„Fannst þetta vera Meistaradeildarleikur og jafnvel meira“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. febrúar 2023 23:01 Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, og Xavi, þjálfari Barcelona. Alex Caparros/Getty Images Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með spilamennsku sinna manna er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Barcelona í Evrópudeildinni í kvöld. Hann hefði þó þegið sigur, enda fannst honum sínir menn stjórna leiknum. „Mér fannst við stjórna leiknum fyrir utan kannski 15 mínútur í fyrri hálfleik. Þá vorum við í örlitlum vandræðum, en við stjórnuðum leiknum stærsta hlutann og sköpuðum okkur mikið af færum,“ sagði Hollendingurinn eftir leikinn. „Ég var pínu vonsvikinn með það að staðan væri enn 0-0 í hálfleik því við hefðum átt að skora og þau færi sem þeir fengu bjuggum við til fyrir þá.“ „En þetta var frábær leikur þar sem tvö sókndjörf lið voru að mætast. Mér fannst þetta vera Meistaradeildarleikur og jafnvel meira en það þannig ég naut leiksins í botn. En þetta endaði 2-2 og við þurfum að klára dæmið á Old Trafford,“ sagði Ten Hag. Eftir að hafa lent undir snemma í síðari hálfleik snéru gestirnir frá Manchester taflinu sér í hag og níu mínútum eftir að hafa lent undir var liðið komið með forystuna. Hollendingurinn hrósaði sínum mönnum fyrir að koma til baka, en skaut einnig á dómara leiksins þar sem honum fannst Marcus Rashford eiga að fá víti í leiknum. „Það er mikill karakter og áræðni í þessu liði. Trúin sem við höfðum á því að við myndum skora fyrsta markið sem er svo mikilvægt var til staðar en við gerðum það ekki. En síðan snúum við þessu við þegar við lendum undir og mér fannst dómararnir líka hafa mikil áhrif á leikinn.“ „Mér fannst klárlega brotið á Rashford. Við getum svo rætt það hvort hann hafi verið fyrir utan teig, en þá er þetta rautt spjald því hann var kominn einn á mót markmanni. Þetta hafði mikil áhrif, ekki bara á þennan leik heldur einvígið í heild og dómarar geta ekki gert svona mistök.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Allt jafnt fyrir stórleikinn á Old Trafford Barcelona og Manchester United áttust við í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-2 og því verður allt undir þegar liðin mætast á Old Trafford í seinni leiknum að viku liðinni. 16. febrúar 2023 19:42 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Sjá meira
„Mér fannst við stjórna leiknum fyrir utan kannski 15 mínútur í fyrri hálfleik. Þá vorum við í örlitlum vandræðum, en við stjórnuðum leiknum stærsta hlutann og sköpuðum okkur mikið af færum,“ sagði Hollendingurinn eftir leikinn. „Ég var pínu vonsvikinn með það að staðan væri enn 0-0 í hálfleik því við hefðum átt að skora og þau færi sem þeir fengu bjuggum við til fyrir þá.“ „En þetta var frábær leikur þar sem tvö sókndjörf lið voru að mætast. Mér fannst þetta vera Meistaradeildarleikur og jafnvel meira en það þannig ég naut leiksins í botn. En þetta endaði 2-2 og við þurfum að klára dæmið á Old Trafford,“ sagði Ten Hag. Eftir að hafa lent undir snemma í síðari hálfleik snéru gestirnir frá Manchester taflinu sér í hag og níu mínútum eftir að hafa lent undir var liðið komið með forystuna. Hollendingurinn hrósaði sínum mönnum fyrir að koma til baka, en skaut einnig á dómara leiksins þar sem honum fannst Marcus Rashford eiga að fá víti í leiknum. „Það er mikill karakter og áræðni í þessu liði. Trúin sem við höfðum á því að við myndum skora fyrsta markið sem er svo mikilvægt var til staðar en við gerðum það ekki. En síðan snúum við þessu við þegar við lendum undir og mér fannst dómararnir líka hafa mikil áhrif á leikinn.“ „Mér fannst klárlega brotið á Rashford. Við getum svo rætt það hvort hann hafi verið fyrir utan teig, en þá er þetta rautt spjald því hann var kominn einn á mót markmanni. Þetta hafði mikil áhrif, ekki bara á þennan leik heldur einvígið í heild og dómarar geta ekki gert svona mistök.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Allt jafnt fyrir stórleikinn á Old Trafford Barcelona og Manchester United áttust við í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-2 og því verður allt undir þegar liðin mætast á Old Trafford í seinni leiknum að viku liðinni. 16. febrúar 2023 19:42 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Sjá meira
Allt jafnt fyrir stórleikinn á Old Trafford Barcelona og Manchester United áttust við í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-2 og því verður allt undir þegar liðin mætast á Old Trafford í seinni leiknum að viku liðinni. 16. febrúar 2023 19:42