Þarf að aflétta friðun Melaskóla til að leysa mygluvanda til lengri tíma Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2023 13:28 Eldri byggingar Melaskóla voru teknar í notkun fyrir tæpum áttatíu árum. Rakaástand þeirra er sagt í takti við aldur og viðhaldssögu bygginganna. Vísir/Egill Langbesta leiðin til þess að leysa raka- og mygluvandamál í Melaskóla kallar á að friðun á ytri hjúp hússins verði aflétt. Reykjavíkurborg stefnir að því að kynna grófa áætlun um endurbætur á skólanum í vor. Skólastjóri Melaskóla tilkynnti foreldrum að mygla hefði fundist í eldra húsnæði Melaskóla í tölvupósti í síðustu viku. Skýrsla verkfræðistofunnar Eflu um ástand bygginganna, sem voru teknar í notkun árið 1946, var kynnt foreldrum á fundi á mánudag. Ýmis rakatengd vandamál komu í ljós við skoðun Eflu, Af fimmtíu sýnum sem voru tekin úr byggingarefnum reyndust 34 mygluð. Kjarnasýni bentu til þess að víða væri myglu að finna en svo virtist sem að hún væri að miklu leyti undir dúk sem sé upprunalegur og sérlega þykkur. Unnið er að mótvægisaðgerðum til að bæta innivist í skólanum þar til hægt verður að ráðast í umfangsmeiri framkvæmdir í sumar. Þar á meðal eru tilfærslur innan skólans, uppsetning á lofthreinsitækjum og sérstök sótthreinsiþrif. Heilmikið verkefni framundan Eldri byggingar skólans voru teknar í notkun fyrir tæpum áttatíu árum. Ysta veðurhlíf hennar hefur ekki verið endurnýjuð nýlega heldur aðeins ráðist í staðbundnar viðgerðir. Gluggar séu sennilega að mestu upprunalegir. Innandyra eru sögð merki um að útveggur, gluggar eða þéttingar með fram gluggum hafi lekið í gengum tíðina. Rakaummerki og örveruvöxtur sé víða undir gólfefnum, sérstaklega á áveðurshliðum. Endurnýjun á húsnæðinu er sagt verða heilmikið verkefni. Húsið sé sögufrægt og friðað og undirbúa þurfi allar framkvæmdir sérlega vel í því ljósi. Efla leggur til þrjár leiðir til þess að bregðast við vandanum. Sú sem er talin langbest út frá byggingaeðlisfræðilegum sjónarmiðum og varðveislu hússins kallar á að friðun á ytri hjúp hússins verði aflétt. Hinar tvær leiðirnar eru hins vegar sagðar endast stutt og dýrar miðað við það. Gæti enst í hálfa öld en breytti útliti hússins Fyrsta leiðin og sú besta telur Efla að sé að ráðast í allsherjar endurnýjun, bæði á ytra og innra byrði hússins. Einangra húsið að utan, koma fyrir vatnsvarnarlagi og hreinsa múr og öll einangrunarefni af veggjum. Sú framkvæmd væri varanleg leið sem ætti að endast í þrjátíu til fimmtíu ár og tryggja heilbrigða innivist. Með henni væri hægt að spara rekstrarkostnað og minnka líkur á vexti örvera. Til ókosta telst að útlit hússins breyttist og aflétta þyrfti friðunarákvæði að hluta til. Leiðin sem Efla telur langbesta til þess að losa Melaskóla við raka og myglu.Efla Ódýrt en endist illa Hinar tvær leiðirnar eru einfaldari en ekki eins árangursríkar. Önnur þeirra gengur út á að hreinsa múr og einangrunarefni af veggjum, sótthreinsa burðarveggi, þétta sprungur og endurnýja steiningu hússins og glugga. Að því lokni yrði innra byrði endurbyggt í samræmi við upprunalegan frágang eða með sama einangrunargildi til að trygggja að burðarvirki haldist heilt. Kostur þeirrar leiðar er að hún breytir ekki útliti hússins. Ókostirnir að mati Eflu eru að lausnin endist aðeins í fimm til átta ár með endurteknum viðhaldsaðgerðum. Framkvæmdin sé dýr miðað við endingu og rekstrarkostnaður verði áfram mikill. Þá sé veruleg hætta á endurteknum örveruvexti í náinni framtíð. Þriðja og síðasta leiðin er jafnframt sú ódýrasta, að minnsta kosti til skamms tíma. Með henni yrði aðeins haldið áfram með staðbundnar aðgerðir og aðeins skiptum þá glugga sem leka og reyna inndælingar. Farið yrði í staðbundnar aðgerðir innandyra meðfram útveggjum, dúkar og ílögn yrði fjarlægð næst veggjum og önnur gólfefni en dúkar valdir í staðinn. Ókostir þeirrar leiðar eru enn meiri en við þá fyrrnefndu. Viðgerðin entist aðeins í eitt til fimm ár, rekstrarkostnaður yrði áfram mikill og hætta á endurteknum örveruvexti yrði mjög mikill í náinni framtíð. Viðvarandi sprungumyndanir væru til staðar sem kölluðu á viðgerðir. Lýsing Eflu á þeim tveimur leiðum sem verkfræðistofan telur síðri til að bæta úr raka- og mygluvandamálum í Melaskóla.Efla Uppfæra húsið samhliða viðgerðum Borgin stefnir á að hægt verði að kynna grófa áætlun um framkvæmdirnar í vor. Undirbúningsvinna er þegar hafin. Samhliða viðgerðunum á að ráðast í framkvæmdir við að uppfæra húsið samkvæmt nútímakröfum um aðgengi, kennsluhætti, hljóðvist, orkunýtingu, öryggi og loftskipti. Mygla Grunnskólar Reykjavík Húsavernd Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mygla hefur greinst í um þrjátíu skólabyggingum og búist er við aukningu Mygla hefur komið upp í um þrjátíu grunn-og leikskólum í Reykjavík. Nú síðast í þremur leikskólum en færa þarf starfsemi tveggja þeirra í annað húsnæði. Sviðsstjóri segir borgina í átaki og telur að fleiri skólar bætist í hópinn. 2. janúar 2023 20:42 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Skólastjóri Melaskóla tilkynnti foreldrum að mygla hefði fundist í eldra húsnæði Melaskóla í tölvupósti í síðustu viku. Skýrsla verkfræðistofunnar Eflu um ástand bygginganna, sem voru teknar í notkun árið 1946, var kynnt foreldrum á fundi á mánudag. Ýmis rakatengd vandamál komu í ljós við skoðun Eflu, Af fimmtíu sýnum sem voru tekin úr byggingarefnum reyndust 34 mygluð. Kjarnasýni bentu til þess að víða væri myglu að finna en svo virtist sem að hún væri að miklu leyti undir dúk sem sé upprunalegur og sérlega þykkur. Unnið er að mótvægisaðgerðum til að bæta innivist í skólanum þar til hægt verður að ráðast í umfangsmeiri framkvæmdir í sumar. Þar á meðal eru tilfærslur innan skólans, uppsetning á lofthreinsitækjum og sérstök sótthreinsiþrif. Heilmikið verkefni framundan Eldri byggingar skólans voru teknar í notkun fyrir tæpum áttatíu árum. Ysta veðurhlíf hennar hefur ekki verið endurnýjuð nýlega heldur aðeins ráðist í staðbundnar viðgerðir. Gluggar séu sennilega að mestu upprunalegir. Innandyra eru sögð merki um að útveggur, gluggar eða þéttingar með fram gluggum hafi lekið í gengum tíðina. Rakaummerki og örveruvöxtur sé víða undir gólfefnum, sérstaklega á áveðurshliðum. Endurnýjun á húsnæðinu er sagt verða heilmikið verkefni. Húsið sé sögufrægt og friðað og undirbúa þurfi allar framkvæmdir sérlega vel í því ljósi. Efla leggur til þrjár leiðir til þess að bregðast við vandanum. Sú sem er talin langbest út frá byggingaeðlisfræðilegum sjónarmiðum og varðveislu hússins kallar á að friðun á ytri hjúp hússins verði aflétt. Hinar tvær leiðirnar eru hins vegar sagðar endast stutt og dýrar miðað við það. Gæti enst í hálfa öld en breytti útliti hússins Fyrsta leiðin og sú besta telur Efla að sé að ráðast í allsherjar endurnýjun, bæði á ytra og innra byrði hússins. Einangra húsið að utan, koma fyrir vatnsvarnarlagi og hreinsa múr og öll einangrunarefni af veggjum. Sú framkvæmd væri varanleg leið sem ætti að endast í þrjátíu til fimmtíu ár og tryggja heilbrigða innivist. Með henni væri hægt að spara rekstrarkostnað og minnka líkur á vexti örvera. Til ókosta telst að útlit hússins breyttist og aflétta þyrfti friðunarákvæði að hluta til. Leiðin sem Efla telur langbesta til þess að losa Melaskóla við raka og myglu.Efla Ódýrt en endist illa Hinar tvær leiðirnar eru einfaldari en ekki eins árangursríkar. Önnur þeirra gengur út á að hreinsa múr og einangrunarefni af veggjum, sótthreinsa burðarveggi, þétta sprungur og endurnýja steiningu hússins og glugga. Að því lokni yrði innra byrði endurbyggt í samræmi við upprunalegan frágang eða með sama einangrunargildi til að trygggja að burðarvirki haldist heilt. Kostur þeirrar leiðar er að hún breytir ekki útliti hússins. Ókostirnir að mati Eflu eru að lausnin endist aðeins í fimm til átta ár með endurteknum viðhaldsaðgerðum. Framkvæmdin sé dýr miðað við endingu og rekstrarkostnaður verði áfram mikill. Þá sé veruleg hætta á endurteknum örveruvexti í náinni framtíð. Þriðja og síðasta leiðin er jafnframt sú ódýrasta, að minnsta kosti til skamms tíma. Með henni yrði aðeins haldið áfram með staðbundnar aðgerðir og aðeins skiptum þá glugga sem leka og reyna inndælingar. Farið yrði í staðbundnar aðgerðir innandyra meðfram útveggjum, dúkar og ílögn yrði fjarlægð næst veggjum og önnur gólfefni en dúkar valdir í staðinn. Ókostir þeirrar leiðar eru enn meiri en við þá fyrrnefndu. Viðgerðin entist aðeins í eitt til fimm ár, rekstrarkostnaður yrði áfram mikill og hætta á endurteknum örveruvexti yrði mjög mikill í náinni framtíð. Viðvarandi sprungumyndanir væru til staðar sem kölluðu á viðgerðir. Lýsing Eflu á þeim tveimur leiðum sem verkfræðistofan telur síðri til að bæta úr raka- og mygluvandamálum í Melaskóla.Efla Uppfæra húsið samhliða viðgerðum Borgin stefnir á að hægt verði að kynna grófa áætlun um framkvæmdirnar í vor. Undirbúningsvinna er þegar hafin. Samhliða viðgerðunum á að ráðast í framkvæmdir við að uppfæra húsið samkvæmt nútímakröfum um aðgengi, kennsluhætti, hljóðvist, orkunýtingu, öryggi og loftskipti.
Mygla Grunnskólar Reykjavík Húsavernd Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mygla hefur greinst í um þrjátíu skólabyggingum og búist er við aukningu Mygla hefur komið upp í um þrjátíu grunn-og leikskólum í Reykjavík. Nú síðast í þremur leikskólum en færa þarf starfsemi tveggja þeirra í annað húsnæði. Sviðsstjóri segir borgina í átaki og telur að fleiri skólar bætist í hópinn. 2. janúar 2023 20:42 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Mygla hefur greinst í um þrjátíu skólabyggingum og búist er við aukningu Mygla hefur komið upp í um þrjátíu grunn-og leikskólum í Reykjavík. Nú síðast í þremur leikskólum en færa þarf starfsemi tveggja þeirra í annað húsnæði. Sviðsstjóri segir borgina í átaki og telur að fleiri skólar bætist í hópinn. 2. janúar 2023 20:42