Gildi TF-SIF seint metið til fulls Hópur veðurfræðinga og náttúruvísindamanna skrifar 9. febrúar 2023 07:01 Ísland er harðbýlt og þjóðin hefur þurft að takast á við margþættar áskoranir tengdar náttúruvá. Slíkt umhverfi kallar á sterka innviði til þess að tryggja almannaöryggi og að efnahagsstarfsemi verði ekki fyrir skakkaföllum. Náttúruhamfarir, svo sem eldgos, ofanflóð og óveður, geta valdið miklu tjóni með litlum fyrirvara og reynt verulega á þanþol innviða. Stjórnvöld hafa almennt sýnt skilning á mikilvægi þess að styrkja grunninnviði í landinu, til dæmis í kjölfar óveðurs í árslok 2019. Mælingar og rannsóknir eru nauðsynlegar til þess að bregðast við náttúruvá og samstarf viðbragðsaðila og vísindamanna er grundvallaratriði svo tryggja megi fumlaus viðbrögð þegar mikið liggur við. Það kom okkur því í opna skjöldu að ákveðið hafi verið að selja flugvélina TF-SIF, sem gegnir lykilhlutverki í öryggisviðbúnaði þjóðarinnar. Þessi ákvörðun hefur sem betur fer verið dregin til baka, en í umræðunni hafa því miður komið fram ýmsar fullyrðingar sem ekki eru nægilega ígrundaðar. Við undirrituð, erum starfandi náttúruvísindamenn á Íslandi, með mikla reynslu af viðbúnaði við náttúruvá, og teljum mikilvægt að eftirfarandi upplýsingar séu hafðar í huga: TF-SIF er sérhönnuð til eftirlits og býr yfir tæknibúnaði sem ekki er í öðrum flugvélum hérlendis. Í henni eru tvær gerðir ratsjáa (hliðar- og punktratsjá) sem nýtast til nákvæmrar myndatöku að nóttu sem degi. Þær nema endurvarp óháð skýjahulu, úrkomu og gjósku. Þetta er eini búnaðurinn hér á landi sem hentar til þess að greina og kortleggja yfirborð lands og sjávar við öll skilyrði og frá öllum sjónarhornum. Ratsjárnar eru nýttar til eftirlits með olíumengun á sjó (sbr. skuldbindingar vegna EMSA CleanSeaNet og annars fjölþjóðasamstarfs), hafísskilyrðum við landið, breytingum á yfirborði jökla, kortlagningu á eldstöðvum og hrauni, við mat á upptökum og umfangi flóða og skriðufalla og líklegri framvindu mála. Þá er unnt að greina skipaumferð með ratsjánum og jafnframt finna fyrirbæri í sjó sem gætu reynst sjófarendum skaðleg s.s. gáma eða sjókvíar sem losnað hafa. Í flugvélinni er einnig hitamyndavél, sem nemur innrauða útgeislun og hefur komið að gagni við leit og björgun, kortlagningu á hraunum og jarðhita. TF-SIF ræður við verri veður en flestar flugvélar, stuttar flugbrautir og mikinn hliðarvind. Innra skipulagi flugvélarinnar má breyta að vissu marki, eins og til dæmis ef þörf er á flóknum búnaði í sjúkraflugi eða við flutning björgunarsveita á vettvang. Við þetta má bæta að vélin hefur gott flugþol og hefur verið send með öðrum flugförum eða viðbragðsaðilum til þess að tryggja fjarskipti á vettvangi slysa eða óhappa. Búnaður vélarinnar er almennt mjög langdrægur og vinnuaðstaða og tækjabúnaður vélarinnar gerir mögulegt að sinna margvíslegum verkefnum samtímis. Aðrar flugvélar, sem nýtast vel við tiltekin verkefni, svo sem flugvél ISAVIA TF-FMS, koma ekki í staðinn fyrir TF-SIF. Vegna fjárhagsörðugleika hefur TF-SIF verið leigð, með sérþjálfaðri áhöfn, til eftirlits í Frontex verkefninu á Miðjarðarhafi á síðustu árum og hefur því oft ekki verið aðgengileg fyrir verkefni hér á landi. Það hefur verið bagalegt en samkomulag ríkt á milli Almannavarna og Landhelgisgæslunnar um að kalla megi TF-SIF til landsins gerist þess þörf. Vísindaráð Almannavarna ræðir reglulega um virkni íslenskra eldstöðva og hvort ástæða sé til að kalla vélina heim. Það var gert stuttu eftir að umbrotin hófust í Bárðarbungu árið 2014 og var vélin því notuð við eftirlit bæði í aðdraganda gossins í Holuhrauni, þegar verulegar líkur voru taldar á stóru gosi undir jökli, en einnig á meðan á gosinu stóð. Áður hafði TF-SIF