Búið spil með tapi eða bjart útlit með aðstoð Portúgals? Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2023 10:31 Það er nóg eftir af HM og Ýmir Örn Gíslason og félagar ætla að svara fyrir sig eftir tapið svekkjandi gegn Ungverjum. VÍSIR/VILHELM Ef að úrslitin verða Íslandi í hag í lokaumferð D-riðils í dag á HM karla í handbolta mun Ísland enda í efsta sæti riðilsins, þrátt fyrir hið svekkjandi tap gegn Ungverjum á laugardag. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17 og má ekki við því að tapa því þá gæti liðið endað í neðsta sæti riðilsins og þurft að fara í Forsetabikarinn. Jafntefli eða sigur kæmi hins vegar Íslandi áfram í milliriðil ásamt Ungverjum og Portúgölum, með stigin tvö í farteskinu sem liðið fékk með sigrinum gegn Portúgal í síðustu viku. Og í milliriðlinum tæki við barátta um tvö laus sæti í 8-liða úrslitunum, þangað sem Ísland ætlar sér enda möguleiki á bæði verðlaunum og sæti á Ólympíuleikunum í París í húfi. Sigur Portúgals gæti komið Íslandi á toppinn Í þeirri baráttu gæti seinni leikur dagsins einnig skipt miklu máli fyrir Íslendinga en þá mætast Portúgal og Ungverjaland. Ef Portúgal vinnur Ungverja og Ísland vinnur Suður-Kóreu, enda Ísland, Ungverjaland og Portúgal með 4 stig hvert í riðlinum og taka 2 stig hvert áfram með sér í milliriðilinn. Innbyrðis markatala úr leikjunum þremur á milli Íslands, Ungverjalands og Portúgals myndi þá ráða stöðu þeirra. Ísland vann Portúgal 30-26 en tapaði 30-28 fyrir Ungverjalandi. Ísland yrði því efst í þessum hópi ef sigur Portúgals í kvöld yrði með að hámarki fimm marka mun (eða sex marka ef Portúgal skoraði ekki fleiri en 31 mark). Það gæti reynst dýrmætt í milliriðlinum, til að mynda ef liðin þrjú myndu öll tapa fyrir Svíþjóð en vinna Brasilíu og Grænhöfðaeyjar. Brasilía, Grænhöfðaeyjar og Svíþjóð bíða Komist Ísland í milliriðil er nefnilega nú þegar ljóst að þar bíða Brasilía, Grænhöfðaeyjar og Svíþjóð. Leikið verður í milliriðlinum á miðvikudag, föstudag og sunnudag, en það skýrist eftir leiki dagsins hvaða daga og klukkan hvað liðin mætast. Svíar hafa unnið afar örugga sigra gegn Brasilíu og Grænhöfðaeyjum og koma því í milliriðilinn með fjögur stig. Brasilía og Grænhöfðaeyjar mætast í dag og sigurliðið tekur með sér tvö stig, í baráttuna við liðin úr riðli Íslands. HM 2023 í handbolta Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Þetta var bara slys“ „Þetta var löng nótt og ég held ég hafi litið síðast á klukkuna 4:50,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Kristianstad í gær. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17:00 í lokaleik liðsins í riðlinum. 16. janúar 2023 09:00 „Mikið eftir af þessu móti“ „Mér hefur ekki oft liðið eins illa og eftir þetta tap,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari degi eftir martröðina gegn Ungverjum. 16. janúar 2023 08:01 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17 og má ekki við því að tapa því þá gæti liðið endað í neðsta sæti riðilsins og þurft að fara í Forsetabikarinn. Jafntefli eða sigur kæmi hins vegar Íslandi áfram í milliriðil ásamt Ungverjum og Portúgölum, með stigin tvö í farteskinu sem liðið fékk með sigrinum gegn Portúgal í síðustu viku. Og í milliriðlinum tæki við barátta um tvö laus sæti í 8-liða úrslitunum, þangað sem Ísland ætlar sér enda möguleiki á bæði verðlaunum og sæti á Ólympíuleikunum í París í húfi. Sigur Portúgals gæti komið Íslandi á toppinn Í þeirri baráttu gæti seinni leikur dagsins einnig skipt miklu máli fyrir Íslendinga en þá mætast Portúgal og Ungverjaland. Ef Portúgal vinnur Ungverja og Ísland vinnur Suður-Kóreu, enda Ísland, Ungverjaland og Portúgal með 4 stig hvert í riðlinum og taka 2 stig hvert áfram með sér í milliriðilinn. Innbyrðis markatala úr leikjunum þremur á milli Íslands, Ungverjalands og Portúgals myndi þá ráða stöðu þeirra. Ísland vann Portúgal 30-26 en tapaði 30-28 fyrir Ungverjalandi. Ísland yrði því efst í þessum hópi ef sigur Portúgals í kvöld yrði með að hámarki fimm marka mun (eða sex marka ef Portúgal skoraði ekki fleiri en 31 mark). Það gæti reynst dýrmætt í milliriðlinum, til að mynda ef liðin þrjú myndu öll tapa fyrir Svíþjóð en vinna Brasilíu og Grænhöfðaeyjar. Brasilía, Grænhöfðaeyjar og Svíþjóð bíða Komist Ísland í milliriðil er nefnilega nú þegar ljóst að þar bíða Brasilía, Grænhöfðaeyjar og Svíþjóð. Leikið verður í milliriðlinum á miðvikudag, föstudag og sunnudag, en það skýrist eftir leiki dagsins hvaða daga og klukkan hvað liðin mætast. Svíar hafa unnið afar örugga sigra gegn Brasilíu og Grænhöfðaeyjum og koma því í milliriðilinn með fjögur stig. Brasilía og Grænhöfðaeyjar mætast í dag og sigurliðið tekur með sér tvö stig, í baráttuna við liðin úr riðli Íslands.
HM 2023 í handbolta Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Þetta var bara slys“ „Þetta var löng nótt og ég held ég hafi litið síðast á klukkuna 4:50,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Kristianstad í gær. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17:00 í lokaleik liðsins í riðlinum. 16. janúar 2023 09:00 „Mikið eftir af þessu móti“ „Mér hefur ekki oft liðið eins illa og eftir þetta tap,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari degi eftir martröðina gegn Ungverjum. 16. janúar 2023 08:01 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
„Þetta var bara slys“ „Þetta var löng nótt og ég held ég hafi litið síðast á klukkuna 4:50,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Kristianstad í gær. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17:00 í lokaleik liðsins í riðlinum. 16. janúar 2023 09:00
„Mikið eftir af þessu móti“ „Mér hefur ekki oft liðið eins illa og eftir þetta tap,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari degi eftir martröðina gegn Ungverjum. 16. janúar 2023 08:01