Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2023 21:40 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. Líkt og greint var frá í dag hefur samninganefnd Eflingar samið móttilboð í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Efling hafnaði í gær tilboði SA, sem hljóðaði upp á svipuð kjör og kvað á um í samningi SA og SGS sem var undirritaður í síðasta mánuði. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ræddi við Hallgerði Kolbrúnu fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði hann að tilboð SA stæði enn, þar sem það rynni út 11. janúar. „Og Samtök atvinnulífsins hafa lagt mikla áherslu á að afturvirkni til 1. nóvember, hún er inni í þessu tilboði sem gildir til miðvikudagsins 11. janúar. Þannig að við skulum sjá hvað setur í vikunni.“ Muni ekki draga fólk í dilka Efling hefur í viðræðunum lagt mikla áherslu á að framfærslukostnaður á höfuðborgarsvæðinu sé hærri en annars staðar í landinu. Heyra mátti á Halldóri Benjamín að hann teldi þann málflutning ekki vænlegan til árangurs í viðræðunum. „Samtök atvinnulífsins munu aldrei, undir neinum kringumstæðum, fara að draga landsmenn í dilka eftir því hvar þeir búa og borga mishá laun, kjarasamningsbundin laun, eftir því hvort fólk býr í Reykjavík eða annarsstaðar. Að mínu viti gengur það algerlega gegn óskrifuðum samfélagssáttmála, og yfir þá línu munu Samtök atvinnulífsins ekki stíga,“ sagði Halldór Benjamín. „Við höfum sagt að það sé mjög erfitt, og í raun ógerningur, að draga einhvern einn hóp manna út úr þessu, og við verðum að hafa í huga að félagssvæði Eflingar er miklu stærra en bara Reykjavík. Það nær upp í Grafningshrepp, Þorlákshöfn, Hveragerði og víðar.“ Afturvirkni ekki í boði eftir miðvikudag Þá sagði hann að trúnaður SA lægi gagnvart þeim 80.000 sem þegar hefði verið samið við, víðsvegar um landið. „Og hvers vegna? Jú, viðsemjendur okkar verða að geta treyst því að þegar Samtök atvinnulífsins undirrita kjarasamning við þau, þá munum við ekki snúa okkur við og semja síðan um eitthvað meira við einhvern annan. Að þessu leyti erum við bundin í báða skó. Og við höfum talað mjög skýrt við Eflingu. Við höfum boðið þeim kjarasamning Starfsgreinasambandsins, sem hefur farið í atvkæðagreiðslu hjá öllum félögum Starfsgreinasambandsins nema Eflingu og verið samþykktur.“ Engu að síður standi vilji SA til þess að klára samning við Eflingu hratt og örugglega, og talað skýrt um það. SA sé tilbúið að teygja sig og koma til móts við einstaka atriði sem Efling hafi áhuga á, að því gefnu að það sé sambærilegt við kjarasamning Starfsgreinasambandsins. „Á þetta hefur því miður ekki verið hlustað, og því erum við stödd þar sem við erum stödd í dag.“ Aðspurður hvort afturvirkni samninga til 1. nóvember yrði enn á borðinu eftir 11. janúar, daginn sem tilboð SA rennur úr gildi, var Halldór Benjamín með svar á reiðum höndum. „Nei. Þá er hún ekki í boði. Svo einfalt er það.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Líkt og greint var frá í dag hefur samninganefnd Eflingar samið móttilboð í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Efling hafnaði í gær tilboði SA, sem hljóðaði upp á svipuð kjör og kvað á um í samningi SA og SGS sem var undirritaður í síðasta mánuði. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ræddi við Hallgerði Kolbrúnu fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði hann að tilboð SA stæði enn, þar sem það rynni út 11. janúar. „Og Samtök atvinnulífsins hafa lagt mikla áherslu á að afturvirkni til 1. nóvember, hún er inni í þessu tilboði sem gildir til miðvikudagsins 11. janúar. Þannig að við skulum sjá hvað setur í vikunni.“ Muni ekki draga fólk í dilka Efling hefur í viðræðunum lagt mikla áherslu á að framfærslukostnaður á höfuðborgarsvæðinu sé hærri en annars staðar í landinu. Heyra mátti á Halldóri Benjamín að hann teldi þann málflutning ekki vænlegan til árangurs í viðræðunum. „Samtök atvinnulífsins munu aldrei, undir neinum kringumstæðum, fara að draga landsmenn í dilka eftir því hvar þeir búa og borga mishá laun, kjarasamningsbundin laun, eftir því hvort fólk býr í Reykjavík eða annarsstaðar. Að mínu viti gengur það algerlega gegn óskrifuðum samfélagssáttmála, og yfir þá línu munu Samtök atvinnulífsins ekki stíga,“ sagði Halldór Benjamín. „Við höfum sagt að það sé mjög erfitt, og í raun ógerningur, að draga einhvern einn hóp manna út úr þessu, og við verðum að hafa í huga að félagssvæði Eflingar er miklu stærra en bara Reykjavík. Það nær upp í Grafningshrepp, Þorlákshöfn, Hveragerði og víðar.“ Afturvirkni ekki í boði eftir miðvikudag Þá sagði hann að trúnaður SA lægi gagnvart þeim 80.000 sem þegar hefði verið samið við, víðsvegar um landið. „Og hvers vegna? Jú, viðsemjendur okkar verða að geta treyst því að þegar Samtök atvinnulífsins undirrita kjarasamning við þau, þá munum við ekki snúa okkur við og semja síðan um eitthvað meira við einhvern annan. Að þessu leyti erum við bundin í báða skó. Og við höfum talað mjög skýrt við Eflingu. Við höfum boðið þeim kjarasamning Starfsgreinasambandsins, sem hefur farið í atvkæðagreiðslu hjá öllum félögum Starfsgreinasambandsins nema Eflingu og verið samþykktur.“ Engu að síður standi vilji SA til þess að klára samning við Eflingu hratt og örugglega, og talað skýrt um það. SA sé tilbúið að teygja sig og koma til móts við einstaka atriði sem Efling hafi áhuga á, að því gefnu að það sé sambærilegt við kjarasamning Starfsgreinasambandsins. „Á þetta hefur því miður ekki verið hlustað, og því erum við stödd þar sem við erum stödd í dag.“ Aðspurður hvort afturvirkni samninga til 1. nóvember yrði enn á borðinu eftir 11. janúar, daginn sem tilboð SA rennur úr gildi, var Halldór Benjamín með svar á reiðum höndum. „Nei. Þá er hún ekki í boði. Svo einfalt er það.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46
Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08