spilað lykilhlutverk í eftirliti Eyjafjallajökulsgossins. Vegna ratsjármynda sem teknar voru úr TF-SIF í öruggri fjarlægð í gegnum gjósku og ský sem umluktu Eyjafjallajökull fyrstu þrjá daga gossins, fékkst heildstæð mynd af því sem var að gerast í upphafi þess. Þó jarðhræringar síðustu tveggja ára hafi ekki leitt til þess að kalla hafi þurft eftir vélinni var sá möguleiki alltaf fyrir hendi, ekki síst ef umbrot hefðu orðið nærri þéttbýli. Æskilegast er að Landhelgisgæslunni verði tryggt svigrúm til þess að hafa TF-SIF hér á landi; verkefnin fyrir hana eru ærin. Mikilvægi vélarinnar fyrir vöktun og viðbrögð við náttúruvá verður seint ofmetið. Leitar-, björgunar- og eftirlitssvæðið sem Ísland ber ábyrgð á er stórt og óvíst hvort unnt verður að sinna aðkallandi verkefnum ef flugvélarinnar nýtur ekki við. Að okkar mati er grundvallarþörf á sérhæfðri vél eins og TF-SIF til þess að afla nauðsynlegra gagna svo taka megi ákvarðanir sem varða almannaöryggi. Það var gæfuspor þegar vélin var keypt til landsins eftir vandaða þarfagreiningu og það er mikilvægt að til framtíðar sé tryggt að búnaður og aðferðir við eftirlit og vöktun nýti ávallt bestu tækni. Ný tækni og nýjar áskoranir, t.d. vegna þróunar heimsmála, minna á að slíka þarfagreiningu verður að endurskoða reglulega. Í kjölfar þess að ráðherra afturkallaði fyrri ákvörðun um að selja vélina er nú tækifæri til þess að meta hvernig búa má svo um hnútana að Landhelgisgæslan geti sem best mætt þörfum og skuldbindingum þjóðarinnar. Í stuttu máli er TF-SIF eitt helsta fjarkönnunartæki þjóðarinnar. Engin önnur gögn koma í staðinn fyrir ratsjárgögn úr TF-SIF og túlkun starfsmanna Landhelgisgæslunnar á þeim. Landhelgisgæslan hefur verið í fararbroddi við samþættingu gagna úr gervitunglum, úr TF-SIF, frá drónum og af vettvangi. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar hefur miðlað upplýsingum til almennings, vísindamanna og viðbragðsaðila og auk þess komið að þróun aðferðafræði og rannsóknum á náttúrufari. Þetta á bæði við um reglubundið langtímaeftirlit og vöktun á yfirstandandi náttúruhamförum. Sérþekking starfsmanna á TF-SIF og í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og þau kerfi sem vélin býr yfir gera það að verkum að gildi hennar fyrir þjóðina verður seint metið til fulls. Ingibjörg Jónsdóttir Eyjólfur Magnússon Þorvaldur Þórðarsson Ármann Höskuldsson Magnús Tumi Guðmundsson Elín Björk Jónasdóttir Guðrún Nína Petersen Kristín Jónsdóttir Sara Barsotti Tómas Jóhannesson Hildur Maria Friðriksdóttir Gerður Stefánsdóttir Esther Hlíðar Jensen Bergur Einarsson Benedikt Gunnar Ófeigsson Halldór Björnsson Björn Oddsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veður Landhelgisgæslan Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Minnisblaðið um flugvélina hafi komið of seint frá Gæslunni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Landhelgisgæsluna hafa skilað minnisblaði um mikilvægi þess að fá aukið fjármagn of seint. Minnisblaðið hafi borist þegar þingmenn voru komnir í jólafrí. 6. febrúar 2023 15:00 „Við erum ákaflega þakklát og ánægð“ Forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar fagna því mjög að ríkisstjórnin hafi ákveðið að endurskoða ákvörðun um sölu á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar sem styr hefur staðið um í vikunni. Viðbrögð við sölunni hafi ekki komið á óvart enda sé flugvélin gríðarlega mikilvægt öryggistæki. 4. febrúar 2023 13:11 Enginn verði glaðari en Jón sjálfur haldi Gæslan vélinni Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að enginn verði glaðari en hann sjálfur finnist fjármagn í kerfinu til að halda rekstri á flugvél Landhelgisgæslunnar áfram. Jón kynnti fyrr í vikunni fyrirhugaða sölu á flugvélinni vegna fjárskorts. 3. febrúar 2023 17:01 Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Ísland er harðbýlt og þjóðin hefur þurft að takast á við margþættar áskoranir tengdar náttúruvá. Slíkt umhverfi kallar á sterka innviði til þess að tryggja almannaöryggi og að efnahagsstarfsemi verði ekki fyrir skakkaföllum. Náttúruhamfarir, svo sem eldgos, ofanflóð og óveður, geta valdið miklu tjóni með litlum fyrirvara og reynt verulega á þanþol innviða. Stjórnvöld hafa almennt sýnt skilning á mikilvægi þess að styrkja grunninnviði í landinu, til dæmis í kjölfar óveðurs í árslok 2019. Mælingar og rannsóknir eru nauðsynlegar til þess að bregðast við náttúruvá og samstarf viðbragðsaðila og vísindamanna er grundvallaratriði svo tryggja megi fumlaus viðbrögð þegar mikið liggur við. Það kom okkur því í opna skjöldu að ákveðið hafi verið að selja flugvélina TF-SIF, sem gegnir lykilhlutverki í öryggisviðbúnaði þjóðarinnar. Þessi ákvörðun hefur sem betur fer verið dregin til baka, en í umræðunni hafa því miður komið fram ýmsar fullyrðingar sem ekki eru nægilega ígrundaðar. Við undirrituð, erum starfandi náttúruvísindamenn á Íslandi, með mikla reynslu af viðbúnaði við náttúruvá, og teljum mikilvægt að eftirfarandi upplýsingar séu hafðar í huga: TF-SIF er sérhönnuð til eftirlits og býr yfir tæknibúnaði sem ekki er í öðrum flugvélum hérlendis. Í henni eru tvær gerðir ratsjáa (hliðar- og punktratsjá) sem nýtast til nákvæmrar myndatöku að nóttu sem degi. Þær nema endurvarp óháð skýjahulu, úrkomu og gjósku. Þetta er eini búnaðurinn hér á landi sem hentar til þess að greina og kortleggja yfirborð lands og sjávar við öll skilyrði og frá öllum sjónarhornum. Ratsjárnar eru nýttar til eftirlits með olíumengun á sjó (sbr. skuldbindingar vegna EMSA CleanSeaNet og annars fjölþjóðasamstarfs), hafísskilyrðum við landið, breytingum á yfirborði jökla, kortlagningu á eldstöðvum og hrauni, við mat á upptökum og umfangi flóða og skriðufalla og líklegri framvindu mála. Þá er unnt að greina skipaumferð með ratsjánum og jafnframt finna fyrirbæri í sjó sem gætu reynst sjófarendum skaðleg s.s. gáma eða sjókvíar sem losnað hafa. Í flugvélinni er einnig hitamyndavél, sem nemur innrauða útgeislun og hefur komið að gagni við leit og björgun, kortlagningu á hraunum og jarðhita. TF-SIF ræður við verri veður en flestar flugvélar, stuttar flugbrautir og mikinn hliðarvind. Innra skipulagi flugvélarinnar má breyta að vissu marki, eins og til dæmis ef þörf er á flóknum búnaði í sjúkraflugi eða við flutning björgunarsveita á vettvang. Við þetta má bæta að vélin hefur gott flugþol og hefur verið send með öðrum flugförum eða viðbragðsaðilum til þess að tryggja fjarskipti á vettvangi slysa eða óhappa. Búnaður vélarinnar er almennt mjög langdrægur og vinnuaðstaða og tækjabúnaður vélarinnar gerir mögulegt að sinna margvíslegum verkefnum samtímis. Aðrar flugvélar, sem nýtast vel við tiltekin verkefni, svo sem flugvél ISAVIA TF-FMS, koma ekki í staðinn fyrir TF-SIF. Vegna fjárhagsörðugleika hefur TF-SIF verið leigð, með sérþjálfaðri áhöfn, til eftirlits í Frontex verkefninu á Miðjarðarhafi á síðustu árum og hefur því oft ekki verið aðgengileg fyrir verkefni hér á landi. Það hefur verið bagalegt en samkomulag ríkt á milli Almannavarna og Landhelgisgæslunnar um að kalla megi TF-SIF til landsins gerist þess þörf. Vísindaráð Almannavarna ræðir reglulega um virkni íslenskra eldstöðva og hvort ástæða sé til að kalla vélina heim. Það var gert stuttu eftir að umbrotin hófust í Bárðarbungu árið 2014 og var vélin því notuð við eftirlit bæði í aðdraganda gossins í Holuhrauni, þegar verulegar líkur voru taldar á stóru gosi undir jökli, en einnig á meðan á gosinu stóð. Áður hafði TF-SIF spilað lykilhlutverk í eftirliti Eyjafjallajökulsgossins. Vegna ratsjármynda sem teknar voru úr TF-SIF í öruggri fjarlægð í gegnum gjósku og ský sem umluktu Eyjafjallajökull fyrstu þrjá daga gossins, fékkst heildstæð mynd af því sem var að gerast í upphafi þess. Þó jarðhræringar síðustu tveggja ára hafi ekki leitt til þess að kalla hafi þurft eftir vélinni var sá möguleiki alltaf fyrir hendi, ekki síst ef umbrot hefðu orðið nærri þéttbýli. Æskilegast er að Landhelgisgæslunni verði tryggt svigrúm til þess að hafa TF-SIF hér á landi; verkefnin fyrir hana eru ærin. Mikilvægi vélarinnar fyrir vöktun og viðbrögð við náttúruvá verður seint ofmetið. Leitar-, björgunar- og eftirlitssvæðið sem Ísland ber ábyrgð á er stórt og óvíst hvort unnt verður að sinna aðkallandi verkefnum ef flugvélarinnar nýtur ekki við. Að okkar mati er grundvallarþörf á sérhæfðri vél eins og TF-SIF til þess að afla nauðsynlegra gagna svo taka megi ákvarðanir sem varða almannaöryggi. Það var gæfuspor þegar vélin var keypt til landsins eftir vandaða þarfagreiningu og það er mikilvægt að til framtíðar sé tryggt að búnaður og aðferðir við eftirlit og vöktun nýti ávallt bestu tækni. Ný tækni og nýjar áskoranir, t.d. vegna þróunar heimsmála, minna á að slíka þarfagreiningu verður að endurskoða reglulega. Í kjölfar þess að ráðherra afturkallaði fyrri ákvörðun um að selja vélina er nú tækifæri til þess að meta hvernig búa má svo um hnútana að Landhelgisgæslan geti sem best mætt þörfum og skuldbindingum þjóðarinnar. Í stuttu máli er TF-SIF eitt helsta fjarkönnunartæki þjóðarinnar. Engin önnur gögn koma í staðinn fyrir ratsjárgögn úr TF-SIF og túlkun starfsmanna Landhelgisgæslunnar á þeim. Landhelgisgæslan hefur verið í fararbroddi við samþættingu gagna úr gervitunglum, úr TF-SIF, frá drónum og af vettvangi. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar hefur miðlað upplýsingum til almennings, vísindamanna og viðbragðsaðila og auk þess komið að þróun aðferðafræði og rannsóknum á náttúrufari. Þetta á bæði við um reglubundið langtímaeftirlit og vöktun á yfirstandandi náttúruhamförum. Sérþekking starfsmanna á TF-SIF og í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og þau kerfi sem vélin býr yfir gera það að verkum að gildi hennar fyrir þjóðina verður seint metið til fulls. Ingibjörg Jónsdóttir Eyjólfur Magnússon Þorvaldur Þórðarsson Ármann Höskuldsson Magnús Tumi Guðmundsson Elín Björk Jónasdóttir Guðrún Nína Petersen Kristín Jónsdóttir Sara Barsotti Tómas Jóhannesson Hildur Maria Friðriksdóttir Gerður Stefánsdóttir Esther Hlíðar Jensen Bergur Einarsson Benedikt Gunnar Ófeigsson Halldór Björnsson Björn Oddsson
Minnisblaðið um flugvélina hafi komið of seint frá Gæslunni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Landhelgisgæsluna hafa skilað minnisblaði um mikilvægi þess að fá aukið fjármagn of seint. Minnisblaðið hafi borist þegar þingmenn voru komnir í jólafrí. 6. febrúar 2023 15:00
„Við erum ákaflega þakklát og ánægð“ Forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar fagna því mjög að ríkisstjórnin hafi ákveðið að endurskoða ákvörðun um sölu á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar sem styr hefur staðið um í vikunni. Viðbrögð við sölunni hafi ekki komið á óvart enda sé flugvélin gríðarlega mikilvægt öryggistæki. 4. febrúar 2023 13:11
Enginn verði glaðari en Jón sjálfur haldi Gæslan vélinni Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að enginn verði glaðari en hann sjálfur finnist fjármagn í kerfinu til að halda rekstri á flugvél Landhelgisgæslunnar áfram. Jón kynnti fyrr í vikunni fyrirhugaða sölu á flugvélinni vegna fjárskorts. 3. febrúar 2023 17:01
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun