Seinnipartinn má sjá fyrstu merki breytinga í veðurkerfinu Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 07:09 Búast má við talsverðu afrennsli vegna úrkomu og snjóbráðnunar og vexti í ám og lækjum á morgun. Vísir/Vilhelm Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víðast fimm til þrettán metrum á sekúndu. Léttskýjað verður um sunnanvert landið en stöku él fyrir norðan fram eftir degi. Á vef Veðurstofunnar segir að víða verði talsvert frost, almennt þrjú til fimmtán stig. Seinnipartinn í dag megi svo sjá fyrstu merki breytinga í veðurkerfinu með vaxandi suðaustanátt. Mun þá þykkna upp með minnkandi frosti sunnan- og suðvestantil. „Það gengur svo í suðaustan hvassviðri eða storm með snjókomu eða slyddu í nótt og rigningu í fyrramálið, um tíma talsverðri eða mikilli úrkomu sunnan- og vestanlands. Úrkomuminna norðaustantil. Hlýnandi veður, hiti 5 til 10 stig síðdegis. Búast má við talsverðu afrennsli vegna úrkomu og snjóbráðnunar og vexti í ám og lækjum. Ísilagðar ár geta rutt sig og fólk er hvatt til að sýna aðgát vegna þess. Hyggilegt er að huga að niðurföllum til að vatn komist leiðar sinnar í fráveitukerfi og til að forðast vatnstjón. Flughálka mun líklega myndast á blautum klaka,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurstofan hefur gefið úr gular viðvaranir á öllu landinu vegna þeirrar asahláku og sem mun myndast og hvassvirði. Viðvaranirnar taka gildi fyrri partinn á morgun og eru í gildi í sumum landshlutum fram á laugardag. Spákort fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan 15-23 m/s um morguninn með slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri, en þurrt á Norðurlandi. Sunnan 10-18 eftir hádegi, talsverð rigning sunnan- og vestanlands og hiti 5 til 10 stig. Á laugardag: Sunnan 5-13 framan af degi og rigning, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Snýst í vaxandi suðvestanátt síðdegis með éljum og kólnar. Á sunnudag: Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og víða snjókoma eða él. Frost 0 til 4 stig. Frostlaust og slydda eða rigning um tíma á Suðausturlandi. Á mánudag: Stíf suðvestanátt og dálítil él, en bjartviðri um landið austanvert. Dregur úr vindi seinnipartinn. Frost 0 til 5 stig. Á þriðjudag: Gengur í austlæga eða breytilega átt og víða snjókoma en rigning eða slydda við suðurströndina og úrkomuminna norðanlands. Styttir upp vestantil um kvöldið. Hiti um eða undir frostmarki en allt að 6 stigum syðst á landinu. Á miðvikudag: Útlit fyrr minnkandi vestlæga átt. Víða léttskýjað en sums staðar dálítil él. Hiti í kringum frostmark. Veður Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að víða verði talsvert frost, almennt þrjú til fimmtán stig. Seinnipartinn í dag megi svo sjá fyrstu merki breytinga í veðurkerfinu með vaxandi suðaustanátt. Mun þá þykkna upp með minnkandi frosti sunnan- og suðvestantil. „Það gengur svo í suðaustan hvassviðri eða storm með snjókomu eða slyddu í nótt og rigningu í fyrramálið, um tíma talsverðri eða mikilli úrkomu sunnan- og vestanlands. Úrkomuminna norðaustantil. Hlýnandi veður, hiti 5 til 10 stig síðdegis. Búast má við talsverðu afrennsli vegna úrkomu og snjóbráðnunar og vexti í ám og lækjum. Ísilagðar ár geta rutt sig og fólk er hvatt til að sýna aðgát vegna þess. Hyggilegt er að huga að niðurföllum til að vatn komist leiðar sinnar í fráveitukerfi og til að forðast vatnstjón. Flughálka mun líklega myndast á blautum klaka,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurstofan hefur gefið úr gular viðvaranir á öllu landinu vegna þeirrar asahláku og sem mun myndast og hvassvirði. Viðvaranirnar taka gildi fyrri partinn á morgun og eru í gildi í sumum landshlutum fram á laugardag. Spákort fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan 15-23 m/s um morguninn með slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri, en þurrt á Norðurlandi. Sunnan 10-18 eftir hádegi, talsverð rigning sunnan- og vestanlands og hiti 5 til 10 stig. Á laugardag: Sunnan 5-13 framan af degi og rigning, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Snýst í vaxandi suðvestanátt síðdegis með éljum og kólnar. Á sunnudag: Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og víða snjókoma eða él. Frost 0 til 4 stig. Frostlaust og slydda eða rigning um tíma á Suðausturlandi. Á mánudag: Stíf suðvestanátt og dálítil él, en bjartviðri um landið austanvert. Dregur úr vindi seinnipartinn. Frost 0 til 5 stig. Á þriðjudag: Gengur í austlæga eða breytilega átt og víða snjókoma en rigning eða slydda við suðurströndina og úrkomuminna norðanlands. Styttir upp vestantil um kvöldið. Hiti um eða undir frostmarki en allt að 6 stigum syðst á landinu. Á miðvikudag: Útlit fyrr minnkandi vestlæga átt. Víða léttskýjað en sums staðar dálítil él. Hiti í kringum frostmark.
Veður Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Sjá meira