Hér má horfa á viðtalið við Hildi Hákonardóttur:
Maðurinn grimmur við aðra menn
„Hérna er ég farin að segja sögur, það byrjar kannski með þessu verki. Þetta kallast typpaserían og þetta hefði ég aldrei gert í dag,“ segir Hildur kímin og bætir við:
„Við vorum bara að útvíkka og ýta þessum ramma sem við vorum inn í. Þetta er fyrir klámbyltinguna og ég var bara að hugsa um hvað maðurinn gerði manninum. Maðurinn er grimmur við aðra menn og við þurfum einhvern veginn að losa okkur úr þessum hugsunarhætti.“

Engin niðurstaða komin
Því næst bendir Hildur á stórt verk eftir sig sem ber heitið Ráðherrastólarnir.
„Þarna er ég að velta fyrir mér hvort það skipti máli hver ræður, og ég er ekki komin að neinni niðurstöðu með það,“ segir hún hlæjandi.
Við hlið typpa verkanna hanga ofin brjóst. Aðspurð hvernig tekið var í þessi brjósta verk segir Hildur:
„Þau urðu fræg á augabragði. Ég er nú að vona að fólk hafi séð húmorinn í þeim líka.“
Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.