Efling og SA: Lítið bar í milli Stefán Ólafsson skrifar 20. febrúar 2023 14:30 Eftir að nýr sáttasemjari kom að kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hófust alvöru viðræður milli aðilanna í fyrsta sinn á miðvikudag í síðustu viku. Í góðri trú féllst samninganefnd Eflingar síðan á að fresta verkfallsaðgerðum á fimmtudagskvöld til miðnættis á sunnudag (19. feb.) til að greiða fyrir jákvæðum samningaviðræðum. Einlægur samningsvilji og jákvæð leit að lausnum var leiðarljós Eflingarfólks í viðræðunum. Efling tók mörg skref til að nálgast SA. Viðræðurnar snérust um að aðlaga launatöflu Eflingar að sérstökum aðstæðum verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og að gera það innan skekkjumarka kostnaðar SGS-samningsins. Aðilar voru sammála um að SGS-samningurinn væri ódýrari fyrir fyrirtækin ef hann væri heimfærður óbreyttur á félagsmenn Eflingar á höfuðborgarsvæðinu. Efling ætti því inni einhverja umframhækkun svo félagsmenn Eflingar fengju álíka ábata af samningnum og verkafólk sem starfar undir SGS-samningnum, án þess þó að heildarkostnaður fyrirtækja yrði meiri. Ólík sjónarmið voru þó um aðferðir við mat á kostnaði og hversu mikið það svigrúm væri. Í reynd gengu viðræðurnar vel á fimmtudag og föstudag og báðir aðilar voru lausnamiðaðir og þokuðust saman. Gerð höfðu verið drög að breyttri launatöflu til að koma til móts við ólíka samsetningu Eflingarfélaga samanborið við SGS-félögin á landsbyggðinni og að dreifa launahækkunum með öðrum hætti en gert var í SGS-samningnum. Við lok föstudags mátti ætla að greið leið væri að því að brúa það bil sem þá var milli aðila hvað útfærslu launatöflu snerti. Samninganefnd Eflingar hafði lýst sig viljuga til að koma til móts við SA varðandi aðrar breytingar á kjarasamningi sem SA óskuðu eftir í skiptum. SA forystan snéri við blaðinu Það kom samningafólki Eflingar því mjög á óvart á laugardeginum að gangur viðræðna þyngdist, þó áfram væri unnið með hugmyndir um ívilnandi breytingar á kjarasamningi til að vega á móti breytingum á launatöflu. Á sunnudagsmorgun var síðan ljóst að SA-fólk hafði snúið við blaðinu og vildi ekki halda áfram á þeirri leið sem þó hafði skilað aðilunum á þann stað að frekar lítið bar í milli. Ekki hjálpaði til að SA gengu á bak loforðs um að viðræður myndu fara fram við fulltrúa Samskips og olíudreifingarfyrirtækja meðan á frestun verkfalls stæði. Síðan þegar sáttasemjari óskaði eftir yfirliti hvors aðila um sig um lokastöðu viðræðna seinni part sunnudags þá dró forysta SA skyndilega upp óþekkjanlega mynd af afstöðu sinni þar sem áður umræddar málamiðlanir af þeirra hálfu höfðu gufað upp – rétt eins og markmiðið væri að ýkja hversu mikið bil væri milli aðilanna. Þetta var með miklum ólíkindum. Einnig virðist sem að SA-forystan hafi verið andvíg því að settur sáttasemjari legði fram miðlunartillögu sem risi undir því að vera einhvers konar millivegur milli aðilanna. Gjáin sem brúa þurfti þá var vel innan þess ramma sem miðlunartillögur geta tekið á með farsælum hætti. Í framhaldinu hefur forysta SA gripið til fordæmalausra hótana um beitingu verkbanns á nærri 21.000 Eflingarfélaga sem myndi lama atvinnulíf á höfuðborgarsvæðinu samstundis á þriðjudag í næstu viku. Erfitt er að sjá hverju slík framvinda ætti að skila öðru en að magna upp áhrif deilunnar, langt umfram þau áhrif sem verkföll afmarkaðra hópa geta haft, og skapa glundroða í samfélaginu. Þetta nýja skref forystu SA er væntanlega hugsað sem leið til að þvinga stjórnvöld til að setja lögbann á verkföll verkafólks, sem ekki hefur verið gert í áratugi. Tilefnið er vægast sagt langsótt í ljósi þess sem á milli bar í deilunni á föstudag og laugardag. Full ástæða er því til að efast um að SA-fólk hafi haft alvöru samningsvilja að þessu sinni. En Efling sýndi mikinn samningsvilja í verki – á marga vegu. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að nýr sáttasemjari kom að kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hófust alvöru viðræður milli aðilanna í fyrsta sinn á miðvikudag í síðustu viku. Í góðri trú féllst samninganefnd Eflingar síðan á að fresta verkfallsaðgerðum á fimmtudagskvöld til miðnættis á sunnudag (19. feb.) til að greiða fyrir jákvæðum samningaviðræðum. Einlægur samningsvilji og jákvæð leit að lausnum var leiðarljós Eflingarfólks í viðræðunum. Efling tók mörg skref til að nálgast SA. Viðræðurnar snérust um að aðlaga launatöflu Eflingar að sérstökum aðstæðum verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og að gera það innan skekkjumarka kostnaðar SGS-samningsins. Aðilar voru sammála um að SGS-samningurinn væri ódýrari fyrir fyrirtækin ef hann væri heimfærður óbreyttur á félagsmenn Eflingar á höfuðborgarsvæðinu. Efling ætti því inni einhverja umframhækkun svo félagsmenn Eflingar fengju álíka ábata af samningnum og verkafólk sem starfar undir SGS-samningnum, án þess þó að heildarkostnaður fyrirtækja yrði meiri. Ólík sjónarmið voru þó um aðferðir við mat á kostnaði og hversu mikið það svigrúm væri. Í reynd gengu viðræðurnar vel á fimmtudag og föstudag og báðir aðilar voru lausnamiðaðir og þokuðust saman. Gerð höfðu verið drög að breyttri launatöflu til að koma til móts við ólíka samsetningu Eflingarfélaga samanborið við SGS-félögin á landsbyggðinni og að dreifa launahækkunum með öðrum hætti en gert var í SGS-samningnum. Við lok föstudags mátti ætla að greið leið væri að því að brúa það bil sem þá var milli aðila hvað útfærslu launatöflu snerti. Samninganefnd Eflingar hafði lýst sig viljuga til að koma til móts við SA varðandi aðrar breytingar á kjarasamningi sem SA óskuðu eftir í skiptum. SA forystan snéri við blaðinu Það kom samningafólki Eflingar því mjög á óvart á laugardeginum að gangur viðræðna þyngdist, þó áfram væri unnið með hugmyndir um ívilnandi breytingar á kjarasamningi til að vega á móti breytingum á launatöflu. Á sunnudagsmorgun var síðan ljóst að SA-fólk hafði snúið við blaðinu og vildi ekki halda áfram á þeirri leið sem þó hafði skilað aðilunum á þann stað að frekar lítið bar í milli. Ekki hjálpaði til að SA gengu á bak loforðs um að viðræður myndu fara fram við fulltrúa Samskips og olíudreifingarfyrirtækja meðan á frestun verkfalls stæði. Síðan þegar sáttasemjari óskaði eftir yfirliti hvors aðila um sig um lokastöðu viðræðna seinni part sunnudags þá dró forysta SA skyndilega upp óþekkjanlega mynd af afstöðu sinni þar sem áður umræddar málamiðlanir af þeirra hálfu höfðu gufað upp – rétt eins og markmiðið væri að ýkja hversu mikið bil væri milli aðilanna. Þetta var með miklum ólíkindum. Einnig virðist sem að SA-forystan hafi verið andvíg því að settur sáttasemjari legði fram miðlunartillögu sem risi undir því að vera einhvers konar millivegur milli aðilanna. Gjáin sem brúa þurfti þá var vel innan þess ramma sem miðlunartillögur geta tekið á með farsælum hætti. Í framhaldinu hefur forysta SA gripið til fordæmalausra hótana um beitingu verkbanns á nærri 21.000 Eflingarfélaga sem myndi lama atvinnulíf á höfuðborgarsvæðinu samstundis á þriðjudag í næstu viku. Erfitt er að sjá hverju slík framvinda ætti að skila öðru en að magna upp áhrif deilunnar, langt umfram þau áhrif sem verkföll afmarkaðra hópa geta haft, og skapa glundroða í samfélaginu. Þetta nýja skref forystu SA er væntanlega hugsað sem leið til að þvinga stjórnvöld til að setja lögbann á verkföll verkafólks, sem ekki hefur verið gert í áratugi. Tilefnið er vægast sagt langsótt í ljósi þess sem á milli bar í deilunni á föstudag og laugardag. Full ástæða er því til að efast um að SA-fólk hafi haft alvöru samningsvilja að þessu sinni. En Efling sýndi mikinn samningsvilja í verki – á marga vegu. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun