Í áfalli eftir heimsókn þriggja handrukkara Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 11:33 Ragnar segir mennina hafa hótað að rústa allri íbúðinni, og stela sjónvarpinu hans og tölvunni. „Þeir sögðust ætla að taka allt sem þeir gætu selt.“ Aðsend „Ég er ennþá að reyna að jafna mig. Ég bara skil ekkert í þeim að vera að ráðast á mig,“ segir Ragnar Rúnar Þorgeirsson, íbúi í Ásahverfinu í Hafnarfirði en hann varð fyrir óhugnanlegri reynslu í gærdag þegar þrír menn ruddust inn á heimili hans með ógnandi tilburðum og enduðu á því að keyra á brott á bílnum hans. Að sögn Ragnars vildu mennirnir ná tali af syni hans, sem einn þeirra mun hafa átt í viðskiptum við. Í samtali við Vísi segir hann mennina þrjá hafa bankað upp á um fimm leytið í gærdag. Ragnar var þá einn heima. Hann segir mennina þrjá hafa ruðst inn og spurt eftir syni hans. Að sögn Ragnars var einn af þeim sem hafði sig mest í frammi, sá sami og sonur Ragnars mun hafa átt í viðskiptum við. „Sonur minn er úti á sjó núna, hann kemur venjulega hingað til mín í einn eða tvo daga þegar hann er í landi og fær að gista hérna. Ég sagði þeim eins og var, að hann væri úti á sjó.“ Hann segir mennina þrjá ekki hafa verið vopnaða. „En þeir voru augljóslega uppdópaðir, það sást í augunum á þeim, það skein úr þeim heift.“ Hann segir höfuðpaurinn svokallaða hafa ráfað um íbúðina, rótað í hinu og þessu og farið ofan í skúffur. „Svo fór hann inn í eldhús og gramsaði í lyfjunum mínum sem ég geymi þar. Ég sagði honum að þetta væru vítamín og þá missti hann áhugann á þeim.“ Ragnar segir mennina hafa hótað að rústa allri íbúðinni, og stela sjónvarpinu hans og tölvunni. „Þeir sögðust ætla að taka allt sem þeir gætu selt, til að hafa upp í skuld sem sonur minn á að vera ábyrgur fyrir. Ég sagði þeim að strákurinn ætti ekkert hérna heima hjá mér, sem er satt. Þá hættu þeir við.“ Titrandi og skjálfandi Ragnar segir að sér hafi einhvern veginn tekist að halda ró sinni á meðan á öllu þessu stóð. Hann segir höfuðpaurinn í hópnum hafa sagt honum að þeir „myndu vera góðir við hann“, en engu að síður hafi honum staðið mikil ógn af þremenningunum og verið verulega brugðið. Ragnar segist hafa geymt bíllykilinn inni í svefnherbergi en ekki uppgötvað að mennirnir höfðu tekið hann fyrr en hann leit út og sá bílnum bakkað í burtu frá húsinu. Hann segist hafa hringt á lögreglu strax í kjölfarið. Þegar lögreglan mætti á svæðið var hann í miklu uppnámi. Lögreglan tók af honum skýrslu. „Ég var allar titrandi og skjálfandi og vissi ekkert, ráfaði bara um íbúðina og reyndi að átta mig á hlutunum.“ Seinna um kvöldið fékk Ragnar tilkynningu frá lögreglunni að bifreiðin væri fundin. Snemma í morgun var greint frá því í dagbók lögreglunnar að bifreið var stöðvuð í hverfi 221 en bifreiðin hafði verið tilkynnt stolin. Ökumaður og tveir farþegar hans voru handteknir, grunaðir um þjófnað á bifreiðinni. Voru þeir allir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Ragnar grunar sterklega að um sé að ræða mennina þrjá sem ruddust inn til hans, þó að hann hafi ekki fengið það staðfest. „En mér skilst að það sé verið að skoða bílinn núna og svo fá ég hann eftir nokkra daga.“ Ragnar segist áður hafa orðið fyrir áreiti af þessu tagi og grunar sterklega að um sömu aðila sé að ræða. „Fyrir nokkrum mánuðum var stungið á þrjú dekk á bílnum mínum, og ég tilkynnti það til lögreglunnar. Mér finnst mjög líklegt að þetta séu sömu menn og komu til mín í gær.“ Hann kveðst enn vera að ná sér niður eftir þessa óhugnanlegu heimsókn. „Maður er bara í áfalli. Ég hugsa að ég muni leita til Rauða krossins og fá áfallahjálp. En ég ætla samt ekkert að hlífa þessum mönnum.“ Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Í samtali við Vísi segir hann mennina þrjá hafa bankað upp á um fimm leytið í gærdag. Ragnar var þá einn heima. Hann segir mennina þrjá hafa ruðst inn og spurt eftir syni hans. Að sögn Ragnars var einn af þeim sem hafði sig mest í frammi, sá sami og sonur Ragnars mun hafa átt í viðskiptum við. „Sonur minn er úti á sjó núna, hann kemur venjulega hingað til mín í einn eða tvo daga þegar hann er í landi og fær að gista hérna. Ég sagði þeim eins og var, að hann væri úti á sjó.“ Hann segir mennina þrjá ekki hafa verið vopnaða. „En þeir voru augljóslega uppdópaðir, það sást í augunum á þeim, það skein úr þeim heift.“ Hann segir höfuðpaurinn svokallaða hafa ráfað um íbúðina, rótað í hinu og þessu og farið ofan í skúffur. „Svo fór hann inn í eldhús og gramsaði í lyfjunum mínum sem ég geymi þar. Ég sagði honum að þetta væru vítamín og þá missti hann áhugann á þeim.“ Ragnar segir mennina hafa hótað að rústa allri íbúðinni, og stela sjónvarpinu hans og tölvunni. „Þeir sögðust ætla að taka allt sem þeir gætu selt, til að hafa upp í skuld sem sonur minn á að vera ábyrgur fyrir. Ég sagði þeim að strákurinn ætti ekkert hérna heima hjá mér, sem er satt. Þá hættu þeir við.“ Titrandi og skjálfandi Ragnar segir að sér hafi einhvern veginn tekist að halda ró sinni á meðan á öllu þessu stóð. Hann segir höfuðpaurinn í hópnum hafa sagt honum að þeir „myndu vera góðir við hann“, en engu að síður hafi honum staðið mikil ógn af þremenningunum og verið verulega brugðið. Ragnar segist hafa geymt bíllykilinn inni í svefnherbergi en ekki uppgötvað að mennirnir höfðu tekið hann fyrr en hann leit út og sá bílnum bakkað í burtu frá húsinu. Hann segist hafa hringt á lögreglu strax í kjölfarið. Þegar lögreglan mætti á svæðið var hann í miklu uppnámi. Lögreglan tók af honum skýrslu. „Ég var allar titrandi og skjálfandi og vissi ekkert, ráfaði bara um íbúðina og reyndi að átta mig á hlutunum.“ Seinna um kvöldið fékk Ragnar tilkynningu frá lögreglunni að bifreiðin væri fundin. Snemma í morgun var greint frá því í dagbók lögreglunnar að bifreið var stöðvuð í hverfi 221 en bifreiðin hafði verið tilkynnt stolin. Ökumaður og tveir farþegar hans voru handteknir, grunaðir um þjófnað á bifreiðinni. Voru þeir allir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Ragnar grunar sterklega að um sé að ræða mennina þrjá sem ruddust inn til hans, þó að hann hafi ekki fengið það staðfest. „En mér skilst að það sé verið að skoða bílinn núna og svo fá ég hann eftir nokkra daga.“ Ragnar segist áður hafa orðið fyrir áreiti af þessu tagi og grunar sterklega að um sömu aðila sé að ræða. „Fyrir nokkrum mánuðum var stungið á þrjú dekk á bílnum mínum, og ég tilkynnti það til lögreglunnar. Mér finnst mjög líklegt að þetta séu sömu menn og komu til mín í gær.“ Hann kveðst enn vera að ná sér niður eftir þessa óhugnanlegu heimsókn. „Maður er bara í áfalli. Ég hugsa að ég muni leita til Rauða krossins og fá áfallahjálp. En ég ætla samt ekkert að hlífa þessum mönnum.“
Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira