Klappið umtalaða hjá Strætó vinnur til alþjóðlegra verðlauna Máni Snær Þorláksson skrifar 10. mars 2023 14:52 Klappið hlaut alþjóðleg verðlaun. Vísir/Egill/Strætó Klappið, greiðslukerfi Strætó, hlaut alþjóðleg verðlaun sem veitt eru framúrskarandi lausnum á sviði rafrænna greiðslukerfa. Greiðslukerfið hefur verið nokkuð umtalað síðan það var tekið í gagnið og valdið mörgum notandanum hugarangri. Greiðslukerfi Strætó var á meðal sjö tilnefndra greiðslukerfa og fékk það sérstök verðlaun fyrir besta greiðslukerfi almenningssamgangna með færri en 200 þúsund daglegar ferðir. Daði Áslaugarson, yfirmaður upplýsingatæknimála hjá Strætó, segir að viðurkenningin sé sérstaklega ánægjuleg því dómnefndin sé skipuð fremstu sérfræðingum heims á sviðinu. Þá hafi aldrei verið sendar inn fleiri tilnefningar. „Hún sýnir okkur að við erum á réttri leið og hvetur okkur til að halda ótrauð áfram á þeirri löngu vegferð að gera greiðslukerfi Strætó að frábærri lausn fyrir bæði farþega og alla þá sem vinna við að gera almenningssamgöngur að góðum valkosti fyrir fólk á ferðinni,“ er haft eftir Daða í tilkynningunni. Þá segir Daði að nýjungar séu í fatvatninu. Meðal annars greiðsluþak og að hægt verði að greiða beint með snertilausu greiðslukorti. Umdeilt greiðslukerfi Það er óhætt að segja að Klappið sé umdeilt. Síðan því var hleypt af stokkunum fyrir jólin 2021 hafa notendur Strætó reglulega kvartað yfir greiðslukerfinu. Í apríl í fyrra var fjallað um greiðslukerfið og brösulegt upphaf þess í kvöldfréttum Stöðvar 2. Strætó var miður sín vegna vandamálsins og lofaði miklum breytingum strax. Í nóvember á sama ári var svo greint frá því að skipta ætti út skönnum í Strætó svo hægt væri að taka við snertilausum greiðslum. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði þá að nýju skannarnir myndu vonandi leysa þau „litlu vandamál“ sem eftir lifa af skannavandamálum Strætó. Þessi vandamál virðast þó ekki vera alveg úr sögunni ef marka má ummæli um Klappið á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar kvarta netverjar reglulega yfir greiðslukerfinu. Síðast í febrúar var bent á að það væri frosið með tilheyrandi vandamálum. Klapp app liggur alveg niðri. Hægur rúntur í strætó þar sem á hverri stopp ætlar einhver að reyna útskýra fyrir bílstjóra að appið sé bilað eða það eru tilvonandi yngri farþegar alveg stjarfir af panik að komast ekki leiðar sinna haldandi sími sinn sé vandamálið. pic.twitter.com/NIdx2gJ3yH— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) February 10, 2023 Strætó Samgöngur Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Sjá meira
Greiðslukerfi Strætó var á meðal sjö tilnefndra greiðslukerfa og fékk það sérstök verðlaun fyrir besta greiðslukerfi almenningssamgangna með færri en 200 þúsund daglegar ferðir. Daði Áslaugarson, yfirmaður upplýsingatæknimála hjá Strætó, segir að viðurkenningin sé sérstaklega ánægjuleg því dómnefndin sé skipuð fremstu sérfræðingum heims á sviðinu. Þá hafi aldrei verið sendar inn fleiri tilnefningar. „Hún sýnir okkur að við erum á réttri leið og hvetur okkur til að halda ótrauð áfram á þeirri löngu vegferð að gera greiðslukerfi Strætó að frábærri lausn fyrir bæði farþega og alla þá sem vinna við að gera almenningssamgöngur að góðum valkosti fyrir fólk á ferðinni,“ er haft eftir Daða í tilkynningunni. Þá segir Daði að nýjungar séu í fatvatninu. Meðal annars greiðsluþak og að hægt verði að greiða beint með snertilausu greiðslukorti. Umdeilt greiðslukerfi Það er óhætt að segja að Klappið sé umdeilt. Síðan því var hleypt af stokkunum fyrir jólin 2021 hafa notendur Strætó reglulega kvartað yfir greiðslukerfinu. Í apríl í fyrra var fjallað um greiðslukerfið og brösulegt upphaf þess í kvöldfréttum Stöðvar 2. Strætó var miður sín vegna vandamálsins og lofaði miklum breytingum strax. Í nóvember á sama ári var svo greint frá því að skipta ætti út skönnum í Strætó svo hægt væri að taka við snertilausum greiðslum. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði þá að nýju skannarnir myndu vonandi leysa þau „litlu vandamál“ sem eftir lifa af skannavandamálum Strætó. Þessi vandamál virðast þó ekki vera alveg úr sögunni ef marka má ummæli um Klappið á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar kvarta netverjar reglulega yfir greiðslukerfinu. Síðast í febrúar var bent á að það væri frosið með tilheyrandi vandamálum. Klapp app liggur alveg niðri. Hægur rúntur í strætó þar sem á hverri stopp ætlar einhver að reyna útskýra fyrir bílstjóra að appið sé bilað eða það eru tilvonandi yngri farþegar alveg stjarfir af panik að komast ekki leiðar sinna haldandi sími sinn sé vandamálið. pic.twitter.com/NIdx2gJ3yH— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) February 10, 2023
Strætó Samgöngur Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Sjá meira