Rúnar Ingi: Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum Jakob Snævar Ólafsson skrifar 4. janúar 2023 23:40 Rúnar Ingi Erlingssson Vísir/Bára Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta var skiljanlega ósáttur með að hafa tapað með ellefu stigum, 78-67, fyrir Keflavík í leik liðanna fyrr í kvöld eftir að hans lið leiddi í hálfleik með tólf stigum 24-36. Rúnar Ingi vildi helst ljúka viðtali við blaðamann Vísis sem fyrst svo hann kæmist inn í búningsklefa til að ræða við sína leikmenn. Þegar hann var spurður hvernig viðsnúningurinn í seinni hálfleik og hálfgert hrun í leik hans liðs, eftir góða frammistöðu í fyrri hálfleik, horfði við honum svaraði hann því fyrst til að hans lið hefði sýnt fínan leik í fyrri hálfleik en ekki beinlínis frábæran. „Við héldum Keflavík í skefjum en Keflavík voru líka bara lélegar. En um leið og þær fara í einn tveir einn svæðisvörn og auka læti sem við vitum að þær gera þá förum við bara að taka röð lélegra ákvarðana. Við erum bara að velja vitlausar sendingar aftur og aftur.“ „Þessi svæðisvörn það er mikill hamagangur, þetta er mjög villt. En þú getur leikandi spilað í gegnum hana ef þú ert yfirvegaður. Við tökum þrjú leikhlé til að reyna að sýna leikmönnum þær lausnir sem eru í boði, á hvaða staði við viljum leita.“ Rúnari fannst skorta á kjark, þor, hugrekki og ákvarðanatöku hjá sínum leikmönnum í seinni hálfleik. Hann sagði að mögulegt hefði verið að bregðast við vörn Keflvíkinga með einföldum sendingum, sjá þannig hvernig vörn þeirra hreyfði sig og finna með þeim hætti betur opin skot. Honum fannst sitt lið ekki hafa náð að fylgja þessari leið í síðari hálfleik. Eftir þetta tap er Njarðvík enn í fjórða sæti deildarinnar og nú átta stigum á eftir Val sem er í þriðja sæti. Möguleikarnir til að komast ofar í deildinni virðast því litlir og um leið að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Rúnari finnst það ekkert stórmál þótt honum þætti betra að eiga þessa möguleika en var ekki sammála blaðamanni um að þeir væru fyrir bí. Njarðvíkurliðið ætlaði sér að halda áfram að keppast um að ná því. „Það eru þrettán leikir eftir. En þetta skiptir ekki öllu máli. Þetta eru ekki löng ferðalög í úrslitakeppninni. Við sýndum það í fyrra. Við enduðum í fjórða sæti og urðum Íslandsmeistarar. Það er kannski ekki stærsta atriðið þó okkur líði alveg vel heima.“ „Það er mun stærra atriði að við finnum einhvern karakter þegar á móti blæs. Það er mun stærra atriði að við förum að taka betri ákvarðanir og lærum af mistökunum okkar og höldum haus. Það er bara miklu stærra atriði en einhver heimavöllur, þriðja sæti eða fjórða. Mér er bara eiginlega alveg sama. Við þurfum að vera betri í körfubolta. Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum. Við erum eitt lið. Við þurfum bara öll að vera betri og höldum því áfram.“ Rúnar er mjög sáttur við að næsti leikur Njarðvíkinga sé eftir tvær vikur. „Það er bara frábært. Ég er mjög spenntur og ánægður að það séu tvær vikur. Núna getum við farið að hamast inn í sal og farið að spila vörn á æfingum eins og Keflavík gerði á okkur í kvöld. Þá kannski venjumst við því og mætum tilbúnari í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur, að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Sjá meira
Rúnar Ingi vildi helst ljúka viðtali við blaðamann Vísis sem fyrst svo hann kæmist inn í búningsklefa til að ræða við sína leikmenn. Þegar hann var spurður hvernig viðsnúningurinn í seinni hálfleik og hálfgert hrun í leik hans liðs, eftir góða frammistöðu í fyrri hálfleik, horfði við honum svaraði hann því fyrst til að hans lið hefði sýnt fínan leik í fyrri hálfleik en ekki beinlínis frábæran. „Við héldum Keflavík í skefjum en Keflavík voru líka bara lélegar. En um leið og þær fara í einn tveir einn svæðisvörn og auka læti sem við vitum að þær gera þá förum við bara að taka röð lélegra ákvarðana. Við erum bara að velja vitlausar sendingar aftur og aftur.“ „Þessi svæðisvörn það er mikill hamagangur, þetta er mjög villt. En þú getur leikandi spilað í gegnum hana ef þú ert yfirvegaður. Við tökum þrjú leikhlé til að reyna að sýna leikmönnum þær lausnir sem eru í boði, á hvaða staði við viljum leita.“ Rúnari fannst skorta á kjark, þor, hugrekki og ákvarðanatöku hjá sínum leikmönnum í seinni hálfleik. Hann sagði að mögulegt hefði verið að bregðast við vörn Keflvíkinga með einföldum sendingum, sjá þannig hvernig vörn þeirra hreyfði sig og finna með þeim hætti betur opin skot. Honum fannst sitt lið ekki hafa náð að fylgja þessari leið í síðari hálfleik. Eftir þetta tap er Njarðvík enn í fjórða sæti deildarinnar og nú átta stigum á eftir Val sem er í þriðja sæti. Möguleikarnir til að komast ofar í deildinni virðast því litlir og um leið að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Rúnari finnst það ekkert stórmál þótt honum þætti betra að eiga þessa möguleika en var ekki sammála blaðamanni um að þeir væru fyrir bí. Njarðvíkurliðið ætlaði sér að halda áfram að keppast um að ná því. „Það eru þrettán leikir eftir. En þetta skiptir ekki öllu máli. Þetta eru ekki löng ferðalög í úrslitakeppninni. Við sýndum það í fyrra. Við enduðum í fjórða sæti og urðum Íslandsmeistarar. Það er kannski ekki stærsta atriðið þó okkur líði alveg vel heima.“ „Það er mun stærra atriði að við finnum einhvern karakter þegar á móti blæs. Það er mun stærra atriði að við förum að taka betri ákvarðanir og lærum af mistökunum okkar og höldum haus. Það er bara miklu stærra atriði en einhver heimavöllur, þriðja sæti eða fjórða. Mér er bara eiginlega alveg sama. Við þurfum að vera betri í körfubolta. Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum. Við erum eitt lið. Við þurfum bara öll að vera betri og höldum því áfram.“ Rúnar er mjög sáttur við að næsti leikur Njarðvíkinga sé eftir tvær vikur. „Það er bara frábært. Ég er mjög spenntur og ánægður að það séu tvær vikur. Núna getum við farið að hamast inn í sal og farið að spila vörn á æfingum eins og Keflavík gerði á okkur í kvöld. Þá kannski venjumst við því og mætum tilbúnari í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur, að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Sjá meira