Enn um úthlutun tollkvóta Margrét Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2023 11:30 Undanfarið hefur skapast nokkur umræða um úthlutun tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, verðþróun tollkvótanna og áhrif þeirrar verðþróunar á verð til neytenda. Af hálfu Félags atvinnurekenda (FA) hefur því verið haldið fram að verðhækkun á tollkvótum undanfarin misseri sé tilkomin vegna yfirboða af hálfu afurðastöðva í landbúnaði. Tilgangur slíkra fullyrðinga virðist vera að undirbyggja tillögur FA um að útiloka ákveðin fyrirtæki frá útboði og þar með minnka samkeppni við önnur fyrirtæki sem stunda innflutning um þessi takmörkuðu gæði sem tollkvóti er. Gjalda ber varhug við slíkum hugmyndum. Fullyrðingar um útboð tollkvóta standast ekki skoðun Framkvæmdastjóri FA hefur m.a. haldið því fram að þessi háttsemi leiði til hærra vöruverðs fyrir neytendur. Einföld greining út frá markaðshagfræði leiðir þó vitanlega í ljós að núgildandi fyrirkomulag útboðs á tollkvótum hefur engin áhrif á verð til neytenda, heldur einungis hvernig hagnaður af innflutningnum skiptist á milli innflutningsfyrirtækja og ríkissjóðs. Tollkvóti er tiltekið magn vöru sem hægt er að flytja inn til landsins á lægri tollum eða tollfrjálst. Með útboði tollkvóta gefst innflytjendum færi á að bjóða í kvótana, væntanlega með hliðsjón af hagkvæmni innflutningsins. Útboðsgjaldið ræðst síðan af lægsta samþykkta tilboði í hverjum vörulið. Magn tollkvóta er fast (nema gerðar séu breytingar á milliríkjasamningum) og því breytir verð á tollkvótum engu um heildarframboð vara, svo framarlega sem tollkvótarnir eru nýttir. Hvernig hefur útboðsgjald fyrir tollkvóta þróast? Þegar útboðsgjald vegna tollkvóta fyrir búvörur frá ESB er skoðað kemur í ljós að það er nú svipað og það var á árinu 2019 fyrir flestar vörur að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sé litið til verðþróunar tollkvóta frá því samningur við ESB tók gildi um mitt ár 2018 má sjá að verðið hefur lækkað töluvert fyrir margar tegundir frá þeim tíma, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sem dæmi hefur verð fyrir tollkvóta í osti lækkað um 14%, nautgripakjöt um 28% og alifuglakjöt um 15%. Verð fyrir tollkvóta lækkaði (miðað við fast verðlag) á árunum 2020-2021 en ætla má að rekja megi þær sveiflur m.a. til fækkunar ferðamanna sökum heimsfaraldurs. Það er ekki óeðlilegt að eftirspurn eftir tollkvótum minnki við slíkar aðstæður. Þá hefur innrás Rússlands í Úkraínu í febrúar 2022 einnig haft mikil áhrif á framboð og framleiðslukostnað matvæla í heiminum. Ætla má að hækkanir á útboðsverði í síðustu úthlutunum tollkvóta megi öðru fremur rekja til aukinnar eftirspurnar vegna fjölgunar ferðamanna að nýju eftir heimsfaraldur. Á tímabilinu jan-nóv 2022 sóttu 1,7 milljón ferðamanna Ísland heim samanborið við 690 þúsund á sama tímabili 2021 og 480 þúsund árið 2020 (skv. mælaborði ferðaþjónustunnar hjá Ferðamálastofu). Má m.a. sjá áhrif þessa í aukinni eftirspurn eftir tollkvótanum sem hefur farið úr því að vera þreföld á við framboðið í ársbyrjun 2021 í fimmfalda eftirspurn í síðasta útboði. Aukin eftirspurn eftir takmörkuðum gæðum hlýtur alltaf að þýða hærra verð, burtséð frá því hvaða fyrirtæki taka þátt í útboðinu. Niðurlag Að þessu sögðu þá er ljóst að það er nokkuð bratt að halda því fram að þátttaka innlendra fyrirtækja, sem stunda m.a. landbúnaðartengda starfsemi, valdi verðhækkun á tollkvótum. Verð tollkvóta ræðst einfaldlega af markaðsaðstæðum hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Margrét Gísladóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur skapast nokkur umræða um úthlutun tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, verðþróun tollkvótanna og áhrif þeirrar verðþróunar á verð til neytenda. Af hálfu Félags atvinnurekenda (FA) hefur því verið haldið fram að verðhækkun á tollkvótum undanfarin misseri sé tilkomin vegna yfirboða af hálfu afurðastöðva í landbúnaði. Tilgangur slíkra fullyrðinga virðist vera að undirbyggja tillögur FA um að útiloka ákveðin fyrirtæki frá útboði og þar með minnka samkeppni við önnur fyrirtæki sem stunda innflutning um þessi takmörkuðu gæði sem tollkvóti er. Gjalda ber varhug við slíkum hugmyndum. Fullyrðingar um útboð tollkvóta standast ekki skoðun Framkvæmdastjóri FA hefur m.a. haldið því fram að þessi háttsemi leiði til hærra vöruverðs fyrir neytendur. Einföld greining út frá markaðshagfræði leiðir þó vitanlega í ljós að núgildandi fyrirkomulag útboðs á tollkvótum hefur engin áhrif á verð til neytenda, heldur einungis hvernig hagnaður af innflutningnum skiptist á milli innflutningsfyrirtækja og ríkissjóðs. Tollkvóti er tiltekið magn vöru sem hægt er að flytja inn til landsins á lægri tollum eða tollfrjálst. Með útboði tollkvóta gefst innflytjendum færi á að bjóða í kvótana, væntanlega með hliðsjón af hagkvæmni innflutningsins. Útboðsgjaldið ræðst síðan af lægsta samþykkta tilboði í hverjum vörulið. Magn tollkvóta er fast (nema gerðar séu breytingar á milliríkjasamningum) og því breytir verð á tollkvótum engu um heildarframboð vara, svo framarlega sem tollkvótarnir eru nýttir. Hvernig hefur útboðsgjald fyrir tollkvóta þróast? Þegar útboðsgjald vegna tollkvóta fyrir búvörur frá ESB er skoðað kemur í ljós að það er nú svipað og það var á árinu 2019 fyrir flestar vörur að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sé litið til verðþróunar tollkvóta frá því samningur við ESB tók gildi um mitt ár 2018 má sjá að verðið hefur lækkað töluvert fyrir margar tegundir frá þeim tíma, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sem dæmi hefur verð fyrir tollkvóta í osti lækkað um 14%, nautgripakjöt um 28% og alifuglakjöt um 15%. Verð fyrir tollkvóta lækkaði (miðað við fast verðlag) á árunum 2020-2021 en ætla má að rekja megi þær sveiflur m.a. til fækkunar ferðamanna sökum heimsfaraldurs. Það er ekki óeðlilegt að eftirspurn eftir tollkvótum minnki við slíkar aðstæður. Þá hefur innrás Rússlands í Úkraínu í febrúar 2022 einnig haft mikil áhrif á framboð og framleiðslukostnað matvæla í heiminum. Ætla má að hækkanir á útboðsverði í síðustu úthlutunum tollkvóta megi öðru fremur rekja til aukinnar eftirspurnar vegna fjölgunar ferðamanna að nýju eftir heimsfaraldur. Á tímabilinu jan-nóv 2022 sóttu 1,7 milljón ferðamanna Ísland heim samanborið við 690 þúsund á sama tímabili 2021 og 480 þúsund árið 2020 (skv. mælaborði ferðaþjónustunnar hjá Ferðamálastofu). Má m.a. sjá áhrif þessa í aukinni eftirspurn eftir tollkvótanum sem hefur farið úr því að vera þreföld á við framboðið í ársbyrjun 2021 í fimmfalda eftirspurn í síðasta útboði. Aukin eftirspurn eftir takmörkuðum gæðum hlýtur alltaf að þýða hærra verð, burtséð frá því hvaða fyrirtæki taka þátt í útboðinu. Niðurlag Að þessu sögðu þá er ljóst að það er nokkuð bratt að halda því fram að þátttaka innlendra fyrirtækja, sem stunda m.a. landbúnaðartengda starfsemi, valdi verðhækkun á tollkvótum. Verð tollkvóta ræðst einfaldlega af markaðsaðstæðum hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun