Vinnudeiluvopnið sem verið er að vekja úr dvala Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2023 13:00 Þó að það hafi verið kalt úti þegar þessi mynd var tekin í síðustu viku er mikill hiti hlaupinn í kjaradeilu SA og Eflingar. Vísir/Vilhelm Verkbannsvopnið hefur meira og minna legið í dvala á þessari öld en dæmi er um að því hafi verið beitt í vinnudeilum hér á landi, þó þau dæmi séu ekki mjög mörg. Verkföll launþega hafa í gegnum tíðina verið mun tíðari en verkbönn atvinnurekenda. Kosning stendur nú yfir á meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins um beitingu verkbanns í kjaradeilu SA og Eflingar. Ef kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og Eflingar var í hnút fyrir og um helgi má segja að hún sé komin í rembihnút nú. Viðræður á milli deiluaðila um helgina skiluðu engum niðurstöðum. Verkföllum Eflingar verður því framhaldið og fleiri eru boðuð. Í morgun varð sú vending á deilunni að Samtök atvinnulífsins boðuðu verkbann á félagsfólk Eflingar sem starfar samkvæmt kjarasamningum á milli samtakanna og Eflingar. Atkvæðagreiðsla um slíkt verkbann hófst klukkan ellefu í dag og stendur til miðvikudags. Verði hið ótímabundna verkbann samþykkt, tekur það gildi á hádegi þann 2. mars næstkomandi. Á vef Samtaka atvinnulífsins kemur fram að hið fyrirhugaða verkbann nái til alls starfsfólks sem starfar á félagssvæði Eflingar, samkvæmt aðalkjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar – stéttarfélags og kjarasamningi sömu aðila vegna veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. Verði verkbannið að veruleika munu starfsmenn Eflingar sem starfa eftir umræddum kjarasamningi ekki mæta í vinnuna, fá ekki laun, engar orlofsgreiðslur og engar lífeyrisgreiðslur. Því hefur verið haldið fram að Eflingarfólk sem verkbannið bitni á muni þurfa sækja bætur í sjóði Eflingar. Sjálf hefur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, þó lýst því yfir í dag að svo verði ekki, þar sem Efling muni ekki „axla ábyrgð á sturlun forystumanna Samtaka atvinnulífsins“, líkt og hún orðaði það. Um framkvæmd verkbanns gilda að flestu leyti sömu sjónarmið og um framkvæmd verkfalls. Meginskyldur aðila samkvæmt ráðningarsamningi falla niður þann tíma sem verkbann varir og rakna við þegar því líkur. Vinna er ekki innt af hendi og laun eru ekki greidd. Nánar á vef ASÍ Í Bítinu á Bylgjuni í morgun sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að verði verkbannið samþykkt muni samtökin nýta tímann sem líður frá samþykkt þess að gildistöku verkbannsins til að útskýra nánar hver tilhögunin á verkbanninu yrði. Þar var Halldór Benjamín spurður um hvort að verkbannið myndi ná til allra meðlima Eflingar sem starfa undir umræddum kjarasamningum, sem eru um tuttugu þúsund manns. „Atkvæðagreiðslan tekur til þess en síðan að sjálfsögðu munum við útfæra þetta eftir þeim leiðum sem við teljum heppilegastar hverju sinni,“ sagði Halldór Benjamín. Verkbönn ekki algeng, sérstaklega í seinni tíð Sem fyrr segir eru verkbönn ekki mjög algeng hér á landi. Það sést til að mynda glögglega á vefnum tímarit.is, sem heldur utan um safn af dagblöðum og tímaritum á Íslandi í gegnum tíðina. Leit að orðinu verkbann skilar 2.031 niðurstöðu á árabilinu 1906 til 2023. Leit að orðinu verkfall skilar aftur á móti 54.121 niðurstöðu, frá árunum 1843 til 2023. „Þetta hefur verið notað, en sjaldan,“ segir Sumarliði R. Ísleifsson, sagnfræðingur sem skrifaði meðal annars sögu ASÍ, í stuttu samtali við Vísi í morgun. Hann hafði þá nýtt tímann í morgun til að kanna stuttlega sögu vinnubanns á Íslandi, viðbúinn því að fá símtöl frá fréttamönnum um sögu verkbanna. „Það má finna einhver dæmi um stærri verkbönn en almennt má segja um þetta að þetta er bara fátítt,“ segir Sumarliði. Úr Morgunblaðinu í maí 2001, eftir að Alþingi samþykkti lög á harða kjaradeilu skómanna og útvegsmanna. Sjómenn fóru í verkfall og útvegsmenn beittu verkbanni.Tímarit.is Stutt yfirferð á tímarit.is leiðir í ljós að nokkur umræða hafi verið um beitingu verkbanns í gegnum tíðina. Verkbann er í rauninni öfugt verkfall, enda fjallar sama lagagreinin í lögum um stéttarfélög og vinnudeilum um verkfall og verkbann. Þá eru nokkur dæmi um að vinnudeilur sem voru komnar í þá stöðu að verkföllum og verkbönnum var beitt hafi verið leyst með lagasetningu frá Alþingi. „Stundum eru menn náttúrulega bara að ræða þetta, það er ekki eins og þetta tæki hafi alveg verið sofandi. En yfirleitt hafa menn bara náð samningum, eða ég held að ég megi nú segja það, að það hafi verið algengara að leysa málin með miðlunartillögu, en nú er það eiginlega úr sögunni, eða þá með lagasetningu,“ segir Sumarliði. Vísar Sumarliði meðal annars til kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna árið 2001. Þá fóru sjómenn í verkfall sem stóð yfir í sex vikur. Útvegsmenn svöruðu verkfallinu með því að boða til verkbanns á sjómenn sem voru ekki í verkfalli. Þeirri deilu lauk með aðkomu Alþingis sem samþykkti í tvígang lög til þess að stöðva verkfallið og verkbannið, fyrst til að fresta málinu og svo aftur til að ljúka deilunni fyrir fullt og allt í maí. Dagblaðið Vísir fjallaði um verkbann á undirmenn á farskipum árið 1979.Tímarit.is Fara má einnig aftur til ársins 1979 þegar yfirmenn á svokölluðum farskipum fóru í verkfall í apríl það ár. Vinnuveitendasamband Íslands svaraði með því að setja verkbann á undirmenn á sömu skipum í maí. Alþingi gaf út bráðabirgðalög í júní sem bannaði vinnustöðvun til áramóta og vísaði kjaradeilunni til kjaradóms. Verkbannstólinu hefur hins vegar lítið verið beitt undanfarin ár. „Þetta er náttúrulega allt saman frekar fordæmalítið, í seinni tíð.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilvísun í ummæli Sólveigar Önnu Jónsdóttir, formanns Eflingar, um að Eflingarfólk sem lendi í verkbanni, komi til þess, muni ekki fá greitt úr sjóðum Eflingar vegna verkbannsins. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verði áhugavert að sjá yfirmenn útskýra „þetta viðbjóðslega framferði“ fyrir starfsfólki Formaður Eflingar segir það vera hörmulegt að horfa upp á verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún segir engan samningsvilja vera til staðar hjá samtökunum. Henni þykir það líklegt að verkfallsboðanir sem 1.650 starfsmenn Eflingar hafa verið að greiða atkvæði um verði samþykktar. 20. febrúar 2023 12:09 Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36 Boða verkbann á félagsfólk Eflingar Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 20. febrúar 2023 06:10 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
Ef kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og Eflingar var í hnút fyrir og um helgi má segja að hún sé komin í rembihnút nú. Viðræður á milli deiluaðila um helgina skiluðu engum niðurstöðum. Verkföllum Eflingar verður því framhaldið og fleiri eru boðuð. Í morgun varð sú vending á deilunni að Samtök atvinnulífsins boðuðu verkbann á félagsfólk Eflingar sem starfar samkvæmt kjarasamningum á milli samtakanna og Eflingar. Atkvæðagreiðsla um slíkt verkbann hófst klukkan ellefu í dag og stendur til miðvikudags. Verði hið ótímabundna verkbann samþykkt, tekur það gildi á hádegi þann 2. mars næstkomandi. Á vef Samtaka atvinnulífsins kemur fram að hið fyrirhugaða verkbann nái til alls starfsfólks sem starfar á félagssvæði Eflingar, samkvæmt aðalkjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar – stéttarfélags og kjarasamningi sömu aðila vegna veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. Verði verkbannið að veruleika munu starfsmenn Eflingar sem starfa eftir umræddum kjarasamningi ekki mæta í vinnuna, fá ekki laun, engar orlofsgreiðslur og engar lífeyrisgreiðslur. Því hefur verið haldið fram að Eflingarfólk sem verkbannið bitni á muni þurfa sækja bætur í sjóði Eflingar. Sjálf hefur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, þó lýst því yfir í dag að svo verði ekki, þar sem Efling muni ekki „axla ábyrgð á sturlun forystumanna Samtaka atvinnulífsins“, líkt og hún orðaði það. Um framkvæmd verkbanns gilda að flestu leyti sömu sjónarmið og um framkvæmd verkfalls. Meginskyldur aðila samkvæmt ráðningarsamningi falla niður þann tíma sem verkbann varir og rakna við þegar því líkur. Vinna er ekki innt af hendi og laun eru ekki greidd. Nánar á vef ASÍ Í Bítinu á Bylgjuni í morgun sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að verði verkbannið samþykkt muni samtökin nýta tímann sem líður frá samþykkt þess að gildistöku verkbannsins til að útskýra nánar hver tilhögunin á verkbanninu yrði. Þar var Halldór Benjamín spurður um hvort að verkbannið myndi ná til allra meðlima Eflingar sem starfa undir umræddum kjarasamningum, sem eru um tuttugu þúsund manns. „Atkvæðagreiðslan tekur til þess en síðan að sjálfsögðu munum við útfæra þetta eftir þeim leiðum sem við teljum heppilegastar hverju sinni,“ sagði Halldór Benjamín. Verkbönn ekki algeng, sérstaklega í seinni tíð Sem fyrr segir eru verkbönn ekki mjög algeng hér á landi. Það sést til að mynda glögglega á vefnum tímarit.is, sem heldur utan um safn af dagblöðum og tímaritum á Íslandi í gegnum tíðina. Leit að orðinu verkbann skilar 2.031 niðurstöðu á árabilinu 1906 til 2023. Leit að orðinu verkfall skilar aftur á móti 54.121 niðurstöðu, frá árunum 1843 til 2023. „Þetta hefur verið notað, en sjaldan,“ segir Sumarliði R. Ísleifsson, sagnfræðingur sem skrifaði meðal annars sögu ASÍ, í stuttu samtali við Vísi í morgun. Hann hafði þá nýtt tímann í morgun til að kanna stuttlega sögu vinnubanns á Íslandi, viðbúinn því að fá símtöl frá fréttamönnum um sögu verkbanna. „Það má finna einhver dæmi um stærri verkbönn en almennt má segja um þetta að þetta er bara fátítt,“ segir Sumarliði. Úr Morgunblaðinu í maí 2001, eftir að Alþingi samþykkti lög á harða kjaradeilu skómanna og útvegsmanna. Sjómenn fóru í verkfall og útvegsmenn beittu verkbanni.Tímarit.is Stutt yfirferð á tímarit.is leiðir í ljós að nokkur umræða hafi verið um beitingu verkbanns í gegnum tíðina. Verkbann er í rauninni öfugt verkfall, enda fjallar sama lagagreinin í lögum um stéttarfélög og vinnudeilum um verkfall og verkbann. Þá eru nokkur dæmi um að vinnudeilur sem voru komnar í þá stöðu að verkföllum og verkbönnum var beitt hafi verið leyst með lagasetningu frá Alþingi. „Stundum eru menn náttúrulega bara að ræða þetta, það er ekki eins og þetta tæki hafi alveg verið sofandi. En yfirleitt hafa menn bara náð samningum, eða ég held að ég megi nú segja það, að það hafi verið algengara að leysa málin með miðlunartillögu, en nú er það eiginlega úr sögunni, eða þá með lagasetningu,“ segir Sumarliði. Vísar Sumarliði meðal annars til kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna árið 2001. Þá fóru sjómenn í verkfall sem stóð yfir í sex vikur. Útvegsmenn svöruðu verkfallinu með því að boða til verkbanns á sjómenn sem voru ekki í verkfalli. Þeirri deilu lauk með aðkomu Alþingis sem samþykkti í tvígang lög til þess að stöðva verkfallið og verkbannið, fyrst til að fresta málinu og svo aftur til að ljúka deilunni fyrir fullt og allt í maí. Dagblaðið Vísir fjallaði um verkbann á undirmenn á farskipum árið 1979.Tímarit.is Fara má einnig aftur til ársins 1979 þegar yfirmenn á svokölluðum farskipum fóru í verkfall í apríl það ár. Vinnuveitendasamband Íslands svaraði með því að setja verkbann á undirmenn á sömu skipum í maí. Alþingi gaf út bráðabirgðalög í júní sem bannaði vinnustöðvun til áramóta og vísaði kjaradeilunni til kjaradóms. Verkbannstólinu hefur hins vegar lítið verið beitt undanfarin ár. „Þetta er náttúrulega allt saman frekar fordæmalítið, í seinni tíð.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilvísun í ummæli Sólveigar Önnu Jónsdóttir, formanns Eflingar, um að Eflingarfólk sem lendi í verkbanni, komi til þess, muni ekki fá greitt úr sjóðum Eflingar vegna verkbannsins.
Um framkvæmd verkbanns gilda að flestu leyti sömu sjónarmið og um framkvæmd verkfalls. Meginskyldur aðila samkvæmt ráðningarsamningi falla niður þann tíma sem verkbann varir og rakna við þegar því líkur. Vinna er ekki innt af hendi og laun eru ekki greidd. Nánar á vef ASÍ
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verði áhugavert að sjá yfirmenn útskýra „þetta viðbjóðslega framferði“ fyrir starfsfólki Formaður Eflingar segir það vera hörmulegt að horfa upp á verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún segir engan samningsvilja vera til staðar hjá samtökunum. Henni þykir það líklegt að verkfallsboðanir sem 1.650 starfsmenn Eflingar hafa verið að greiða atkvæði um verði samþykktar. 20. febrúar 2023 12:09 Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36 Boða verkbann á félagsfólk Eflingar Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 20. febrúar 2023 06:10 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
Verði áhugavert að sjá yfirmenn útskýra „þetta viðbjóðslega framferði“ fyrir starfsfólki Formaður Eflingar segir það vera hörmulegt að horfa upp á verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún segir engan samningsvilja vera til staðar hjá samtökunum. Henni þykir það líklegt að verkfallsboðanir sem 1.650 starfsmenn Eflingar hafa verið að greiða atkvæði um verði samþykktar. 20. febrúar 2023 12:09
Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36
Boða verkbann á félagsfólk Eflingar Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 20. febrúar 2023 06:10