Lokahringur mótsins fór fram í nótt og náði Guðmundur Ágúst draumahögginu á elleftu holu vallarins en brautin er rúmlega 180 metra löng.
Draumahöggið á elleftu braut kórónaði frábæran lokahring Guðmundar sem lék hringinn á sex höggum undir pari vallarins en hann var á pari eftir fyrstu þrjá hringina eftir að hafa leikið þriðja hringinn á fjórum höggum yfir pari.
Gudmundur Kristjansson makes a hole-in-one at the 199 yard 11th hole #SingaporeClassic pic.twitter.com/3WjMKFBqlx
— DP World Tour (@DPWorldTour) February 12, 2023
Guðmundur endaði ásamt fimm öðrum kylfingum í 49.sæti mótsins sem er hans besti árangri á mótaröðinni til þessa en hún er sterkasta mótaröðin í Evrópu.
Fyrir árangur sinn á mótinu fær Guðmundur tæplega 1,2 milljónir í verðlaunafé. Guðmundur heldur næst til Taílands þar sem næsta mót á mótaröðinni hefst á miðvikudag.