Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2025 20:34 Jack Grealish fagnar marki sínu fyrir Manchester City í kvöld. Getty/Michael Steele Manchester City komst upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 heimasigur á Leicester City í kvöld. Þetta var fyrsti leikur City eftir að í ljós kom að norski framherjinn Erling Braut Haaland verður ekki með liðinu næstu vikurnar vegna meiðsla. Stuðningsmenn City þurftu ekki á bíða lengi eftir marki í kvöld því Jack Grealish kom liðinu í 1-0 strax á annarri mínútu eftir sendingu frá Savinho. Omar Marmoush, sem tók sæti Haaland í framlínunni, bætti síðan við öðru marki á 29. mínútu. Þetta reyndust vera einu mörkin í leiknum. Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir lærisveina Pep Guardiola sem fengu aðeins eitt stig í síðustu tveimur deildarleikjum sínum fyrir landsleikjahlé. Liðið er í mikilli baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þessi þrjú stig komu sér vel. Enski boltinn
Manchester City komst upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 heimasigur á Leicester City í kvöld. Þetta var fyrsti leikur City eftir að í ljós kom að norski framherjinn Erling Braut Haaland verður ekki með liðinu næstu vikurnar vegna meiðsla. Stuðningsmenn City þurftu ekki á bíða lengi eftir marki í kvöld því Jack Grealish kom liðinu í 1-0 strax á annarri mínútu eftir sendingu frá Savinho. Omar Marmoush, sem tók sæti Haaland í framlínunni, bætti síðan við öðru marki á 29. mínútu. Þetta reyndust vera einu mörkin í leiknum. Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir lærisveina Pep Guardiola sem fengu aðeins eitt stig í síðustu tveimur deildarleikjum sínum fyrir landsleikjahlé. Liðið er í mikilli baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þessi þrjú stig komu sér vel.