„Þetta er bara ein hindrun á leiðinni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2023 21:50 Björgvin Páll var kampakátur í leikslok. Vísir/Vilhelm „Þetta var geggjað allt frá því að þjóðsöngurinn byrjaði. Það kom ákveðin gæsahúð sem fylgdi okkur út leikinn,“ sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eftir fjögurra marka sigur Íslands gegn Portúgal á HM í handbolta, lokatölur 30-26. Ísland hóf HM í handbolta með góðum sigri eftir að staðan var jöfn 15-15 í hálfleik. Segja má að Ísland hafi verið á heimavelli í Kristianstad í kvöld. „Yndislegt að koma hérna, vera á heimavelli og kveikja í höllinni með góðri byrjun. Frábært kvöld að baki.“ Björgvin Páll byrjaði leik kvöldsins en talið var að Viktor Gísli Hallgrímsson myndi byrja í marki Íslands í kvöld. Markvörðurinn segir það ekki skipta þá félaga öllu máli. „Við erum í löngu móti og ætlum okkur að fara langt, þá þurfum við á öllum að halda. Hvort sem ég eða Viktor byrjum skiptir engu máli. Það sem skiptir máli er að við verjum boltana og vinnum leikina, það heppnaðist vel í dag. Viktor kom inn og tók mikilvæga bolta þegar á reyndi.“ Björgvin Páll fékk skot í höfuðið og hvíldi örlítið í kjölfarið. „Var smeykur, meira það. Í beini framhaldi fengu þeir víti sem Viktor varði og þá vildi ég gefa mér smá tíma til að meta stöðuna með sjúkraþjálfaranum. Þetta er ekki fyrsta skotið sem ég fæ í hausinn, þekki sjálfan mig ágætlega. Vildi bara gefa mér nokkrar mínútur til að skoða þetta. Viktor var góður og það var ekkert stress að koma aftur inn á. Svo kom kallið, þá var ég mættur og engir eftirmálar af þessu.“ „Þetta var frábær leikur og gaman að geta glatt stúkuna með sigri. Frábært að byrja mótið svona gegn hörkuliði, fólk áttar sig ekki alveg á hvað þeir eru góðir. Við setjum pressu á okkur sjálfa og ætlum okkur langt, þetta er bara ein hindrun á leiðinni. Þetta skilar engu ef við töpum á móti Ungverjum,“ sagði Björgvin Páll að endingu en ásamt því að verja vel þá gerði hann sér lítið fyrir og skoraði eitt mark í kvöld. Klippa: Björgvin Páll eftir sigurinn á Portúgal: Frábært kvöld að baki Handbolti HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Twitter fór mikinn: „Björgvin varði aftur! ÓMÆGOD! VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ VERÐA HEIMSMEISTARAR!“ Ísland hóf HM í handbolta með fjögurra marka sigri á Portúgal, lokatölur 30-26. Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik og spennustigið mjög hátt, bæði innan vallar sem og á Twitter þar sem Íslendingar fóru mikinn eins og svo oft áður. 12. janúar 2023 22:20 Einkunnir strákanna á móti Portúgal: Björgvin fær sexuna og þrír með fimmu Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 22:04 Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Bjarki skipti í gírinn í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann flottan fjögurra marka sigur á Portúgal, 30-26, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 21:45 „Var ekki að hitta en skal bæta það upp í næsta leik“ „Alltaf gott að klára fyrsta leik,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Portúgal í fyrsta leik HM í handbolta. Aron var mjög ánægður með að landa sigri í fyrsta leik þó hann, og liðið í heild, hafi ekki verið upp á sitt besta sóknarlega. 12. janúar 2023 21:30 „Maður felldi tár yfir þessum stórkostlegu stuðningsmönnum“ „Þetta er búið að vera erfiður aðdragandi. Ég skal alveg játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, aðspurður hvort sigurinn gegn Portúgal í kvöld hafi tekið á taugarnar. Ísland vann fjögurra marka sigur, 30-26, í fyrsta leik sínum á HM og Guðmundi var mjög létt enda andstæðingur kvöldsins ekkert lamb að leika sér við. 12. janúar 2023 22:12 Bjarki átti erfitt með sig þegar þjálfari Portúgals útskýrði heyrnartólin Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Portúgals á HM í handbolta kom sumt sérstakt fram. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, fréttamaður RÚV, spurði Paulo Fidalgo, sem stýrði Portúgal í kvöld, af hverju hann hefði verið með heyrnatól allan leikinn. 12. janúar 2023 21:55 Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira
Ísland hóf HM í handbolta með góðum sigri eftir að staðan var jöfn 15-15 í hálfleik. Segja má að Ísland hafi verið á heimavelli í Kristianstad í kvöld. „Yndislegt að koma hérna, vera á heimavelli og kveikja í höllinni með góðri byrjun. Frábært kvöld að baki.“ Björgvin Páll byrjaði leik kvöldsins en talið var að Viktor Gísli Hallgrímsson myndi byrja í marki Íslands í kvöld. Markvörðurinn segir það ekki skipta þá félaga öllu máli. „Við erum í löngu móti og ætlum okkur að fara langt, þá þurfum við á öllum að halda. Hvort sem ég eða Viktor byrjum skiptir engu máli. Það sem skiptir máli er að við verjum boltana og vinnum leikina, það heppnaðist vel í dag. Viktor kom inn og tók mikilvæga bolta þegar á reyndi.