Heildin hafi það býsna gott Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2023 11:42 Gunnar Jakobsson er varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. Vísir/Vilhelm Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að gögn Seðlabankans sýni að meirihluti lánþega á fasteignamarkaði hafi það býsna gott, þrátt fyrir núverandi efnahagsárferði. Áhyggjur stjórnmálamanna ættu að snúa að þeim sem ekki hafa keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. Þetta var á meðal þess sem fram kom á fundi Gunnars og Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Á fundinum var farið yfir nýlega skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Spurt um fjármálastöðugleika heimilanna Á fundinum gafst nefndarmönnum tækifæri á að spyrja Ásgeir og Gunnar út í fjármálastöðugleika gér á landi og skýrslu nefndarinnar. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar var einn af þeim sem beindi spurningu til Ásgeirs og Gunnar. Horfa má á fundinn í heild sinni hér að neðan. Í spurningunni minntist Logi á að miðað við háa verðbólgu hér á landi og ýmsar verðhækkanir væri hann ekki viss um að heimilin í landinu væru að upplifa mikinn fjármálastöðugleika. Gunnar greip þessa athugasemd Loga á lofti og svaraði þessum vangaveltum hans. „Nú ætla ég ekki að draga úr því að það eru vissulega heimili sem eru ekki vel stödd og eiga erfitt með að takast á við verðbólguna,“ sagði Gunnar. Mikil endurnýjun fasteignalána gefi góða yfirsýn Benti Gunnar þó á að frá því byrjun árs 2020 til dagsins í dag hafi launavísitala hækkað um þrjátíu prósent auk þess sem að ráðist hafi verið í breytingar á skattkerfinu á sama tíma. Þá hefði Seðlabankinnn ágæt gögn um greiðslubyrði fasteignalána. „Stokkurinn af fasteignalánum hefur endurnýjast á síðustu þremur árum. Um það bil 60 til 70 prósent af stokknum hefur endurnýjast. Þannig að við vitum hver laun þeirra er sem tóku lán á þessum tíma. Það hefur ekki orðið meiriháttar atvinnuleysi. Flestir hafa verið í svipaðri eða sömu vinnu og þeir voru árið 2020. Laun hafa hækkað á þessu tímabili,“ sagði Gunnar. Erfið dæmi á jarðrinum sem væri hlutverk stjórnmálamanna að fást við Vissulega hafi afborgarnir af lánum hækkað með vaxtahækkunum í kjölfar stýrivaxtahækkana seðlabankans, auk áhrifa hárrar verðbólgu á verðtryggð lán. „En fyrir 75 prósent allra lánþega á fasteignamarkaði þá hefur greiðslan hækkað minna en þrjátíu þúsund á mánuði á meðan greiðslugetan hefur hækkað um margfeldi af því,“ sagði Gunnar. „Auðvitað eru dæmi á jaðrinum sem eru erfið. Sem er svolítið ykkar hlutverk að fást við á Alþingi, hvernig tryggjum við þá sem verst hafa það og hafa lægstu launin og svo framvegis,“ bætti hann við. Heildin hefði það sem samt áður ágætt. „En ef við horfum á heildina, þá hefur heildin það bara býsna gott á Íslandi þegar við horfum á fasteignamarkaðinn og fjármálastöðugleika heimilanna,“ sagði hann enn fremur og benti þingmönnum á að hafa áhyggjur af öðrum en meirihluta þeirra sem eiga fasteign hér á landi. „Áhyggjurnar okkar ættu að snúa að þeim sem gátu ekki keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. Þeirra sem eru með lægstu launin en ekki í einhverjar aðgerðir fyrir 75, 85, 90 prósent af þjóðinni.“ Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Alþingi Íslenska krónan Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem fram kom á fundi Gunnars og Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Á fundinum var farið yfir nýlega skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Spurt um fjármálastöðugleika heimilanna Á fundinum gafst nefndarmönnum tækifæri á að spyrja Ásgeir og Gunnar út í fjármálastöðugleika gér á landi og skýrslu nefndarinnar. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar var einn af þeim sem beindi spurningu til Ásgeirs og Gunnar. Horfa má á fundinn í heild sinni hér að neðan. Í spurningunni minntist Logi á að miðað við háa verðbólgu hér á landi og ýmsar verðhækkanir væri hann ekki viss um að heimilin í landinu væru að upplifa mikinn fjármálastöðugleika. Gunnar greip þessa athugasemd Loga á lofti og svaraði þessum vangaveltum hans. „Nú ætla ég ekki að draga úr því að það eru vissulega heimili sem eru ekki vel stödd og eiga erfitt með að takast á við verðbólguna,“ sagði Gunnar. Mikil endurnýjun fasteignalána gefi góða yfirsýn Benti Gunnar þó á að frá því byrjun árs 2020 til dagsins í dag hafi launavísitala hækkað um þrjátíu prósent auk þess sem að ráðist hafi verið í breytingar á skattkerfinu á sama tíma. Þá hefði Seðlabankinnn ágæt gögn um greiðslubyrði fasteignalána. „Stokkurinn af fasteignalánum hefur endurnýjast á síðustu þremur árum. Um það bil 60 til 70 prósent af stokknum hefur endurnýjast. Þannig að við vitum hver laun þeirra er sem tóku lán á þessum tíma. Það hefur ekki orðið meiriháttar atvinnuleysi. Flestir hafa verið í svipaðri eða sömu vinnu og þeir voru árið 2020. Laun hafa hækkað á þessu tímabili,“ sagði Gunnar. Erfið dæmi á jarðrinum sem væri hlutverk stjórnmálamanna að fást við Vissulega hafi afborgarnir af lánum hækkað með vaxtahækkunum í kjölfar stýrivaxtahækkana seðlabankans, auk áhrifa hárrar verðbólgu á verðtryggð lán. „En fyrir 75 prósent allra lánþega á fasteignamarkaði þá hefur greiðslan hækkað minna en þrjátíu þúsund á mánuði á meðan greiðslugetan hefur hækkað um margfeldi af því,“ sagði Gunnar. „Auðvitað eru dæmi á jaðrinum sem eru erfið. Sem er svolítið ykkar hlutverk að fást við á Alþingi, hvernig tryggjum við þá sem verst hafa það og hafa lægstu launin og svo framvegis,“ bætti hann við. Heildin hefði það sem samt áður ágætt. „En ef við horfum á heildina, þá hefur heildin það bara býsna gott á Íslandi þegar við horfum á fasteignamarkaðinn og fjármálastöðugleika heimilanna,“ sagði hann enn fremur og benti þingmönnum á að hafa áhyggjur af öðrum en meirihluta þeirra sem eiga fasteign hér á landi. „Áhyggjurnar okkar ættu að snúa að þeim sem gátu ekki keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. Þeirra sem eru með lægstu launin en ekki í einhverjar aðgerðir fyrir 75, 85, 90 prósent af þjóðinni.“
Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Alþingi Íslenska krónan Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira