Í endurhæfingu og erfðarannsókn vegna heilablóðfalls Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 13:32 Manuela Ósk Harðardóttir segir að þetta hefði farið verr ef hún hefði verið ein heima. Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir hefur þurft að hlúa vel að sér síðustu vikur, eftir að hún fékk heilablóðfall um jólin aðeins 39 ára gömul. Eins og fjallað var um hér á Lífinu þá var Manuela heppin að vera í heimsókn hjá frænku sinni þegar heilablóðfallið varð. Bjargaði hún lífi hennar með því að hringja strax á sjúkrabíl. „Ég ekki að vinna. Ég er í endurhæfingu á Grensás og sálfræðingi, ég er í sjúkraþjálfun og hitti lækni,“ sagði Manuela um bataferlið í Brennslunni í dag. „Þetta er búið að vera brekka.“ Ung og hraust Eftir heilablóðfallið lá hún í þrjár vikur á taugadeild Landspítalans. „Ég vissi ekki hvort ég myndi getað labbað aftur, ég gat ekki hreyft mig.“ Þegar hún gat byrjað að hreyfa sig aftur þurfti hún að styðja sig við göngugrind. Er hún enn að upplifa höfuðverki. „Ég fæ skjálfta í hendurnar og er pínu völt.“ Manuela segir að það hafi enginn ástæða fundist fyrir heilablóðfallinu, hún sé ung og hraust og tikki ekki í nein box fyrir heilablóðfall. Oft sé einfaldlega ekki ástæða. „En ég er í erfðarannsókn.“ Missti sjálfstæðið Hún vinnur nú að því að jafna sig eftir þetta mikla áfall og segir að andlega hafi þetta verið mjög erfitt vegna kvíða. Hún er með gott bakland og hefur þurft að treysta mikið á aðra síðustu vikur. „Ég mátti bara byrja að keyra í síðustu viku,“ útskýrir Manuela. „Maður missir svo mikið sjálfstæðið.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar ræðir hún um aðdraganda heilablóðfallsins og áhrifin sem veikindin höfðu á hana. „Lífið verður bara miklu dýrmætara.“ Klippa: Manuela Ósk ræðir um heilablóðfallið og batann Brennslan FM957 Tengdar fréttir Ófrískar konur mega nú taka þátt í Ungfrú Ísland Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland hefur snúið aftur en nú í breyttri mynd. Mæður, giftar og ófrískar konur mega nú taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdarstjóri keppninnar, fagnar þessum tímabæru breytingum. 14. febrúar 2023 15:58 Manúela fékk heilablóðfall um jólin Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi lenti í því yfir hátíðirnar að fá heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Hún segist þakklát og heppin að ekki fór verr. 13. janúar 2023 16:16 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Sjá meira
Eins og fjallað var um hér á Lífinu þá var Manuela heppin að vera í heimsókn hjá frænku sinni þegar heilablóðfallið varð. Bjargaði hún lífi hennar með því að hringja strax á sjúkrabíl. „Ég ekki að vinna. Ég er í endurhæfingu á Grensás og sálfræðingi, ég er í sjúkraþjálfun og hitti lækni,“ sagði Manuela um bataferlið í Brennslunni í dag. „Þetta er búið að vera brekka.“ Ung og hraust Eftir heilablóðfallið lá hún í þrjár vikur á taugadeild Landspítalans. „Ég vissi ekki hvort ég myndi getað labbað aftur, ég gat ekki hreyft mig.“ Þegar hún gat byrjað að hreyfa sig aftur þurfti hún að styðja sig við göngugrind. Er hún enn að upplifa höfuðverki. „Ég fæ skjálfta í hendurnar og er pínu völt.“ Manuela segir að það hafi enginn ástæða fundist fyrir heilablóðfallinu, hún sé ung og hraust og tikki ekki í nein box fyrir heilablóðfall. Oft sé einfaldlega ekki ástæða. „En ég er í erfðarannsókn.“ Missti sjálfstæðið Hún vinnur nú að því að jafna sig eftir þetta mikla áfall og segir að andlega hafi þetta verið mjög erfitt vegna kvíða. Hún er með gott bakland og hefur þurft að treysta mikið á aðra síðustu vikur. „Ég mátti bara byrja að keyra í síðustu viku,“ útskýrir Manuela. „Maður missir svo mikið sjálfstæðið.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar ræðir hún um aðdraganda heilablóðfallsins og áhrifin sem veikindin höfðu á hana. „Lífið verður bara miklu dýrmætara.“ Klippa: Manuela Ósk ræðir um heilablóðfallið og batann
Brennslan FM957 Tengdar fréttir Ófrískar konur mega nú taka þátt í Ungfrú Ísland Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland hefur snúið aftur en nú í breyttri mynd. Mæður, giftar og ófrískar konur mega nú taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdarstjóri keppninnar, fagnar þessum tímabæru breytingum. 14. febrúar 2023 15:58 Manúela fékk heilablóðfall um jólin Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi lenti í því yfir hátíðirnar að fá heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Hún segist þakklát og heppin að ekki fór verr. 13. janúar 2023 16:16 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Sjá meira
Ófrískar konur mega nú taka þátt í Ungfrú Ísland Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland hefur snúið aftur en nú í breyttri mynd. Mæður, giftar og ófrískar konur mega nú taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdarstjóri keppninnar, fagnar þessum tímabæru breytingum. 14. febrúar 2023 15:58
Manúela fékk heilablóðfall um jólin Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi lenti í því yfir hátíðirnar að fá heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Hún segist þakklát og heppin að ekki fór verr. 13. janúar 2023 16:16