Þá fylgjumst við vel með kjaramálum en málflutningur fór fram í tveimur málum sem tengjast kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í dag. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir skelfilegt að verið sé að boða til enn frekari verkfalla á sama tíma og málaferli standi yfir. Hann og formaður Eflingar eru hins vegar bæði viss um sigur fyrir Félagsdómi.
Þá verðum við í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem maraþonumræður um útlendingafrumvarpið standa yfir. Talað hefur verið um málið í um eitt hundrað klukkustundir.
Sjósundsgarpar fagna nýrri aðstöðu í Vesturbæ en kalla þó eftir frekari upplýsingum um vatnsgæði sökum nálægðrar við skólphreinsistöð. Við skoðum aðstæður og verðum jafnframt í beinni frá safnanótt í Kópavogi.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.