„KR í fortíðinni en nútíðin og framtíðin er hérna í Krikanum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2023 08:31 Kjartan Henry Finnbogason er mættur í FH. Vísir/Arnar Kjartan Henry Finnbogason kveðst spenntur fyrir næsta kafla á sínum ferli með FH, sem hann mun leika með í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Hann kemur til liðsins frá uppeldisfélaginu KR. „Ég átti mína fyrstu æfingu í gær þar sem var tekið vel á móti mér og ég er bara spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kjartan Henry um nýtt félag. Hann yfirgaf KR eftir stormasamar vikur þar sem hann var sakaður um ófagmannlega hegðun áður en þær ásakanir voru dregnar til baka. KR nýtti sér svo uppsagnarákvæði í samningi hans og ákvað Kjartan að kúpla sig út úr boltanum. „Það voru einhver símtöl og einhverjir sem höfðu samband en ég ákvað það nú eftir að samningum mínum var sagt upp [hjá KR] að ég myndi fara í smá frí og hugsa um eitthvað annað en fótbolta. Svo ég fór erlendis með fjölskyldunni yfir jólin,“ „Svo þegar maður kemur heim í janúar þá byrjar mann að kitla og þegar FH hafði samband, þá var það engin spurning,“ segir Kjartan Henry. Klippa: þetta var no brainer fyrir mig, Spennandi að vinna með teyminu En af hverju var aldrei spurning um að fara í FH? „Það er svo margt. Hér eru frábærar aðstæður og góður leikmannahópur sem spilaði undir getu í fyrra. Ég þekki til í hópnum og auðvitað er þetta þjálfarateymi sem mér finnst spennandi að vinna með. Þannig að þetta var no brainer fyrir mig,“ segir Kjartan. Heimir Guðjónsson, sem er uppalinn í KR líkt og Kjartan, var ráðinn þjálfari FH eftir síðustu leiktíð. Honum til aðstoðar verður Sigurvin Ólafsson, sem var í teyminu hjá KR síðasta sumar áður en hann færði sig til FH á miðju sumri. Þarf ekkert að sanna fyrir KR Hann vill þá algjörlega skilja sig frá KR eftir það sem gekk á í haust og einblína á nýjan kafla. „Já, algjörlega, þú orðar það ágætlega. Það svolítið liðið, nokkrir mánuðir, þó mér finnist það vera lengra en það. Það er bara í fortíðinni en nútíðin og framtíðin er hérna í Krikanum hjá mér. Það er bara spennandi að kynnast nýju fólki og nýju félagi,“ „Ég hef ekki neitt að sanna [fyrir þeim hjá KR] eða neitt slíkt. Auðvitað er maður í góðu standi og fótboltaferillinn er stuttur. Mér finnst gaman að skora mörk og ég fékk tækifæri hér hjá FH og ég ætla að borga það til baka með mörkum og miðla af minni reynslu til ungra og efnilegra leikmanna sem eru hér fyrir,“ Kjartan kveðst hungraður fyrir sumarið, eftir að hafa spilað lítið í fyrra. „Ekki spurning. Ég er að verða seinn á æfingu og er mjög spenntur,“ Stefnt að viðsnúningi FH lenti í allskyns brasi á síðustu leiktíð og bjargaði sér naumlega frá falli í Lengjudeildina. Félagið hefur hins vegar verið á meðal þeirra stærstu undanfarin ár og segir Kjartan að stefnt sé að viðsnúningi. „Ég veit að hér er alltaf stefnt hátt. Síðasta tímabil er búið og eins og ég sagði áðan þá endurspeglar leikmannahópurinn alls ekki það gengi, en stundum er þetta svona. Blessunarlega héldu þeir sér uppi og svo er bara að keyra á þetta, bretta upp ermar og láta verkin tala,“ Ekkert ákeðið með fagn í Vesturbæ Mörgum KR-ingnum sárnaði við að sjá Kjartan Henry í treyju FH þegar hann var kynntur til leiks hjá félaginu í gær. Kjartan segir hins vegar ríg milli félaganna síðustu ár ekki hafa hvarflað að sér þegar hann ákvað að slá til í Hafnarfirði. „Nei, bara alls ekki. Mér hefur alltaf liðið vel hérna í Krikanum og iðulega skorað mörk. Ég sé ekki af hverju það ætti að breytast núna,“ Aðspurður hvort hann muni fagna ef hann skorar á Meistaravöllum á komandi sumri segir Kjartan: „Ég er ekki kominn þangað. Við skulum tala um það þegar við komum að þeirri brú.“ Besta deild karla FH KR Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