“ Björgvin Páll fékk skot í höfuðið og hvíldi örlítið í kjölfarið. „Var smeykur, meira það. Í beini framhaldi fengu þeir víti sem Viktor varði og þá vildi ég gefa mér smá tíma til að meta stöðuna með sjúkraþjálfaranum. Þetta er ekki fyrsta skotið sem ég fæ í hausinn, þekki sjálfan mig ágætlega. Vildi bara gefa mér nokkrar mínútur til að skoða þetta. Viktor var góður og það var ekkert stress að koma aftur inn á. Svo kom kallið, þá var ég mættur og engir eftirmálar af þessu.“ „Þetta var frábær leikur og gaman að geta glatt stúkuna með sigri. Frábært að byrja mótið svona gegn hörkuliði, fólk áttar sig ekki alveg á hvað þeir eru góðir. Við setjum pressu á okkur sjálfa og ætlum okkur langt, þetta er bara ein hindrun á leiðinni. Þetta skilar engu ef við töpum á móti Ungverjum,“ sagði Björgvin Páll að endingu en ásamt því að verja vel þá gerði hann sér lítið fyrir og skoraði eitt mark í kvöld. Klippa: Björgvin Páll eftir sigurinn á Portúgal: Frábært kvöld að baki
Handbolti HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Twitter fór mikinn: „Björgvin varði aftur! ÓMÆGOD! VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ VERÐA HEIMSMEISTARAR!“ Ísland hóf HM í handbolta með fjögurra marka sigri á Portúgal, lokatölur 30-26. Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik og spennustigið mjög hátt, bæði innan vallar sem og á Twitter þar sem Íslendingar fóru mikinn eins og svo oft áður. 12. janúar 2023 22:20 Einkunnir strákanna á móti Portúgal: Björgvin fær sexuna og þrír með fimmu Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 22:04 Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Bjarki skipti í gírinn í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann flottan fjögurra marka sigur á Portúgal, 30-26, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 21:45 „Var ekki að hitta en skal bæta það upp í næsta leik“ „Alltaf gott að klára fyrsta leik,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Portúgal í fyrsta leik HM í handbolta. Aron var mjög ánægður með að landa sigri í fyrsta leik þó hann, og liðið í heild, hafi ekki verið upp á sitt besta sóknarlega. 12. janúar 2023 21:30 „Maður felldi tár yfir þessum stórkostlegu stuðningsmönnum“ „Þetta er búið að vera erfiður aðdragandi. Ég skal alveg játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, aðspurður hvort sigurinn gegn Portúgal í kvöld hafi tekið á taugarnar. Ísland vann fjögurra marka sigur, 30-26, í fyrsta leik sínum á HM og Guðmundi var mjög létt enda andstæðingur kvöldsins ekkert lamb að leika sér við. 12. janúar 2023 22:12 Bjarki átti erfitt með sig þegar þjálfari Portúgals útskýrði heyrnartólin Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Portúgals á HM í handbolta kom sumt sérstakt fram. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, fréttamaður RÚV, spurði Paulo Fidalgo, sem stýrði Portúgal í kvöld, af hverju hann hefði verið með heyrnatól allan leikinn. 12. janúar 2023 21:55 Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira
Twitter fór mikinn: „Björgvin varði aftur! ÓMÆGOD! VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ VERÐA HEIMSMEISTARAR!“ Ísland hóf HM í handbolta með fjögurra marka sigri á Portúgal, lokatölur 30-26. Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik og spennustigið mjög hátt, bæði innan vallar sem og á Twitter þar sem Íslendingar fóru mikinn eins og svo oft áður. 12. janúar 2023 22:20
Einkunnir strákanna á móti Portúgal: Björgvin fær sexuna og þrír með fimmu Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 22:04
Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Bjarki skipti í gírinn í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann flottan fjögurra marka sigur á Portúgal, 30-26, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 21:45
„Var ekki að hitta en skal bæta það upp í næsta leik“ „Alltaf gott að klára fyrsta leik,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Portúgal í fyrsta leik HM í handbolta. Aron var mjög ánægður með að landa sigri í fyrsta leik þó hann, og liðið í heild, hafi ekki verið upp á sitt besta sóknarlega. 12. janúar 2023 21:30
„Maður felldi tár yfir þessum stórkostlegu stuðningsmönnum“ „Þetta er búið að vera erfiður aðdragandi. Ég skal alveg játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, aðspurður hvort sigurinn gegn Portúgal í kvöld hafi tekið á taugarnar. Ísland vann fjögurra marka sigur, 30-26, í fyrsta leik sínum á HM og Guðmundi var mjög létt enda andstæðingur kvöldsins ekkert lamb að leika sér við. 12. janúar 2023 22:12
Bjarki átti erfitt með sig þegar þjálfari Portúgals útskýrði heyrnartólin Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Portúgals á HM í handbolta kom sumt sérstakt fram. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, fréttamaður RÚV, spurði Paulo Fidalgo, sem stýrði Portúgal í kvöld, af hverju hann hefði verið með heyrnatól allan leikinn. 12. janúar 2023 21:55