Svifryki slegið í augu Reykvíkinga Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 13. janúar 2023 08:00 Loftmengunin í borginni rataði í fréttir í síðustu viku og eins og svo oft áður nýtti borgarstjóri tækifærið til að kenna nagladekkjum alfarið um, þótt lítið sé um slit á malbiki vegna nagladekkja enda snjómokstur arfaslæmur. Ástæða loftmenguninnar núna er sú að allur sá útblástur sem er venjulega vegna bruna jarðefnaeldsneyta í bensín og díselbílunum, skipanna í höfninni o.s.frv. hefur ekki fokið í burtu heldur legið yfir borginni í logninu. Þetta ætti borgarstjóri að vita, nema honum hafi láðst að kynna sér málið og lét það ekkert stoppa sig nú frekar en fyrri daginn. Staðreyndin er sú að uppskriftin af svifryki er mismunandi eftir veðri og umferð. Til dæmis má vænta hærra hlufalls vegryks og jarðvegs á þurrum dögum, en að sót vegna bruna jarðefnaeldsneyta og salt sé meira áberandi þegar úrkoma er eða snjór á jörðu. Ef við tökum nagladekkinn sérstaklega út fyrir sviga að þá mældist til dæmis engin verulegur munur á malbiksryki á nagladekkjatímabilinu fyrir 15. apríl og eftir í mælingum Eflu frá 2015. Þetta segir okkur að það er erfitt að tilgreina hversu mikið af malbiksryki í svifrykinu megi rekja til nagladekkjana eingöngu. Því er ekki gefið að dekkjaskiptin ein og sér hafi haldbær áhrif á loftmengun í Reykjavík, þótt nagladekkin slíti sannarlega meira malbiki en venjuleg dekk, því framlag nagladekkjanna til loftmenguninnar er svo mörgu háð t.d. veðri, gæðum dekkjanna og gerð malbiksins. Aðra sögu er að segja um sótið sem er stór uppspretta svifryks. Þannig ef markmiðið er að koma varanlegu höggi á loftmengun í borginni þarf fyrst og fremst að styðja við rafvæðingu bílaflotans. Hin áhrifaríkasta leiðin til að draga strax úr loftmengun er einfaldlega að þrífa göturnar oft og rykbinda, það er vel staðfest, og þar sem orkuskiptin gerast ekki á einni nóttu ættum við að setja fullan þunga í þrifin. Hvers vegna tönnlast borgarstjóri þá á nagladekkjunum? Mögulega er það vegna þess að á meðan umræðan snýst um nagladekk snýst hún ekki um það að meirihlutinn í borgarstjórn hefur fengið algjöra falleinkunn í götuþrifum og rykbindingu. Þarna fannst þeim mikilvægt að spara en tókst þó að koma borgarsjóði í 400 milljarða króna skuld og viti menn nú kallar borgarstjóri eftir fleiri gjaldtökum á Reykvíkinga, berandi nagladekkin fyrir sig. Þannig hefur Samfylkingin og samstarfsflokkar hennar starfað síðast liðinn 15 ár. Eyða um efni fram og finna sér svo grýlu til að réttlæta auka gjaldtöku í nafni einhverra óljósra framfaravona, en það eina sem gerist er að við borgum öll meira fyrir minna. Öfugmælin eru algjör. Í stað þess að efla götuþrifin og rykbindingu ákvað meirihlutinn í borgarstjórn að byrja árið á því að fækka hvötum þess að skipta yfir á rafmagnsbíl og hefja aftur gjaldtöku á rafbílastæðum sem áður voru gjaldfrjáls. Svona vinnubrögð eru ágætis leið til að uppskera brostnar væntingar í baráttunni við loftmengun. Við gætum verið að beina tíma starfsfólks og skattfé í mun kröftugri aðgerðir en þess í stað er svifrykinu bara slegið í augu Reykvíkinga svo borgarstjóri geti fjölgað gjaldstofnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Umhverfismál Umferð Loftgæði Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Loftmengunin í borginni rataði í fréttir í síðustu viku og eins og svo oft áður nýtti borgarstjóri tækifærið til að kenna nagladekkjum alfarið um, þótt lítið sé um slit á malbiki vegna nagladekkja enda snjómokstur arfaslæmur. Ástæða loftmenguninnar núna er sú að allur sá útblástur sem er venjulega vegna bruna jarðefnaeldsneyta í bensín og díselbílunum, skipanna í höfninni o.s.frv. hefur ekki fokið í burtu heldur legið yfir borginni í logninu. Þetta ætti borgarstjóri að vita, nema honum hafi láðst að kynna sér málið og lét það ekkert stoppa sig nú frekar en fyrri daginn. Staðreyndin er sú að uppskriftin af svifryki er mismunandi eftir veðri og umferð. Til dæmis má vænta hærra hlufalls vegryks og jarðvegs á þurrum dögum, en að sót vegna bruna jarðefnaeldsneyta og salt sé meira áberandi þegar úrkoma er eða snjór á jörðu. Ef við tökum nagladekkinn sérstaklega út fyrir sviga að þá mældist til dæmis engin verulegur munur á malbiksryki á nagladekkjatímabilinu fyrir 15. apríl og eftir í mælingum Eflu frá 2015. Þetta segir okkur að það er erfitt að tilgreina hversu mikið af malbiksryki í svifrykinu megi rekja til nagladekkjana eingöngu. Því er ekki gefið að dekkjaskiptin ein og sér hafi haldbær áhrif á loftmengun í Reykjavík, þótt nagladekkin slíti sannarlega meira malbiki en venjuleg dekk, því framlag nagladekkjanna til loftmenguninnar er svo mörgu háð t.d. veðri, gæðum dekkjanna og gerð malbiksins. Aðra sögu er að segja um sótið sem er stór uppspretta svifryks. Þannig ef markmiðið er að koma varanlegu höggi á loftmengun í borginni þarf fyrst og fremst að styðja við rafvæðingu bílaflotans. Hin áhrifaríkasta leiðin til að draga strax úr loftmengun er einfaldlega að þrífa göturnar oft og rykbinda, það er vel staðfest, og þar sem orkuskiptin gerast ekki á einni nóttu ættum við að setja fullan þunga í þrifin. Hvers vegna tönnlast borgarstjóri þá á nagladekkjunum? Mögulega er það vegna þess að á meðan umræðan snýst um nagladekk snýst hún ekki um það að meirihlutinn í borgarstjórn hefur fengið algjöra falleinkunn í götuþrifum og rykbindingu. Þarna fannst þeim mikilvægt að spara en tókst þó að koma borgarsjóði í 400 milljarða króna skuld og viti menn nú kallar borgarstjóri eftir fleiri gjaldtökum á Reykvíkinga, berandi nagladekkin fyrir sig. Þannig hefur Samfylkingin og samstarfsflokkar hennar starfað síðast liðinn 15 ár. Eyða um efni fram og finna sér svo grýlu til að réttlæta auka gjaldtöku í nafni einhverra óljósra framfaravona, en það eina sem gerist er að við borgum öll meira fyrir minna. Öfugmælin eru algjör. Í stað þess að efla götuþrifin og rykbindingu ákvað meirihlutinn í borgarstjórn að byrja árið á því að fækka hvötum þess að skipta yfir á rafmagnsbíl og hefja aftur gjaldtöku á rafbílastæðum sem áður voru gjaldfrjáls. Svona vinnubrögð eru ágætis leið til að uppskera brostnar væntingar í baráttunni við loftmengun. Við gætum verið að beina tíma starfsfólks og skattfé í mun kröftugri aðgerðir en þess í stað er svifrykinu bara slegið í augu Reykvíkinga svo borgarstjóri geti fjölgað gjaldstofnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun