hvergi hefur þetta birst með eins skýrum hætti og í leikskólamálunum þar sem fleiri nýir leikskólar opnuðu en nokkru sinni fyrr en að sama skapi fækkaði til muna nýtanlegum plássum í leikskólum vegna viðhaldsframkvæmda og vinnu við að fjarlægja rakaskemmdir og myglu. Nýjar umsóknir um leikskólapláss voru mun fleiri en árið áður, nýtanlegum plássum í sjálfstætt starfandi leikskólum fækkaði verulega vegna myglumála og mikil aukning varð í fjölda barna á leikskólaaldri með umsóknir um alþjóðlega vernd ekki síst vegna innrásarinnar í Úkraínu. Uppskera ársins varð því mun rýrari en efni stóðu til varðandi það að geta boðið yngri börnum í leikskóla. Það má því segja að sterkir kraftar hafi togað í gagnstæðar áttir á árinu – annars vegar meiri uppbygging en áður hefur þekkst með fjölgun nýrra leikskólaplássa en hins vegar ótrúlega krefjandi áskoranir sem ekki eiga sér fordæmi á einu og sama árinu. Eftir sem áður er stefnan óbreytt – að bjóða börnum í leikskóla að loknu 12 mánaða fæðingarorlofi en það mun taka lengri tíma en áætlað var að ná settu marki. Mesta uppbyggingin í 90 ár Þrátt fyrir að dráttur verði á hátíðahöldum af þeim ástæðum sem hér hafa verið raktar er hægt að fagna góðum áfangasigrum en alls opnuðu 6 nýir leikskólar í Reykjavik á árinu með pláss fyrir um 600 börn. Þetta mun vera mesta uppbygging á einu ári í 90 ára sögu leikskólastarfs í höfuðborginni. Nýju leikskólarnir eru Ævintýraborgir við Eggertsgötu, Nauthólsveg og Vogabyggð, ungbarnaleikskóli við Bríetartún, nýr leikskóli undir merkjum Múlaborgar við Ármúla og síðast en ekki síst nýr glæsilegur leikskóli við Kleppsveg undir merkjum Brákaborgar. Þessu til viðbótar tókum við í notkun viðbótarhúsnæði við leikskólana Funaborg í Grafarvogi, þar sem sett var upp skemmtilegt skógarhús á einu fallegustu leikskólalóð í borginni og nýjar leikskóladeildir við leikskólana Gullborg og Hagaborg í Vesturbænum. Hluti nýju plássanna í sumum þessara leikskóla er í dag nýttur undir börn á leikskólum í húsnæðisvanda en það er tímabundið ástand sem mun losna um á komandi mánuðum og misserum eftir því sem viðhaldsframkvæmdum og endurbótum miðar áfram til verkloka. Nýir leikskólar á árinu 2023 Á næstu tveimur mánuðum verða teknar ákvarðanir um ný uppbyggingarverkefni leikskóla en þar eru ýmsir möguleikar til skoðunar m.a. í Breiðholti, Fossvogi, Laugardal, Vesturbæ, á miðborgarsvæðinu og víðar. Nýr ungbarnaleikskóli mun opna á Hallgerðargötu við Kirkjusand um miðbik næsta árs fyrir 60 börn. Um svipað leyti er áætlað að leikskóli af sömu stærð opni á lóð Vörðuskóla við Barónsstíg. Stækkun leikskólans Laugasólar í Laugardal er á áætlun á síðari helmingi ársins en þar er stefnt að fjölgun plássa um nærri 50. Til stendur að taka í notkun Ævintýraborgir í Fossvogi og víðar á árinu sem geti þjónað á þriðja hundrað börnum hið minnsta til viðbótar við það sem að ofan var nefnt. Alls er stefnt að því að fjölga plássum um 450-500 á komandi ári. Atgervisflótti hamlar vexti Ýmsar ytri aðstæður hafa reynst leikskólastarfinu þungar í skauti síðustu árin til viðbótar við húsnæðismálin og mikla fjölgun umsókna. Mannekla er stærsta áskorunin sem steðjar að leikskólastarfi í landinu og ný gögn frá Félagi leikskólakennara staðfesta að í tengslum við lagabreytingu Alþingis um eitt leyfisbréf kennara hafa hvorki fleiri né færri en 300 leikskólakennarar á landsvísu skipt um starfsvettvang og flutt sig yfir í grunnskólakennslu. Það er mikil blóðtaka fyrir þessa mikilvægu fagstétt og bætist við þá miklu fækkun sem varð í hópi kennaranema í kjölfar lengingar námsins 2008. Uppbygging nýtist líka starfsfólki Leikskólastarf í Reykjavík er í senn ein mikilvægasta grunnþjónusta borgarinnar en jafnframt viðkvæm starfsemi sem kallar á stöðugt endurmat og umbætur varðandi vinnuumhverfi og aðbúnað. Með húsnæðisuppbyggingunni skapast tækifæri til að taka úr notkun húsnæði sem komið er til ára sinna og skipta því út fyrir nýtt sem svarar betur kröfum um fjölbreytt leikskólastarf og góðan aðbúnað á 21. öldinni. Bættur húsnæðiskostur leikskóla í borginni gagnast því ekki aðeins nýjum leikskólabörnum og foreldrum þeirra heldur líka starfsfólki leikskólanna enda er eitt af markmiðum leikskólauppbyggingarinnar að auka gæði leikskólahúsnæðis og þar með starfsumhverfis fyrir starfsfólk og börn. Það er til mikillar fyrirmyndar hve vel leikskólastjórar og starfsfólk mæta þörfum barnanna fyrir menntun og atlæti og var sannarlega aðdáunarvert hve starfsfólkið leysti vel úr flóknum aðstæðum sem heimsfaraldurinn skapaði. Meirihlutinn í borginni mun áfram leggja áherslu á bætt vinnuumhverfi leikskólanna á komandi misserum rétt eins og gert hefur verið undanfarin ár einkum frá árinu 2018. Ég vil nota tækifærið og þakka öllu starfsfólki leikskólanna í borginni fyrir gríðarlegan dugnað og elju, sveigjanleika og fagmennsku á árinu sem er að líða við lausn þeirra afar krefjandi viðfangsefna sem mætt hafa þeim í starfinu. Börnin í borginni eiga sannarlega góða að og stefnan er sett á að bæta enn frekar aðbúnað og umgjörð leikskólastarfsins í borginni. Gleðilega hátíð og megi nýja árið verða landsmönnum farsælt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um leikskólauppbyggingu í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Skúli Helgason Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Árið 2022 hefur verið ár mikillar uppbyggingar í borginni en líka fordæmalausra skakkafalla sem hafa seinkað fyrirætlunum um bætta þjónustu. Hvergi hefur þetta birst með eins skýrum hætti og í leikskólamálunum þar sem fleiri nýir leikskólar opnuðu en nokkru sinni fyrr en að sama skapi fækkaði til muna nýtanlegum plássum í leikskólum vegna viðhaldsframkvæmda og vinnu við að fjarlægja rakaskemmdir og myglu. Nýjar umsóknir um leikskólapláss voru mun fleiri en árið áður, nýtanlegum plássum í sjálfstætt starfandi leikskólum fækkaði verulega vegna myglumála og mikil aukning varð í fjölda barna á leikskólaaldri með umsóknir um alþjóðlega vernd ekki síst vegna innrásarinnar í Úkraínu. Uppskera ársins varð því mun rýrari en efni stóðu til varðandi það að geta boðið yngri börnum í leikskóla. Það má því segja að sterkir kraftar hafi togað í gagnstæðar áttir á árinu – annars vegar meiri uppbygging en áður hefur þekkst með fjölgun nýrra leikskólaplássa en hins vegar ótrúlega krefjandi áskoranir sem ekki eiga sér fordæmi á einu og sama árinu. Eftir sem áður er stefnan óbreytt – að bjóða börnum í leikskóla að loknu 12 mánaða fæðingarorlofi en það mun taka lengri tíma en áætlað var að ná settu marki. Mesta uppbyggingin í 90 ár Þrátt fyrir að dráttur verði á hátíðahöldum af þeim ástæðum sem hér hafa verið raktar er hægt að fagna góðum áfangasigrum en alls opnuðu 6 nýir leikskólar í Reykjavik á árinu með pláss fyrir um 600 börn. Þetta mun vera mesta uppbygging á einu ári í 90 ára sögu leikskólastarfs í höfuðborginni. Nýju leikskólarnir eru Ævintýraborgir við Eggertsgötu, Nauthólsveg og Vogabyggð, ungbarnaleikskóli við Bríetartún, nýr leikskóli undir merkjum Múlaborgar við Ármúla og síðast en ekki síst nýr glæsilegur leikskóli við Kleppsveg undir merkjum Brákaborgar. Þessu til viðbótar tókum við í notkun viðbótarhúsnæði við leikskólana Funaborg í Grafarvogi, þar sem sett var upp skemmtilegt skógarhús á einu fallegustu leikskólalóð í borginni og nýjar leikskóladeildir við leikskólana Gullborg og Hagaborg í Vesturbænum. Hluti nýju plássanna í sumum þessara leikskóla er í dag nýttur undir börn á leikskólum í húsnæðisvanda en það er tímabundið ástand sem mun losna um á komandi mánuðum og misserum eftir því sem viðhaldsframkvæmdum og endurbótum miðar áfram til verkloka. Nýir leikskólar á árinu 2023 Á næstu tveimur mánuðum verða teknar ákvarðanir um ný uppbyggingarverkefni leikskóla en þar eru ýmsir möguleikar til skoðunar m.a. í Breiðholti, Fossvogi, Laugardal, Vesturbæ, á miðborgarsvæðinu og víðar. Nýr ungbarnaleikskóli mun opna á Hallgerðargötu við Kirkjusand um miðbik næsta árs fyrir 60 börn. Um svipað leyti er áætlað að leikskóli af sömu stærð opni á lóð Vörðuskóla við Barónsstíg. Stækkun leikskólans Laugasólar í Laugardal er á áætlun á síðari helmingi ársins en þar er stefnt að fjölgun plássa um nærri 50. Til stendur að taka í notkun Ævintýraborgir í Fossvogi og víðar á árinu sem geti þjónað á þriðja hundrað börnum hið minnsta til viðbótar við það sem að ofan var nefnt. Alls er stefnt að því að fjölga plássum um 450-500 á komandi ári. Atgervisflótti hamlar vexti Ýmsar ytri aðstæður hafa reynst leikskólastarfinu þungar í skauti síðustu árin til viðbótar við húsnæðismálin og mikla fjölgun umsókna. Mannekla er stærsta áskorunin sem steðjar að leikskólastarfi í landinu og ný gögn frá Félagi leikskólakennara staðfesta að í tengslum við lagabreytingu Alþingis um eitt leyfisbréf kennara hafa hvorki fleiri né færri en 300 leikskólakennarar á landsvísu skipt um starfsvettvang og flutt sig yfir í grunnskólakennslu. Það er mikil blóðtaka fyrir þessa mikilvægu fagstétt og bætist við þá miklu fækkun sem varð í hópi kennaranema í kjölfar lengingar námsins 2008. Uppbygging nýtist líka starfsfólki Leikskólastarf í Reykjavík er í senn ein mikilvægasta grunnþjónusta borgarinnar en jafnframt viðkvæm starfsemi sem kallar á stöðugt endurmat og umbætur varðandi vinnuumhverfi og aðbúnað. Með húsnæðisuppbyggingunni skapast tækifæri til að taka úr notkun húsnæði sem komið er til ára sinna og skipta því út fyrir nýtt sem svarar betur kröfum um fjölbreytt leikskólastarf og góðan aðbúnað á 21. öldinni. Bættur húsnæðiskostur leikskóla í borginni gagnast því ekki aðeins nýjum leikskólabörnum og foreldrum þeirra heldur líka starfsfólki leikskólanna enda er eitt af markmiðum leikskólauppbyggingarinnar að auka gæði leikskólahúsnæðis og þar með starfsumhverfis fyrir starfsfólk og börn. Það er til mikillar fyrirmyndar hve vel leikskólastjórar og starfsfólk mæta þörfum barnanna fyrir menntun og atlæti og var sannarlega aðdáunarvert hve starfsfólkið leysti vel úr flóknum aðstæðum sem heimsfaraldurinn skapaði. Meirihlutinn í borginni mun áfram leggja áherslu á bætt vinnuumhverfi leikskólanna á komandi misserum rétt eins og gert hefur verið undanfarin ár einkum frá árinu 2018. Ég vil nota tækifærið og þakka öllu starfsfólki leikskólanna í borginni fyrir gríðarlegan dugnað og elju, sveigjanleika og fagmennsku á árinu sem er að líða við lausn þeirra afar krefjandi viðfangsefna sem mætt hafa þeim í starfinu. Börnin í borginni eiga sannarlega góða að og stefnan er sett á að bæta enn frekar aðbúnað og umgjörð leikskólastarfsins í borginni. Gleðilega hátíð og megi nýja árið verða landsmönnum farsælt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um leikskólauppbyggingu í Reykjavík.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun