Í endurhæfingu og erfðarannsókn vegna heilablóðfalls Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 13:32 Manuela Ósk Harðardóttir segir að þetta hefði farið verr ef hún hefði verið ein heima. Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir hefur þurft að hlúa vel að sér síðustu vikur, eftir að hún fékk heilablóðfall um jólin aðeins 39 ára gömul. Eins og fjallað var um hér á Lífinu þá var Manuela heppin að vera í heimsókn hjá frænku sinni þegar heilablóðfallið varð. Bjargaði hún lífi hennar með því að hringja strax á sjúkrabíl. „Ég ekki að vinna. Ég er í endurhæfingu á Grensás og sálfræðingi, ég er í sjúkraþjálfun og hitti lækni,“ sagði Manuela um bataferlið í Brennslunni í dag. „Þetta er búið að vera brekka.“ Ung og hraust Eftir heilablóðfallið lá hún í þrjár vikur á taugadeild Landspítalans. „Ég vissi ekki hvort ég myndi getað labbað aftur, ég gat ekki hreyft mig.“ Þegar hún gat byrjað að hreyfa sig aftur þurfti hún að styðja sig við göngugrind. Er hún enn að upplifa höfuðverki. „Ég fæ skjálfta í hendurnar og er pínu völt.“ Manuela segir að það hafi enginn ástæða fundist fyrir heilablóðfallinu, hún sé ung og hraust og tikki ekki í nein box fyrir heilablóðfall. Oft sé einfaldlega ekki ástæða. „En ég er í erfðarannsókn.“ Missti sjálfstæðið Hún vinnur nú að því að jafna sig eftir þetta mikla áfall og segir að andlega hafi þetta verið mjög erfitt vegna kvíða. Hún er með gott bakland og hefur þurft að treysta mikið á aðra síðustu vikur. „Ég mátti bara byrja að keyra í síðustu viku,“ útskýrir Manuela. „Maður missir svo mikið sjálfstæðið.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar ræðir hún um aðdraganda heilablóðfallsins og áhrifin sem veikindin höfðu á hana. „Lífið verður bara miklu dýrmætara.“ Klippa: Manuela Ósk ræðir um heilablóðfallið og batann Brennslan FM957 Tengdar fréttir Ófrískar konur mega nú taka þátt í Ungfrú Ísland Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland hefur snúið aftur en nú í breyttri mynd. Mæður, giftar og ófrískar konur mega nú taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdarstjóri keppninnar, fagnar þessum tímabæru breytingum. 14. febrúar 2023 15:58 Manúela fékk heilablóðfall um jólin Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi lenti í því yfir hátíðirnar að fá heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Hún segist þakklát og heppin að ekki fór verr. 13. janúar 2023 16:16 Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Eins og fjallað var um hér á Lífinu þá var Manuela heppin að vera í heimsókn hjá frænku sinni þegar heilablóðfallið varð. Bjargaði hún lífi hennar með því að hringja strax á sjúkrabíl. „Ég ekki að vinna. Ég er í endurhæfingu á Grensás og sálfræðingi, ég er í sjúkraþjálfun og hitti lækni,“ sagði Manuela um bataferlið í Brennslunni í dag. „Þetta er búið að vera brekka.“ Ung og hraust Eftir heilablóðfallið lá hún í þrjár vikur á taugadeild Landspítalans. „Ég vissi ekki hvort ég myndi getað labbað aftur, ég gat ekki hreyft mig.“ Þegar hún gat byrjað að hreyfa sig aftur þurfti hún að styðja sig við göngugrind. Er hún enn að upplifa höfuðverki. „Ég fæ skjálfta í hendurnar og er pínu völt.“ Manuela segir að það hafi enginn ástæða fundist fyrir heilablóðfallinu, hún sé ung og hraust og tikki ekki í nein box fyrir heilablóðfall. Oft sé einfaldlega ekki ástæða. „En ég er í erfðarannsókn.“ Missti sjálfstæðið Hún vinnur nú að því að jafna sig eftir þetta mikla áfall og segir að andlega hafi þetta verið mjög erfitt vegna kvíða. Hún er með gott bakland og hefur þurft að treysta mikið á aðra síðustu vikur. „Ég mátti bara byrja að keyra í síðustu viku,“ útskýrir Manuela. „Maður missir svo mikið sjálfstæðið.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar ræðir hún um aðdraganda heilablóðfallsins og áhrifin sem veikindin höfðu á hana. „Lífið verður bara miklu dýrmætara.“ Klippa: Manuela Ósk ræðir um heilablóðfallið og batann
Brennslan FM957 Tengdar fréttir Ófrískar konur mega nú taka þátt í Ungfrú Ísland Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland hefur snúið aftur en nú í breyttri mynd. Mæður, giftar og ófrískar konur mega nú taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdarstjóri keppninnar, fagnar þessum tímabæru breytingum. 14. febrúar 2023 15:58 Manúela fékk heilablóðfall um jólin Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi lenti í því yfir hátíðirnar að fá heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Hún segist þakklát og heppin að ekki fór verr. 13. janúar 2023 16:16 Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Ófrískar konur mega nú taka þátt í Ungfrú Ísland Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland hefur snúið aftur en nú í breyttri mynd. Mæður, giftar og ófrískar konur mega nú taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdarstjóri keppninnar, fagnar þessum tímabæru breytingum. 14. febrúar 2023 15:58
Manúela fékk heilablóðfall um jólin Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi lenti í því yfir hátíðirnar að fá heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Hún segist þakklát og heppin að ekki fór verr. 13. janúar 2023 16:16