„Þúsund sinnum já. Verð alltaf þín, hef vitað það frá degi eitt,“ skrifar Fanney undir fallegar myndir af nýtrúlofaða parinu.
Fanney og Aron skelltu sér á stefnumót á veitingastað í gærkvöldi. Fanney skildi ekkert í því hvers vegna Aron vildi ekki geyma jakkann sinn í fatahenginu. Ástæðan var einföld, hann var með trúlofunarhringinn í vasanum.
Parið hefur verið saman í tæp þrjú ár. Í mars árið 2021 eignuðust þau dótturina Thaliu Guðrúnu.