Funduðu með ráðherra um afnám tolla á blómum, frönskum og fuglakjöti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2023 12:18 Fundarmenn hlýða á Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR. Mynd/FA Fulltrúar VR, Landssambands íslenzkra verslunarmanna, Rafiðnaðarsambandsins og Félags atvinnurekenda funduðu með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í morgun, þar sem rætt var um tollamál. Á fundinum voru meðal annars gerðar bókanir við kjarasamninga FA og stéttarfélaganna, sem kveða á um að samtökin muni í sameiningu beita sér gagnvart stjórnvöldum til að knýja á um lækkun tolla til að bæta hag launþega. Frá þessu er greint á vefsíðu Félags atvinnurekenda. Þar segir að samtökin hefðu bent á að verðbólga hefði aukist á ný og að leita þyrfti allra leiða tli að stemma stigu við henni og varðveita nýumsamdar kjarabætur. Þá voru þrjár tillögur kynntar fyrir ráðherra, sem byggja á eldri tillögum Samkeppniseftirlitsins og Samráðsvettvangs um aukna hagsæld: Tollar verði felldir niður af alifugla- og svínakjöti og frönskum kartöflum. Tollar falli niður af blómum sem ekki eru ræktuð á Íslandi. Tollar á t.d. túlipönum og rósum falli niður á tímabilum þegar innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Innlendum afurðastöðvum búvöru og vinnslustöðvum í þeirra eigu verði óheimilt að bjóða í eða sækjast eftir tollkvóta fyrir innfluttar landbúnaðarafurðir, sbr. tillögur Samkeppniseftirlitsins frá 2012. Skoðaðar verði leiðir til að úthluta tollkvótum án endurgjalds, sbr. sömu tillögur. Tollar á mjólkur- og undanrennudufti og smjöri falli niður, sbr. tillögur Samkeppniseftirlitsins frá 2015. FA segir tillögurnar fyrst og fremst beinast gegn tollum sem vernda ekki hefðbundna sauðfjár- og nautgriparækt. „Í tilviki alifugla- og svínakjötsræktar er um að ræða verksmiðjubúskap, sem að stórum hluta er í þröngu eignarhaldi. Framleiðsla á frönskum kartöflum hefur lagst af á Íslandi. Háir tollar eru lagðir á alls konar blóm sem ekki eru ræktuð á Íslandi og eins þarf að greiða háa tolla af innflutningi blóma, þar sem innlend framleiðsla annar engan veginn eftirspurn. Háir tollar á hráefnum eins og mjólkurdufti og smjöri bitna á innlendri matvælaframleiðslu, sem er í raun þvinguð til að kaupa aðföng sín af einu fyrirtæki, Mjólkursamsölunni, á háu verði. Afleiðingin er hækkun verðs til neytenda. Þá hafa innlendir framleiðendur búvöru, einkum svína- og ailfuglakjöts, náð til sín meirihluta tollkvóta fyrir viðkomandi afurðir með því að bjóða hátt í hann, stuðla þannig að hærra verði og hindra samkeppni við eigin afurðir,“ segir á vef FA. Samtökin munu funda með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í næstu viku. Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Neytendur Kjaramál Landbúnaður Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Á fundinum voru meðal annars gerðar bókanir við kjarasamninga FA og stéttarfélaganna, sem kveða á um að samtökin muni í sameiningu beita sér gagnvart stjórnvöldum til að knýja á um lækkun tolla til að bæta hag launþega. Frá þessu er greint á vefsíðu Félags atvinnurekenda. Þar segir að samtökin hefðu bent á að verðbólga hefði aukist á ný og að leita þyrfti allra leiða tli að stemma stigu við henni og varðveita nýumsamdar kjarabætur. Þá voru þrjár tillögur kynntar fyrir ráðherra, sem byggja á eldri tillögum Samkeppniseftirlitsins og Samráðsvettvangs um aukna hagsæld: Tollar verði felldir niður af alifugla- og svínakjöti og frönskum kartöflum. Tollar falli niður af blómum sem ekki eru ræktuð á Íslandi. Tollar á t.d. túlipönum og rósum falli niður á tímabilum þegar innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Innlendum afurðastöðvum búvöru og vinnslustöðvum í þeirra eigu verði óheimilt að bjóða í eða sækjast eftir tollkvóta fyrir innfluttar landbúnaðarafurðir, sbr. tillögur Samkeppniseftirlitsins frá 2012. Skoðaðar verði leiðir til að úthluta tollkvótum án endurgjalds, sbr. sömu tillögur. Tollar á mjólkur- og undanrennudufti og smjöri falli niður, sbr. tillögur Samkeppniseftirlitsins frá 2015. FA segir tillögurnar fyrst og fremst beinast gegn tollum sem vernda ekki hefðbundna sauðfjár- og nautgriparækt. „Í tilviki alifugla- og svínakjötsræktar er um að ræða verksmiðjubúskap, sem að stórum hluta er í þröngu eignarhaldi. Framleiðsla á frönskum kartöflum hefur lagst af á Íslandi. Háir tollar eru lagðir á alls konar blóm sem ekki eru ræktuð á Íslandi og eins þarf að greiða háa tolla af innflutningi blóma, þar sem innlend framleiðsla annar engan veginn eftirspurn. Háir tollar á hráefnum eins og mjólkurdufti og smjöri bitna á innlendri matvælaframleiðslu, sem er í raun þvinguð til að kaupa aðföng sín af einu fyrirtæki, Mjólkursamsölunni, á háu verði. Afleiðingin er hækkun verðs til neytenda. Þá hafa innlendir framleiðendur búvöru, einkum svína- og ailfuglakjöts, náð til sín meirihluta tollkvóta fyrir viðkomandi afurðir með því að bjóða hátt í hann, stuðla þannig að hærra verði og hindra samkeppni við eigin afurðir,“ segir á vef FA. Samtökin munu funda með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í næstu viku.
Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Neytendur Kjaramál Landbúnaður Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira