Það er handboltatölfræðisíðan Datahandball sem tók tölfræðina saman. Ómar Ingi skoraði 460 mörk á seinasta ári, 26 mörkum meira en árið áður þegar hann varð einnig markahæstur. Ómar skoraði 6,5 mörk að meðaltali í leik á seinasta ári, meira en nokkur annar á listanum yfir tíu markahæstu menn Evrópu.
Portúgalinn ungi, Francisco Costa, situr í öðru sæti listans með 359 mörk og Kamil Syprzak kemur þar á eftir með 348 stykki. Ómar skoraði því rúmlega hundrað mörkum meira en næstu menn á listanum.
💣 The 🔟top scorers during 2⃣0⃣2⃣2⃣, along with the average goal per game. @SCMagdeburg right-back Ómar Ingi Mangusson tops the list with a total of 460 goals.
— datahandball (@datahandball_) January 5, 2023
⚠️ Only official matches were taken into account. pic.twitter.com/87Djwf6KRS
Þá er hornamaðurinn Bjarki Már Elísson, leikmaður ungverska liðsins Telekom Veszprém, einnig á listanum. Bjarki skoraði 323 mörk á seinasta ári og er þar með sjötti markahæsti leikmaður Evrópu.
Þá má einnig minnast á aldursforseta listans, Hans Óttar Lindberg. Þessi danski hornamaður Füchse Berlin er orðinn 41 árs gamall, en hann skoraði 303 mörk á seinasta ári og er á góðri leið með að verða markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.