„Ert ekki með einhvern jólajeppa sem vinnur á á bílaverkstæði“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. janúar 2023 20:31 Í Handkastinu furðuðu menn sig á hversu fáar mínútur varamenn Íslands fengu í sigrinum gegn Portúgal. Vísir/Vilhelm Í nýjasta hlaðvarpsþætti HM Handkastsins var eðlilega farið yfir sigur Íslands á Portúgal. Þrátt fyrir góðan sigur hafa menn nú þegar áhyggjur af spiltíma sumra leikmanna Íslands og veltu fyrir sér af hverju fleiri leikmenn fengu ekki mínútur gegn Portúgal. Að venju er það Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn, sem stýrir HM Handkastinu en með honum að þessu sinni voru Styrmir Sigurðsson og svo Steve Dagskrá bræður, þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson. „Gummi [Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari] rúllaði á níu mönnum held ég. Bara Elliði Snær [Viðarsson] og Ýmir Örn [Gíslason] sem skipta og svo kemur Janus [Daði Smárason] inn í fjórar mínútur. Hann er að keyra á sama liðinu trekk í trekk.“ Arnar Daði hrósaði Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa, fyrir að spá þessu í HM pallborði Vísis í aðdraganda leiksins. „Þetta var það nákvæmlega það sama og hann sagði. Ég var hræddur því Ómar Ingi [Magnússon] virkaði þreyttur í fyrri leiknum á móti Þjóðverjum á lagardag og var hvíldur á sunnudag. Ég hef áhyggjur af þessu, það eru níu leikir í úrslitaleikinn.“ „Maður spyr sig, þegar þú ert kominn í svona klassa: Af hverju ætti Viggó [Kristjánsson] ekki að geta spilað tíu mínútur? Þú ert ekki með einhvern jólajeppa sem vinnur á á bílaverkstæði og mætir á þriðju hverju æfingu,“ sagði Arnar Daði einnig. „Þetta var ekki Teddi Ponza á bekknum, þetta voru alvöru gæjar þarna,“ skaut Vilhjálmur inn í. Umræðan um mínútufjölda leikmanna hefst þegar tæpar 40 mínútur eru liðnar af HM Handkastinu. Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Að venju er það Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn, sem stýrir HM Handkastinu en með honum að þessu sinni voru Styrmir Sigurðsson og svo Steve Dagskrá bræður, þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson. „Gummi [Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari] rúllaði á níu mönnum held ég. Bara Elliði Snær [Viðarsson] og Ýmir Örn [Gíslason] sem skipta og svo kemur Janus [Daði Smárason] inn í fjórar mínútur. Hann er að keyra á sama liðinu trekk í trekk.“ Arnar Daði hrósaði Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa, fyrir að spá þessu í HM pallborði Vísis í aðdraganda leiksins. „Þetta var það nákvæmlega það sama og hann sagði. Ég var hræddur því Ómar Ingi [Magnússon] virkaði þreyttur í fyrri leiknum á móti Þjóðverjum á lagardag og var hvíldur á sunnudag. Ég hef áhyggjur af þessu, það eru níu leikir í úrslitaleikinn.“ „Maður spyr sig, þegar þú ert kominn í svona klassa: Af hverju ætti Viggó [Kristjánsson] ekki að geta spilað tíu mínútur? Þú ert ekki með einhvern jólajeppa sem vinnur á á bílaverkstæði og mætir á þriðju hverju æfingu,“ sagði Arnar Daði einnig. „Þetta var ekki Teddi Ponza á bekknum, þetta voru alvöru gæjar þarna,“ skaut Vilhjálmur inn í. Umræðan um mínútufjölda leikmanna hefst þegar tæpar 40 mínútur eru liðnar af HM Handkastinu. Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira