Tugir látnir og innflutningur notaðra dekkja bannaður í Senegal Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 16. janúar 2023 23:40 Hér má sjá hvernig rútubifreið leit út eftir slysið þann 8. janúar síðastliðinn. Getty/Abdoulaye Ba/Anadolu Agency Meira en tuttugu eru látin eftir að árekstur varð á milli trukks og rútu í norðanverðu Senegal í dag. Nærri fimmtíu manns voru í rútunni en hámarksfjöldi leyfðra farþega var 32. Talið er að innflutningur og sala notaðra dekkja eigi þátt í þeim mikla fjölda umferðarslysa sem verða á svæðinu. Guardian greinir frá þessu en þar kemur einnig fram að annað umferðarslys hafi orðið í landinu þann 8. janúar síðastliðinn þar sem fjötutíu létu lífið og yfir hundrað særðust. Þar var um að ræða árekstur tveggja rútubifreiða. Í kjölfar slysanna tveggja hafi yfirvöld heitið því að taka ástand samgangna í landinu í gegn og setja fleiri lög hvað varðar umferðarreglur og samgöngur almennt til þess að frekar megi tryggja öryggi. Sem dæmi um nýjar reglur hafi hámarkshraði rútubifreiða verið festur í 90 kílómetrum á klukkustund og bann á innflutningi notaðra dekkja. Greint er frá því að helstu orsakir umferðarslysa séu taldar vera mistök bílstjóra, lélegir vegir, úr sér genginn bílafloti og notkun notaðra dekkja. Þá eru notuð dekk sögð talin vera það sem olli slysinu í þetta sinn. Umferðarslys eru sögð fremur algeng í Senegal en sautján milljónir búa þar í landi og verða um 24 dauðsföll vegna samgönguslysa á hverja 100 þúsund íbúa. Ef litið er til sömu hlutfalla annars staðar er til dæmis talað um sex dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa innan Evrópusambandsins. Senegal Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Guardian greinir frá þessu en þar kemur einnig fram að annað umferðarslys hafi orðið í landinu þann 8. janúar síðastliðinn þar sem fjötutíu létu lífið og yfir hundrað særðust. Þar var um að ræða árekstur tveggja rútubifreiða. Í kjölfar slysanna tveggja hafi yfirvöld heitið því að taka ástand samgangna í landinu í gegn og setja fleiri lög hvað varðar umferðarreglur og samgöngur almennt til þess að frekar megi tryggja öryggi. Sem dæmi um nýjar reglur hafi hámarkshraði rútubifreiða verið festur í 90 kílómetrum á klukkustund og bann á innflutningi notaðra dekkja. Greint er frá því að helstu orsakir umferðarslysa séu taldar vera mistök bílstjóra, lélegir vegir, úr sér genginn bílafloti og notkun notaðra dekkja. Þá eru notuð dekk sögð talin vera það sem olli slysinu í þetta sinn. Umferðarslys eru sögð fremur algeng í Senegal en sautján milljónir búa þar í landi og verða um 24 dauðsföll vegna samgönguslysa á hverja 100 þúsund íbúa. Ef litið er til sömu hlutfalla annars staðar er til dæmis talað um sex dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa innan Evrópusambandsins.
Senegal Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira