Dramatískur sigur PSG sem missti tvo menn af velli vegna meiðsla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 14:00 Skoraði tvö í dag. EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Frakklandsmeistarar París Saint-Germain virtust hafa hent frá sér tveggja marka forystu gegn Lille í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 4-3 sigri PSG sem missti bæði Nuno Mendes og Neymar af velli vegna meiðsla. Heimamenn töpuðu á dögunum naumlega fyrir Bayern München fyrir í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þá kom Mbappé inn af bekknum þar sem hann var að jafna sig af meiðslum en hann byrjaði leik dagsins og átti eftir að koma mikið við sögu. The only way to stop Kylian Mbappé pic.twitter.com/0ZHj6kIXwc— B/R Football (@brfootball) February 19, 2023 Á 11. mínútu fékk Mbappé boltann frá Neymar og lék sér að varnarmönnum Lille áður en hann kom PSG 1-0 yfir. Mbappé back after injury and doing what he does best That cheeky nutmeg pic.twitter.com/UQZ7pAI8A0— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 19, 2023 Aðeins sex mínútum síðar kom Neymar heimaliðinu 2-0 yfir og virtist sem sigurinn væri einfaldlega í höfn. Bafode Diakite minnkaði hins vegar muninn skömmu síðar og staðan 2-1 þegar Nuno Mendes, vinstri bakvörður PSG, þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í upphafi síðari hálfleik missti PSG aftur mann af velli vegna meiðsla. Að þessu sinni var það Neymar en hann var borinn af velli. Neymar is stretchered off of PSG's game against Lille with an ankle injury the second leg of their Champions League tie with Bayern Munich is on March 8 pic.twitter.com/uimu68CjZX— B/R Football (@brfootball) February 19, 2023 Ekki löngu eftir það var staðan orðin 2-2 en Marco Veratti fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem Jonathan David skoraði örugglega úr. Gestirnir komust svo yfir á 69. mínútu þegar Jonathan Bamba skoraði eftir góða sendingu Angel Gomes, önnur stoðsending hans í leiknum. Mbappé var þó ekki á þeim buxunum að tapa leiknum og jafnaði metin á 87. mínútu. Það var svo þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem Lionel Messi tryggði PSG vægast sagt dramatískan sigur með glæsilegu marki úr aukaspyrnu. Um er að ræða 699. mark hans fyrir félagslið á ferlinum. Lokatölur á Parc des Princes-vellinum í París 4-3 heimamönnum í vil. PSG er nú á toppi deildarinnar með 57 stig, átta meira en Marseille sem kemur þar á eftir með leik til góða. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Heimamenn töpuðu á dögunum naumlega fyrir Bayern München fyrir í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þá kom Mbappé inn af bekknum þar sem hann var að jafna sig af meiðslum en hann byrjaði leik dagsins og átti eftir að koma mikið við sögu. The only way to stop Kylian Mbappé pic.twitter.com/0ZHj6kIXwc— B/R Football (@brfootball) February 19, 2023 Á 11. mínútu fékk Mbappé boltann frá Neymar og lék sér að varnarmönnum Lille áður en hann kom PSG 1-0 yfir. Mbappé back after injury and doing what he does best That cheeky nutmeg pic.twitter.com/UQZ7pAI8A0— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 19, 2023 Aðeins sex mínútum síðar kom Neymar heimaliðinu 2-0 yfir og virtist sem sigurinn væri einfaldlega í höfn. Bafode Diakite minnkaði hins vegar muninn skömmu síðar og staðan 2-1 þegar Nuno Mendes, vinstri bakvörður PSG, þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í upphafi síðari hálfleik missti PSG aftur mann af velli vegna meiðsla. Að þessu sinni var það Neymar en hann var borinn af velli. Neymar is stretchered off of PSG's game against Lille with an ankle injury the second leg of their Champions League tie with Bayern Munich is on March 8 pic.twitter.com/uimu68CjZX— B/R Football (@brfootball) February 19, 2023 Ekki löngu eftir það var staðan orðin 2-2 en Marco Veratti fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem Jonathan David skoraði örugglega úr. Gestirnir komust svo yfir á 69. mínútu þegar Jonathan Bamba skoraði eftir góða sendingu Angel Gomes, önnur stoðsending hans í leiknum. Mbappé var þó ekki á þeim buxunum að tapa leiknum og jafnaði metin á 87. mínútu. Það var svo þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem Lionel Messi tryggði PSG vægast sagt dramatískan sigur með glæsilegu marki úr aukaspyrnu. Um er að ræða 699. mark hans fyrir félagslið á ferlinum. Lokatölur á Parc des Princes-vellinum í París 4-3 heimamönnum í vil. PSG er nú á toppi deildarinnar með 57 stig, átta meira en Marseille sem kemur þar á eftir með leik til góða.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira