Eiður Smári minnist Vialli: „Hvíl í friði Luca“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. janúar 2023 14:00 Eiður Smári Guðjohnsen Vísir/Hulda Margrét Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur minnst ítölsku goðsagnarinnar Gianluca Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram en Vialli tapaði baráttunni við krabbamein fyrir helgi. Vialli lést á föstudag eftir baráttu við krabbamein í brisi. Eiður Smári, sem er á meðal fremstu fótboltamanna í sögu lands og þjóðar, minnist Vialli eftir fráfall hans. Vialli er sá sem fékk Eið Smára til liðs við Chelsea sumarið 2000, en Eiður hafði þá leikið vel með Bolton í næst efstu deild á Englandi. Eiður heiðrar minningu Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram og vitnar í fyrstu samskiptum sínum við Ítalann. View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) „Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli. Ég vildi tala við þig um að koma til Chelsea í sumar. Ég er sannfærður um að þú sért tilbúinn að taka næsta skref á þínum ferli og ég vil sjá þig í bláu treyjunni á næsta tímabili,“ hefur Eiður eftir Vialli. „Það má með sanni segja að þú náðir mér þegar þú sagðir: „Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli“. Ég er afar þakklátur og heiðraður að hafa fengið að kynnast þér, innan sem utan vallar. Hvíl í friði Luca.“ segir Eiður á Instagram. Samstarf sem varði skammt Samstarf Eiðs og Vialli entist ekki lengi í Lundúnum en þeir unnu saman Samfélagsskjöldinn haustið 2000. Vialli var hins vegar sagt upp störfum hjá liðinu þegar aðeins fimm leikir voru liðnir á tímabilið í ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu til fimm titla á þremur árum, frá því að hann tók við árið 1997. Vialli stýrði Chelsea til sigurs í Samfélagsskildinum þar sem Eiður Smári var á meðal leikmanna. Hann var horfinn á braut skömmu síðar.Getty Images Chelsea vann enska deildabikarinn, Evrópukeppni bikarhafa og Ofurbikar Evrópu undir stjórn Viallis árið 1998 og vann þá bæði FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn árið 2000. Ástæðan fyrir uppsögn hans er sögð hafa verið ósætti við leikmenn liðsins þar sem hann er sagður hafa misst traust Gianfranco Zola, Didier Deschamps og Dan Petrescu á meðal annarra. Vialli tók við þjálfun Watford ári síðar og var þar knattspyrnustjóri annars íslensks landsliðsmanns, Heiðar Helgusonar, leiktíðina 2001 til 2002 en var sagt upp störfum þar sem gengi liðsins í B-deildinni ensku var undir væntingum. Næsta starf hans í þjálfun var ekki fyrr en tæpum tuttugu árum síðar en hann var í þjálfarateymi ítalska landsliðsins sem fagnaði sigri á Evrópumóti karla í fótbolta sumarið 2021. Heiðar Helguson lék undir stjórn Viallis hjá Watford.Getty Images Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Andlát Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Vialli lést á föstudag eftir baráttu við krabbamein í brisi. Eiður Smári, sem er á meðal fremstu fótboltamanna í sögu lands og þjóðar, minnist Vialli eftir fráfall hans. Vialli er sá sem fékk Eið Smára til liðs við Chelsea sumarið 2000, en Eiður hafði þá leikið vel með Bolton í næst efstu deild á Englandi. Eiður heiðrar minningu Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram og vitnar í fyrstu samskiptum sínum við Ítalann. View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) „Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli. Ég vildi tala við þig um að koma til Chelsea í sumar. Ég er sannfærður um að þú sért tilbúinn að taka næsta skref á þínum ferli og ég vil sjá þig í bláu treyjunni á næsta tímabili,“ hefur Eiður eftir Vialli. „Það má með sanni segja að þú náðir mér þegar þú sagðir: „Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli“. Ég er afar þakklátur og heiðraður að hafa fengið að kynnast þér, innan sem utan vallar. Hvíl í friði Luca.“ segir Eiður á Instagram. Samstarf sem varði skammt Samstarf Eiðs og Vialli entist ekki lengi í Lundúnum en þeir unnu saman Samfélagsskjöldinn haustið 2000. Vialli var hins vegar sagt upp störfum hjá liðinu þegar aðeins fimm leikir voru liðnir á tímabilið í ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu til fimm titla á þremur árum, frá því að hann tók við árið 1997. Vialli stýrði Chelsea til sigurs í Samfélagsskildinum þar sem Eiður Smári var á meðal leikmanna. Hann var horfinn á braut skömmu síðar.Getty Images Chelsea vann enska deildabikarinn, Evrópukeppni bikarhafa og Ofurbikar Evrópu undir stjórn Viallis árið 1998 og vann þá bæði FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn árið 2000. Ástæðan fyrir uppsögn hans er sögð hafa verið ósætti við leikmenn liðsins þar sem hann er sagður hafa misst traust Gianfranco Zola, Didier Deschamps og Dan Petrescu á meðal annarra. Vialli tók við þjálfun Watford ári síðar og var þar knattspyrnustjóri annars íslensks landsliðsmanns, Heiðar Helgusonar, leiktíðina 2001 til 2002 en var sagt upp störfum þar sem gengi liðsins í B-deildinni ensku var undir væntingum. Næsta starf hans í þjálfun var ekki fyrr en tæpum tuttugu árum síðar en hann var í þjálfarateymi ítalska landsliðsins sem fagnaði sigri á Evrópumóti karla í fótbolta sumarið 2021. Heiðar Helguson lék undir stjórn Viallis hjá Watford.Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Andlát Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira