Stækka Hótel Hellu og opna tvö hótel á Rangárbökkum Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2023 14:21 Dmitrijs Stals er stofnandi og forstjóri Legendary Hotels & Resorts ehf. Aðsend Legendary Hotels & Resorts ehf. keypti nýverið 100 prósent hlut í Hótel Hellu og til stendur að gera það að fjögurra stjörnu hóteli með 68 herbergjum. Þá hefur félagið einnig keypt svæði Árhúsa við Rangárbakka og ætlar að opna tvö hótel á svæðinu. Í fréttatilkynningu um áætlanir fyrirtækisins á Hellu segir að til standi að byggja við Hótel Hellu, meðal annars glænýja heilsulind. Hótel Hella sé önnur tveggja fyrstu fjárfestinga sem Legendary Hotels & Resorts ehf. gerir á Íslandi en félagið muni koma til með að reka alls tólf hótel á landinu og áætlað sé að heildarfjárfersting verði á endanum um tuttugu milljarðar króna. „Þetta er aðeins byrjunin því við ætlum okkur í heilmikla uppbyggingu á hótelrekstri á Íslandi á næstu árum. Ásamt fjárfestingunni á Hellu keyptum við einnig rekstur Árhúsa og það svæði kemur til með að taka miklum og mjög spennandi breytingum,“ er haft eftir Dmitrijs Stals, stofnanda og forstjóra Legendary Hotels & Resorts ehf. Lúxushótel við Rangá Í tilkynningu segir að svæði Árhúsa verði skipt upp í tvo hluta, annar hlutinn verði fimm stjörnu lúxushótel með alls tólf herbergjum og á hinum hlutanum verði byggt fjögurra stjörnu hótel með sjötíu herbergjum. Á svæðinu verði stór heilsulind með heitum pottum og gufuböðum. Veitingastaðnum á Árhúsum verði breytt í nútíma steikhús. Haft er eftir Dmitrijs að ekkert verði til sparað í uppbygginu svo svæðin verði að enn meira spennandi kosti, fyrir landsmenn og þá einstaklinga sem landið sækja. Hann telji að Ísland eigi mikið inni þegar kemur að ferðmannaiðnaðinum og það komi til með að koma í ljós á næstu árum. „Ísland hefur upp á svo margt að bjóða og ég hef eðlilega eytt verulegum tíma í að skoða landið og er óhætt að segja að það er alltaf eitthvað sem kemur mér á óvart þegar ég er staddur hér. Þá er ég ekki bara að tala um veðrið, sem er vægast sagt skemmtilega margbreytilegt og spennandi, líkt og landið sjálft,“ er haft eftir honum. Ferðamennska á Íslandi Kaup og sala fyrirtækja Rangárþing ytra Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Í fréttatilkynningu um áætlanir fyrirtækisins á Hellu segir að til standi að byggja við Hótel Hellu, meðal annars glænýja heilsulind. Hótel Hella sé önnur tveggja fyrstu fjárfestinga sem Legendary Hotels & Resorts ehf. gerir á Íslandi en félagið muni koma til með að reka alls tólf hótel á landinu og áætlað sé að heildarfjárfersting verði á endanum um tuttugu milljarðar króna. „Þetta er aðeins byrjunin því við ætlum okkur í heilmikla uppbyggingu á hótelrekstri á Íslandi á næstu árum. Ásamt fjárfestingunni á Hellu keyptum við einnig rekstur Árhúsa og það svæði kemur til með að taka miklum og mjög spennandi breytingum,“ er haft eftir Dmitrijs Stals, stofnanda og forstjóra Legendary Hotels & Resorts ehf. Lúxushótel við Rangá Í tilkynningu segir að svæði Árhúsa verði skipt upp í tvo hluta, annar hlutinn verði fimm stjörnu lúxushótel með alls tólf herbergjum og á hinum hlutanum verði byggt fjögurra stjörnu hótel með sjötíu herbergjum. Á svæðinu verði stór heilsulind með heitum pottum og gufuböðum. Veitingastaðnum á Árhúsum verði breytt í nútíma steikhús. Haft er eftir Dmitrijs að ekkert verði til sparað í uppbygginu svo svæðin verði að enn meira spennandi kosti, fyrir landsmenn og þá einstaklinga sem landið sækja. Hann telji að Ísland eigi mikið inni þegar kemur að ferðmannaiðnaðinum og það komi til með að koma í ljós á næstu árum. „Ísland hefur upp á svo margt að bjóða og ég hef eðlilega eytt verulegum tíma í að skoða landið og er óhætt að segja að það er alltaf eitthvað sem kemur mér á óvart þegar ég er staddur hér. Þá er ég ekki bara að tala um veðrið, sem er vægast sagt skemmtilega margbreytilegt og spennandi, líkt og landið sjálft,“ er haft eftir honum.
Ferðamennska á Íslandi Kaup og sala fyrirtækja Rangárþing ytra Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira