„Þetta er bara ein hindrun á leiðinni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2023 21:50 Björgvin Páll var kampakátur í leikslok. Vísir/Vilhelm „Þetta var geggjað allt frá því að þjóðsöngurinn byrjaði. Það kom ákveðin gæsahúð sem fylgdi okkur út leikinn,“ sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eftir fjögurra marka sigur Íslands gegn Portúgal á HM í handbolta, lokatölur 30-26. Ísland hóf HM í handbolta með góðum sigri eftir að staðan var jöfn 15-15 í hálfleik. Segja má að Ísland hafi verið á heimavelli í Kristianstad í kvöld. „Yndislegt að koma hérna, vera á heimavelli og kveikja í höllinni með góðri byrjun. Frábært kvöld að baki.“ Björgvin Páll byrjaði leik kvöldsins en talið var að Viktor Gísli Hallgrímsson myndi byrja í marki Íslands í kvöld. Markvörðurinn segir það ekki skipta þá félaga öllu máli. „Við erum í löngu móti og ætlum okkur að fara langt, þá þurfum við á öllum að halda. Hvort sem ég eða Viktor byrjum skiptir engu máli. Það sem skiptir máli er að við verjum boltana og vinnum leikina, það heppnaðist vel í dag. Viktor kom inn og tók mikilvæga bolta þegar á reyndi.“ Björgvin Páll fékk skot í höfuðið og hvíldi örlítið í kjölfarið. „Var smeykur, meira það. Í beini framhaldi fengu þeir víti sem Viktor varði og þá vildi ég gefa mér smá tíma til að meta stöðuna með sjúkraþjálfaranum. Þetta er ekki fyrsta skotið sem ég fæ í hausinn, þekki sjálfan mig ágætlega. Vildi bara gefa mér nokkrar mínútur til að skoða þetta. Viktor var góður og það var ekkert stress að koma aftur inn á. Svo kom kallið, þá var ég mættur og engir eftirmálar af þessu.“ „Þetta var frábær leikur og gaman að geta glatt stúkuna með sigri. Frábært að byrja mótið svona gegn hörkuliði, fólk áttar sig ekki alveg á hvað þeir eru góðir. Við setjum pressu á okkur sjálfa og ætlum okkur langt, þetta er bara ein hindrun á leiðinni. Þetta skilar engu ef við töpum á móti Ungverjum,“ sagði Björgvin Páll að endingu en ásamt því að verja vel þá gerði hann sér lítið fyrir og skoraði eitt mark í kvöld. Klippa: Björgvin Páll eftir sigurinn á Portúgal: Frábært kvöld að baki Handbolti HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Twitter fór mikinn: „Björgvin varði aftur! ÓMÆGOD! VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ VERÐA HEIMSMEISTARAR!“ Ísland hóf HM í handbolta með fjögurra marka sigri á Portúgal, lokatölur 30-26. Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik og spennustigið mjög hátt, bæði innan vallar sem og á Twitter þar sem Íslendingar fóru mikinn eins og svo oft áður. 12. janúar 2023 22:20 Einkunnir strákanna á móti Portúgal: Björgvin fær sexuna og þrír með fimmu Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 22:04 Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Bjarki skipti í gírinn í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann flottan fjögurra marka sigur á Portúgal, 30-26, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 21:45 „Var ekki að hitta en skal bæta það upp í næsta leik“ „Alltaf gott að klára fyrsta leik,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Portúgal í fyrsta leik HM í handbolta. Aron var mjög ánægður með að landa sigri í fyrsta leik þó hann, og liðið í heild, hafi ekki verið upp á sitt besta sóknarlega. 12. janúar 2023 21:30 „Maður felldi tár yfir þessum stórkostlegu stuðningsmönnum“ „Þetta er búið að vera erfiður aðdragandi. Ég skal alveg játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, aðspurður hvort sigurinn gegn Portúgal í kvöld hafi tekið á taugarnar. Ísland vann fjögurra marka sigur, 30-26, í fyrsta leik sínum á HM og Guðmundi var mjög létt enda andstæðingur kvöldsins ekkert lamb að leika sér við. 12. janúar 2023 22:12 Bjarki átti erfitt með sig þegar þjálfari Portúgals útskýrði heyrnartólin Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Portúgals á HM í handbolta kom sumt sérstakt fram. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, fréttamaður RÚV, spurði Paulo Fidalgo, sem stýrði Portúgal í kvöld, af hverju hann hefði verið með heyrnatól allan leikinn. 12. janúar 2023 21:55 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Ísland hóf HM í handbolta með góðum sigri eftir að staðan var jöfn 15-15 í hálfleik. Segja má að Ísland hafi verið á heimavelli í Kristianstad í kvöld. „Yndislegt að koma hérna, vera á heimavelli og kveikja í höllinni með góðri byrjun. Frábært kvöld að baki.“ Björgvin Páll byrjaði leik kvöldsins en talið var að Viktor Gísli Hallgrímsson myndi byrja í marki Íslands í kvöld. Markvörðurinn segir það ekki skipta þá félaga öllu máli. „Við erum í löngu móti og ætlum okkur að fara langt, þá þurfum við á öllum að halda. Hvort sem ég eða Viktor byrjum skiptir engu máli. Það sem skiptir máli er að við verjum boltana og vinnum leikina, það heppnaðist vel í dag. Viktor kom inn og tók mikilvæga bolta þegar á reyndi.“ Björgvin Páll fékk skot í höfuðið og hvíldi örlítið í kjölfarið. „Var smeykur, meira það. Í beini framhaldi fengu þeir víti sem Viktor varði og þá vildi ég gefa mér smá tíma til að meta stöðuna með sjúkraþjálfaranum. Þetta er ekki fyrsta skotið sem ég fæ í hausinn, þekki sjálfan mig ágætlega. Vildi bara gefa mér nokkrar mínútur til að skoða þetta. Viktor var góður og það var ekkert stress að koma aftur inn á. Svo kom kallið, þá var ég mættur og engir eftirmálar af þessu.“ „Þetta var frábær leikur og gaman að geta glatt stúkuna með sigri. Frábært að byrja mótið svona gegn hörkuliði, fólk áttar sig ekki alveg á hvað þeir eru góðir. Við setjum pressu á okkur sjálfa og ætlum okkur langt, þetta er bara ein hindrun á leiðinni. Þetta skilar engu ef við töpum á móti Ungverjum,“ sagði Björgvin Páll að endingu en ásamt því að verja vel þá gerði hann sér lítið fyrir og skoraði eitt mark í kvöld. Klippa: Björgvin Páll eftir sigurinn á Portúgal: Frábært kvöld að baki
Handbolti HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Twitter fór mikinn: „Björgvin varði aftur! ÓMÆGOD! VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ VERÐA HEIMSMEISTARAR!“ Ísland hóf HM í handbolta með fjögurra marka sigri á Portúgal, lokatölur 30-26. Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik og spennustigið mjög hátt, bæði innan vallar sem og á Twitter þar sem Íslendingar fóru mikinn eins og svo oft áður. 12. janúar 2023 22:20 Einkunnir strákanna á móti Portúgal: Björgvin fær sexuna og þrír með fimmu Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 22:04 Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Bjarki skipti í gírinn í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann flottan fjögurra marka sigur á Portúgal, 30-26, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 21:45 „Var ekki að hitta en skal bæta það upp í næsta leik“ „Alltaf gott að klára fyrsta leik,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Portúgal í fyrsta leik HM í handbolta. Aron var mjög ánægður með að landa sigri í fyrsta leik þó hann, og liðið í heild, hafi ekki verið upp á sitt besta sóknarlega. 12. janúar 2023 21:30 „Maður felldi tár yfir þessum stórkostlegu stuðningsmönnum“ „Þetta er búið að vera erfiður aðdragandi. Ég skal alveg játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, aðspurður hvort sigurinn gegn Portúgal í kvöld hafi tekið á taugarnar. Ísland vann fjögurra marka sigur, 30-26, í fyrsta leik sínum á HM og Guðmundi var mjög létt enda andstæðingur kvöldsins ekkert lamb að leika sér við. 12. janúar 2023 22:12 Bjarki átti erfitt með sig þegar þjálfari Portúgals útskýrði heyrnartólin Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Portúgals á HM í handbolta kom sumt sérstakt fram. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, fréttamaður RÚV, spurði Paulo Fidalgo, sem stýrði Portúgal í kvöld, af hverju hann hefði verið með heyrnatól allan leikinn. 12. janúar 2023 21:55 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Twitter fór mikinn: „Björgvin varði aftur! ÓMÆGOD! VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ VERÐA HEIMSMEISTARAR!“ Ísland hóf HM í handbolta með fjögurra marka sigri á Portúgal, lokatölur 30-26. Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik og spennustigið mjög hátt, bæði innan vallar sem og á Twitter þar sem Íslendingar fóru mikinn eins og svo oft áður. 12. janúar 2023 22:20
Einkunnir strákanna á móti Portúgal: Björgvin fær sexuna og þrír með fimmu Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 22:04
Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Bjarki skipti í gírinn í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann flottan fjögurra marka sigur á Portúgal, 30-26, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 21:45
„Var ekki að hitta en skal bæta það upp í næsta leik“ „Alltaf gott að klára fyrsta leik,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Portúgal í fyrsta leik HM í handbolta. Aron var mjög ánægður með að landa sigri í fyrsta leik þó hann, og liðið í heild, hafi ekki verið upp á sitt besta sóknarlega. 12. janúar 2023 21:30
„Maður felldi tár yfir þessum stórkostlegu stuðningsmönnum“ „Þetta er búið að vera erfiður aðdragandi. Ég skal alveg játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, aðspurður hvort sigurinn gegn Portúgal í kvöld hafi tekið á taugarnar. Ísland vann fjögurra marka sigur, 30-26, í fyrsta leik sínum á HM og Guðmundi var mjög létt enda andstæðingur kvöldsins ekkert lamb að leika sér við. 12. janúar 2023 22:12
Bjarki átti erfitt með sig þegar þjálfari Portúgals útskýrði heyrnartólin Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Portúgals á HM í handbolta kom sumt sérstakt fram. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, fréttamaður RÚV, spurði Paulo Fidalgo, sem stýrði Portúgal í kvöld, af hverju hann hefði verið með heyrnatól allan leikinn. 12. janúar 2023 21:55