Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2023 10:33 Stillimynd úr myndskeiði sem sýnir atburðarásina í Memphis þann 7. janúar. AP/Memphis-borg Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. Fimm lögreglumenn í Tennessee hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið Nichols til bana eftir að hafa stöðvað hann við umferðareftirlit. Líkamsárásin er sögð hafa átt sér stað um 73 metrum frá heimili móður hans. Þetta má lesa í umfjöllun Guardian um málið. Lögreglumennirnir hafa allir verið reknir og gætu átt yfir höfði sér allt að sextíu ára fangelsi verði þeir sakfelldir. Lögreglan í Memphis segir að verklagsreglur hafi verið þverbrotnar, með óhóflegri valdbeitingu og auk þess að hafa ekki komið manni í lífsháska til hjálpar. Í upphafi gaf lögregla út að Nichols hafi verið stöðvaður vegna gruns um glæfralegan akstur en embættið hefur ekki birt nein gögn því til stuðnings. Varað er við ofbeldisfullu efni í myndskeiðinu. Lögreglustjóri segir að valdbeitingin hafi verið svívirðileg. Greint hefur verið frá því að bandarísk yfirvöld óttist að það sjóði upp úr í kjölfar birtingar myndbandsins en atvikið er það nýjasta í röð áberandi mála þar sem svartur maður lést í haldi lögreglu án þess að hann grípi til vopns. Hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti hvatt fólk í Tennessee-ríki til að halda ró sinni. Hefur viðbúnaður lögreglu verið aukinn til muna vegna þessa en fólk hefur komið saman í Memphis til að mótmæla aðgerðum lögreglu í kjölfar birtingarinnar. Reyndi að flýja lögreglu Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum og búkmyndavélum lögreglu gefa til kynna að yfir tuttugu mínútur hafi liðið frá því að barsmíðunum lauk þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Á myndbandinu má sjá hvernig tveir lögreglumenn nálguðust Nichols á gatnamótum í Memphis og skipuðu honum ítrekað að stíga út úr bílnum áður en hann var dreginn út. Lögreglumennirnir fimm, Tadarrius Bean, Demetrius Haley, Emmitt Martin III, Desmond Mills, Jr. og Justin Smith sem ákærðir eru fyrir verknaðinn.AP „Ég gerði ekki neitt“ heyrist Nichols segja þegar annar lögreglumannanna skipar honum að leggjast á jörðina og hótar að beita rafbyssu. Þegar hinn 29 ára Nichols er kominn niður á jörðina tjáir hann þeim að honum þyki þessi viðbrögð vera fullharkaleg miðað við aðstæður: „Ég er bara að reyna að komast heim.“ Skömmu síðar stendur hann upp og tekur á sprett frá lögreglu. Heyrist þá einn lögregluþjónanna segjast vona að „þeir berji hann“. Þegar Nichols var handsamaður aftur á öðrum gatnamótum létu lögreglumennirnir höggin dynja á honum í nokkrar mínútur og veittu honum þannig alvarlega áverka. Myndskeið úr nálægri öryggismyndavél virðist sýna hvernig einn þeirra sparkaði tvisvar í höfuð hans á meðan Nichols lá handjárnaður á jörðinni. Bandaríkin Tengdar fréttir Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Sjá meira
Fimm lögreglumenn í Tennessee hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið Nichols til bana eftir að hafa stöðvað hann við umferðareftirlit. Líkamsárásin er sögð hafa átt sér stað um 73 metrum frá heimili móður hans. Þetta má lesa í umfjöllun Guardian um málið. Lögreglumennirnir hafa allir verið reknir og gætu átt yfir höfði sér allt að sextíu ára fangelsi verði þeir sakfelldir. Lögreglan í Memphis segir að verklagsreglur hafi verið þverbrotnar, með óhóflegri valdbeitingu og auk þess að hafa ekki komið manni í lífsháska til hjálpar. Í upphafi gaf lögregla út að Nichols hafi verið stöðvaður vegna gruns um glæfralegan akstur en embættið hefur ekki birt nein gögn því til stuðnings. Varað er við ofbeldisfullu efni í myndskeiðinu. Lögreglustjóri segir að valdbeitingin hafi verið svívirðileg. Greint hefur verið frá því að bandarísk yfirvöld óttist að það sjóði upp úr í kjölfar birtingar myndbandsins en atvikið er það nýjasta í röð áberandi mála þar sem svartur maður lést í haldi lögreglu án þess að hann grípi til vopns. Hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti hvatt fólk í Tennessee-ríki til að halda ró sinni. Hefur viðbúnaður lögreglu verið aukinn til muna vegna þessa en fólk hefur komið saman í Memphis til að mótmæla aðgerðum lögreglu í kjölfar birtingarinnar. Reyndi að flýja lögreglu Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum og búkmyndavélum lögreglu gefa til kynna að yfir tuttugu mínútur hafi liðið frá því að barsmíðunum lauk þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Á myndbandinu má sjá hvernig tveir lögreglumenn nálguðust Nichols á gatnamótum í Memphis og skipuðu honum ítrekað að stíga út úr bílnum áður en hann var dreginn út. Lögreglumennirnir fimm, Tadarrius Bean, Demetrius Haley, Emmitt Martin III, Desmond Mills, Jr. og Justin Smith sem ákærðir eru fyrir verknaðinn.AP „Ég gerði ekki neitt“ heyrist Nichols segja þegar annar lögreglumannanna skipar honum að leggjast á jörðina og hótar að beita rafbyssu. Þegar hinn 29 ára Nichols er kominn niður á jörðina tjáir hann þeim að honum þyki þessi viðbrögð vera fullharkaleg miðað við aðstæður: „Ég er bara að reyna að komast heim.“ Skömmu síðar stendur hann upp og tekur á sprett frá lögreglu. Heyrist þá einn lögregluþjónanna segjast vona að „þeir berji hann“. Þegar Nichols var handsamaður aftur á öðrum gatnamótum létu lögreglumennirnir höggin dynja á honum í nokkrar mínútur og veittu honum þannig alvarlega áverka. Myndskeið úr nálægri öryggismyndavél virðist sýna hvernig einn þeirra sparkaði tvisvar í höfuð hans á meðan Nichols lá handjárnaður á jörðinni.
Bandaríkin Tengdar fréttir Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Sjá meira
Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56
Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25