Einn besti kylfingur heims dolfallinn yfir golfhæfileikum Bales Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2023 17:00 Meðan Gareth Bale spilaði enn fótbolta var hann stundum gagnrýndur fyrir að einbeita sér of mikið að golfinu. getty/Matthew Horwood Jon Rahm, sem er í 3. sæti heimslistans í golfi, var dolfallinn yfir golfhæfileikum Gareths Bale eftir að spila níu holur með Walesverjanum á dögunum. Bale lagði fótboltaskóna á hilluna fyrr í þessum mánuði. Hann hefur þó ekki sagt skilið við íþróttirnar. Bale er nefnilega fyrirtaks kylfingur og ætlar að keppa á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu í byrjun næsta mánaðar. Mótið er á vegum PGA-mótaraðarinnar. Til að undirbúa sig fyrir mótið spilaði Bale níu holur með Rahm sem er einn fremsti kylfingur heims. Spánverjinn vann Opna bandaríska meistaramótið fyrir tveimur árum og hefur unnið tvö af síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni. Rahm fannst mikið til golfhæfileika Bales koma. „Ég sagði honum að þú gætir ekki verið svona góður í fótbolta og golfi á sama tíma. Það væri ekki sanngjarnt. Þú getur ekki einbeitt þér að einum hlut og samt verið svona góður í golfi. En hann elskar golf. Hann vill spila meira og vonandi hitti ég hann oftar á Pro-Am,“ sagði Rahm í samtali við Marca. Hann sagði að Bale hafi ekki beðið hann um nein ráð. „Hann spurði ekki um neitt. Hann þarf þess ekki enda nógu góður,“ sagði Rahm. Jon Rahm fagnaði sigri á The American Express mótinu um helgina.getty/Katelyn Mulcahy Bale verður ekki eina stjarnan sem keppir á mótinu í næstu viku en meðal annarra heimsþekktra einstaklinga sem verða á því eru leikarinn Bill Murray og NFL-kappinn Aaron Rodgers. Á mótinu verða einnig þekktir atvinnukylfingar á borð við Matt Fitzpatrick og Patrick Cantlay. Golf Fótbolti Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bale lagði fótboltaskóna á hilluna fyrr í þessum mánuði. Hann hefur þó ekki sagt skilið við íþróttirnar. Bale er nefnilega fyrirtaks kylfingur og ætlar að keppa á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu í byrjun næsta mánaðar. Mótið er á vegum PGA-mótaraðarinnar. Til að undirbúa sig fyrir mótið spilaði Bale níu holur með Rahm sem er einn fremsti kylfingur heims. Spánverjinn vann Opna bandaríska meistaramótið fyrir tveimur árum og hefur unnið tvö af síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni. Rahm fannst mikið til golfhæfileika Bales koma. „Ég sagði honum að þú gætir ekki verið svona góður í fótbolta og golfi á sama tíma. Það væri ekki sanngjarnt. Þú getur ekki einbeitt þér að einum hlut og samt verið svona góður í golfi. En hann elskar golf. Hann vill spila meira og vonandi hitti ég hann oftar á Pro-Am,“ sagði Rahm í samtali við Marca. Hann sagði að Bale hafi ekki beðið hann um nein ráð. „Hann spurði ekki um neitt. Hann þarf þess ekki enda nógu góður,“ sagði Rahm. Jon Rahm fagnaði sigri á The American Express mótinu um helgina.getty/Katelyn Mulcahy Bale verður ekki eina stjarnan sem keppir á mótinu í næstu viku en meðal annarra heimsþekktra einstaklinga sem verða á því eru leikarinn Bill Murray og NFL-kappinn Aaron Rodgers. Á mótinu verða einnig þekktir atvinnukylfingar á borð við Matt Fitzpatrick og Patrick Cantlay.
Golf Fótbolti Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira