Rúnar Ingi: Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum Jakob Snævar Ólafsson skrifar 4. janúar 2023 23:40 Rúnar Ingi Erlingssson Vísir/Bára Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta var skiljanlega ósáttur með að hafa tapað með ellefu stigum, 78-67, fyrir Keflavík í leik liðanna fyrr í kvöld eftir að hans lið leiddi í hálfleik með tólf stigum 24-36. Rúnar Ingi vildi helst ljúka viðtali við blaðamann Vísis sem fyrst svo hann kæmist inn í búningsklefa til að ræða við sína leikmenn. Þegar hann var spurður hvernig viðsnúningurinn í seinni hálfleik og hálfgert hrun í leik hans liðs, eftir góða frammistöðu í fyrri hálfleik, horfði við honum svaraði hann því fyrst til að hans lið hefði sýnt fínan leik í fyrri hálfleik en ekki beinlínis frábæran. „Við héldum Keflavík í skefjum en Keflavík voru líka bara lélegar. En um leið og þær fara í einn tveir einn svæðisvörn og auka læti sem við vitum að þær gera þá förum við bara að taka röð lélegra ákvarðana. Við erum bara að velja vitlausar sendingar aftur og aftur.“ „Þessi svæðisvörn það er mikill hamagangur, þetta er mjög villt. En þú getur leikandi spilað í gegnum hana ef þú ert yfirvegaður. Við tökum þrjú leikhlé til að reyna að sýna leikmönnum þær lausnir sem eru í boði, á hvaða staði við viljum leita.“ Rúnari fannst skorta á kjark, þor, hugrekki og ákvarðanatöku hjá sínum leikmönnum í seinni hálfleik. Hann sagði að mögulegt hefði verið að bregðast við vörn Keflvíkinga með einföldum sendingum, sjá þannig hvernig vörn þeirra hreyfði sig og finna með þeim hætti betur opin skot. Honum fannst sitt lið ekki hafa náð að fylgja þessari leið í síðari hálfleik. Eftir þetta tap er Njarðvík enn í fjórða sæti deildarinnar og nú átta stigum á eftir Val sem er í þriðja sæti. Möguleikarnir til að komast ofar í deildinni virðast því litlir og um leið að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Rúnari finnst það ekkert stórmál þótt honum þætti betra að eiga þessa möguleika en var ekki sammála blaðamanni um að þeir væru fyrir bí. Njarðvíkurliðið ætlaði sér að halda áfram að keppast um að ná því. „Það eru þrettán leikir eftir. En þetta skiptir ekki öllu máli. Þetta eru ekki löng ferðalög í úrslitakeppninni. Við sýndum það í fyrra. Við enduðum í fjórða sæti og urðum Íslandsmeistarar. Það er kannski ekki stærsta atriðið þó okkur líði alveg vel heima.“ „Það er mun stærra atriði að við finnum einhvern karakter þegar á móti blæs. Það er mun stærra atriði að við förum að taka betri ákvarðanir og lærum af mistökunum okkar og höldum haus. Það er bara miklu stærra atriði en einhver heimavöllur, þriðja sæti eða fjórða. Mér er bara eiginlega alveg sama. Við þurfum að vera betri í körfubolta. Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum. Við erum eitt lið. Við þurfum bara öll að vera betri og höldum því áfram.“ Rúnar er mjög sáttur við að næsti leikur Njarðvíkinga sé eftir tvær vikur. „Það er bara frábært. Ég er mjög spenntur og ánægður að það séu tvær vikur. Núna getum við farið að hamast inn í sal og farið að spila vörn á æfingum eins og Keflavík gerði á okkur í kvöld. Þá kannski venjumst við því og mætum tilbúnari í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur, að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira
Rúnar Ingi vildi helst ljúka viðtali við blaðamann Vísis sem fyrst svo hann kæmist inn í búningsklefa til að ræða við sína leikmenn. Þegar hann var spurður hvernig viðsnúningurinn í seinni hálfleik og hálfgert hrun í leik hans liðs, eftir góða frammistöðu í fyrri hálfleik, horfði við honum svaraði hann því fyrst til að hans lið hefði sýnt fínan leik í fyrri hálfleik en ekki beinlínis frábæran. „Við héldum Keflavík í skefjum en Keflavík voru líka bara lélegar. En um leið og þær fara í einn tveir einn svæðisvörn og auka læti sem við vitum að þær gera þá förum við bara að taka röð lélegra ákvarðana. Við erum bara að velja vitlausar sendingar aftur og aftur.“ „Þessi svæðisvörn það er mikill hamagangur, þetta er mjög villt. En þú getur leikandi spilað í gegnum hana ef þú ert yfirvegaður. Við tökum þrjú leikhlé til að reyna að sýna leikmönnum þær lausnir sem eru í boði, á hvaða staði við viljum leita.“ Rúnari fannst skorta á kjark, þor, hugrekki og ákvarðanatöku hjá sínum leikmönnum í seinni hálfleik. Hann sagði að mögulegt hefði verið að bregðast við vörn Keflvíkinga með einföldum sendingum, sjá þannig hvernig vörn þeirra hreyfði sig og finna með þeim hætti betur opin skot. Honum fannst sitt lið ekki hafa náð að fylgja þessari leið í síðari hálfleik. Eftir þetta tap er Njarðvík enn í fjórða sæti deildarinnar og nú átta stigum á eftir Val sem er í þriðja sæti. Möguleikarnir til að komast ofar í deildinni virðast því litlir og um leið að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Rúnari finnst það ekkert stórmál þótt honum þætti betra að eiga þessa möguleika en var ekki sammála blaðamanni um að þeir væru fyrir bí. Njarðvíkurliðið ætlaði sér að halda áfram að keppast um að ná því. „Það eru þrettán leikir eftir. En þetta skiptir ekki öllu máli. Þetta eru ekki löng ferðalög í úrslitakeppninni. Við sýndum það í fyrra. Við enduðum í fjórða sæti og urðum Íslandsmeistarar. Það er kannski ekki stærsta atriðið þó okkur líði alveg vel heima.“ „Það er mun stærra atriði að við finnum einhvern karakter þegar á móti blæs. Það er mun stærra atriði að við förum að taka betri ákvarðanir og lærum af mistökunum okkar og höldum haus. Það er bara miklu stærra atriði en einhver heimavöllur, þriðja sæti eða fjórða. Mér er bara eiginlega alveg sama. Við þurfum að vera betri í körfubolta. Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum. Við erum eitt lið. Við þurfum bara öll að vera betri og höldum því áfram.“ Rúnar er mjög sáttur við að næsti leikur Njarðvíkinga sé eftir tvær vikur. „Það er bara frábært. Ég er mjög spenntur og ánægður að það séu tvær vikur. Núna getum við farið að hamast inn í sal og farið að spila vörn á æfingum eins og Keflavík gerði á okkur í kvöld. Þá kannski venjumst við því og mætum tilbúnari í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur, að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira