RÚV greinir frá þessu og hefur eftir lögreglustjóranum á Suðurnesjum að maðurinn, sem er sagður á sjötugsaldri, hafi verið kærður. Málið sé til rannsóknar.
Atvikið hafi átt sér stað á sunnudagskvöld. Maðurinn hafi, eftir að drengirnir gerðu fyrst dyraat hjá honum, setið fyrir þeim, ráðist á einn drengjanna og dregið inn á heimili sitt, þar sem hann læsti hann inni. Þar hafi hann haldið drengnum í tíu mínútur og neitað að hleypa honum út.
Það hafi ekki verið fyrr en foreldri eins drengjanna braut rúðu á útidyrahurð hússins sem hægt var að koma drengnum út af heimili mannsins.
Þá er haft eftir móður drengsins að hann hafi hlotið áverka við árásina.