„Ég átti mína fyrstu æfingu í gær þar sem var tekið vel á móti mér og ég er bara spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kjartan Henry um nýtt félag. Hann yfirgaf KR eftir stormasamar vikur þar sem hann var sakaður um ófagmannlega hegðun áður en þær ásakanir voru dregnar til baka. KR nýtti sér svo uppsagnarákvæði í samningi hans og ákvað Kjartan að kúpla sig út úr boltanum. „Það voru einhver símtöl og einhverjir sem höfðu samband en ég ákvað það nú eftir að samningum mínum var sagt upp [hjá KR] að ég myndi fara í smá frí og hugsa um eitthvað annað en fótbolta. Svo ég fór erlendis með fjölskyldunni yfir jólin,“ „Svo þegar maður kemur heim í janúar þá byrjar mann að kitla og þegar FH hafði samband, þá var það engin spurning,“ segir Kjartan Henry. Klippa: þetta var no brainer fyrir mig, Spennandi að vinna með teyminu En af hverju var aldrei spurning um að fara í FH? „Það er svo margt. Hér eru frábærar aðstæður og góður leikmannahópur sem spilaði undir getu í fyrra. Ég þekki til í hópnum og auðvitað er þetta þjálfarateymi sem mér finnst spennandi að vinna með. Þannig að þetta var no brainer fyrir mig,“ segir Kjartan. Heimir Guðjónsson, sem er uppalinn í KR líkt og Kjartan, var ráðinn þjálfari FH eftir síðustu leiktíð. Honum til aðstoðar verður Sigurvin Ólafsson, sem var í teyminu hjá KR síðasta sumar áður en hann færði sig til FH á miðju sumri. Þarf ekkert að sanna fyrir KR Hann vill þá algjörlega skilja sig frá KR eftir það sem gekk á í haust og einblína á nýjan kafla. „Já, algjörlega, þú orðar það ágætlega. Það svolítið liðið, nokkrir mánuðir, þó mér finnist það vera lengra en það. Það er bara í fortíðinni en nútíðin og framtíðin er hérna í Krikanum hjá mér. Það er bara spennandi að kynnast nýju fólki og nýju félagi,“ „Ég hef ekki neitt að sanna [fyrir þeim hjá KR] eða neitt slíkt. Auðvitað er maður í góðu standi og fótboltaferillinn er stuttur. Mér finnst gaman að skora mörk og ég fékk tækifæri hér hjá FH og ég ætla að borga það til baka með mörkum og miðla af minni reynslu til ungra og efnilegra leikmanna sem eru hér fyrir,“ Kjartan kveðst hungraður fyrir sumarið, eftir að hafa spilað lítið í fyrra. „Ekki spurning. Ég er að verða seinn á æfingu og er mjög spenntur,“ Stefnt að viðsnúningi FH lenti í allskyns brasi á síðustu leiktíð og bjargaði sér naumlega frá falli í Lengjudeildina. Félagið hefur hins vegar verið á meðal þeirra stærstu undanfarin ár og segir Kjartan að stefnt sé að viðsnúningi. „Ég veit að hér er alltaf stefnt hátt. Síðasta tímabil er búið og eins og ég sagði áðan þá endurspeglar leikmannahópurinn alls ekki það gengi, en stundum er þetta svona. Blessunarlega héldu þeir sér uppi og svo er bara að keyra á þetta, bretta upp ermar og láta verkin tala,“ Ekkert ákeðið með fagn í Vesturbæ Mörgum KR-ingnum sárnaði við að sjá Kjartan Henry í treyju FH þegar hann var kynntur til leiks hjá félaginu í gær. Kjartan segir hins vegar ríg milli félaganna síðustu ár ekki hafa hvarflað að sér þegar hann ákvað að slá til í Hafnarfirði. „Nei, bara alls ekki. Mér hefur alltaf liðið vel hérna í Krikanum og iðulega skorað mörk. Ég sé ekki af hverju það ætti að breytast núna,“ Aðspurður hvort hann muni fagna ef hann skorar á Meistaravöllum á komandi sumri segir Kjartan: „Ég er ekki kominn þangað. Við skulum tala um það þegar við komum að þeirri brú.“
Besta deild karla FH KR Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti