Hamrén í vandræðum í Álaborg eftir að leikmenn kvörtuðu Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 18:31 Erik Hamrén á ekki sjö dagana sæla í Álaborg um þessar mundir. Vísir/Hulda Margrét Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands Erik Hamrén er í vandræðum í Danmörku en hann stýrir nú liði Álaborgar. Leikmenn liðsins hafa kvartað undan Hamrén og segja liðið spila gamaldags fótbolta. Erik Hamrén var landsliðsþjálfari Íslands frá 2018 til 2020 en hann hætti með liðið eftir að hafa mistekist að koma Íslandi á Evrópumótið sem fram fór 2021. Hamrén tók við liði Álaborgar á nýjan leik í haust en hann gerði Álaborg að dönskum meisturum árið 2008. „Ég sé mig fyrir mér í þessu starfi í mörg ár. Metnaður minn, bæði fyrir sjálfan mig og félagið, er mikill og ég hlakka til að hitta starfsfólkið og leikmannahópinn. Það sem skiptir máli er að sýna góðar frammistöður og ná stöðugleika þannig að við komumst úr fallbaráttunni,“ sagði Hamrén þegar hann var ráðinn þjálfari Álaborgar í september. Lélegar æfingar, rangt leikkerfi og gamaldags fótbolti Árangur liðsins síðan hinn sænski Hamrén tók við hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska. Liðið hefur aðeins náð í þrjá sigra í tólf leikjum undir hans stjórn og samkvæmt Ekstrabladet í Danmörku hafa leikmenn nú misst trú á að Hamrén geti bjargað liðinu frá falli. Í frétt Ekstrabladet kemur fram að nokkrir af leiðtogum leikmannahóps Álaborgar hafi óskað eftir fundi með stjórnarformanninum Thomas Bælum þar sem þeir lýstu yfir óánægju með störf Hamrén. Gagnrýnin snerist um léleg gæði á æfingum, að liðið spili rangt leikkerfi og að Hamrén hafi ekki nýtt vetrarfríið nægilega vel. Einnig vilja leikmennirnir meina að taktík Hamrén sé gamaldags og henti ekki í þeirri stöðu sem liðið er í. Þá hafa leikmenn sagt við Ekstrabladet að þeir telji möguleika liðsins á að halda sæti sínu í deildinni vera hverfandi litla undir stjórn Svíans. Álaborg er sem stendur í næst neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig en átta stig eru upp í næsta lið fyrir ofan. Liðið leikur næst gegn Íslendingaliðinu FCK á sunnudaginn í Kaupmannahöfn. Danski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Erik Hamrén var landsliðsþjálfari Íslands frá 2018 til 2020 en hann hætti með liðið eftir að hafa mistekist að koma Íslandi á Evrópumótið sem fram fór 2021. Hamrén tók við liði Álaborgar á nýjan leik í haust en hann gerði Álaborg að dönskum meisturum árið 2008. „Ég sé mig fyrir mér í þessu starfi í mörg ár. Metnaður minn, bæði fyrir sjálfan mig og félagið, er mikill og ég hlakka til að hitta starfsfólkið og leikmannahópinn. Það sem skiptir máli er að sýna góðar frammistöður og ná stöðugleika þannig að við komumst úr fallbaráttunni,“ sagði Hamrén þegar hann var ráðinn þjálfari Álaborgar í september. Lélegar æfingar, rangt leikkerfi og gamaldags fótbolti Árangur liðsins síðan hinn sænski Hamrén tók við hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska. Liðið hefur aðeins náð í þrjá sigra í tólf leikjum undir hans stjórn og samkvæmt Ekstrabladet í Danmörku hafa leikmenn nú misst trú á að Hamrén geti bjargað liðinu frá falli. Í frétt Ekstrabladet kemur fram að nokkrir af leiðtogum leikmannahóps Álaborgar hafi óskað eftir fundi með stjórnarformanninum Thomas Bælum þar sem þeir lýstu yfir óánægju með störf Hamrén. Gagnrýnin snerist um léleg gæði á æfingum, að liðið spili rangt leikkerfi og að Hamrén hafi ekki nýtt vetrarfríið nægilega vel. Einnig vilja leikmennirnir meina að taktík Hamrén sé gamaldags og henti ekki í þeirri stöðu sem liðið er í. Þá hafa leikmenn sagt við Ekstrabladet að þeir telji möguleika liðsins á að halda sæti sínu í deildinni vera hverfandi litla undir stjórn Svíans. Álaborg er sem stendur í næst neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig en átta stig eru upp í næsta lið fyrir ofan. Liðið leikur næst gegn Íslendingaliðinu FCK á sunnudaginn í Kaupmannahöfn.
Danski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira