Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2023 07:13 ISW segir liðsmenn Wagner nú gjalda fyrir yfirlýsingar og pólitískan metnað Prigozhin. Getty/Mikhail Svetlov Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. Rússneska varnarmálaráðuneytið sé mögulega viljandi að halda að sér höndum og leyfa liðsmönnum Wagner að falla á vígvellinum í Bakhmut. Eftir að hafa neitað því árum saman að hafa nokkuð með Wagner að gera steig Prigozhin fram í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og viðurkenndi að hafa stofnað hópinn og fara fyrir honum. Þá var hann miskunarlaus í gangrýni sinni á hermálayfirvöld í Rússlandi, meðal annars varnarmálaráðherrann Sergey Shoigu og hershöfðingjann Valery Gerasimov. Orðrómur fór á kreik um pólitískan metnað Prigozhin, sem hefur einnig vakið reiði í Moskvu fyrir að eigna sveitum sínum allan góðan árangur Rússa í Úkraínu. Hann hefur meðal annars sagt Wagner liða standa nær eina í baráttunni um Bakhmut og gagnrýnt hermálayfirvöld í Rússlandi harðlega fyrir að sjá sér ekki fyrir skotfærum. NEW: Tonight's #Ukraine update establishes a comprehensive timeline of the rivalry between #Wagner Group financier Yevgeny #Prigozhin and the #Russian Ministry of Defense (MoD), which likely reached a boiling point over #Bakhmut. w/ @criticalthreats https://t.co/UpUF3CUtkG pic.twitter.com/ItWvbZ2osz— ISW (@TheStudyofWar) March 13, 2023 ISW segir að nú þegar sóknin í Bakhmut virðist hafa staðnað hafi ráðamenn í Moskvu séð sér leik á borði og séu að leyfa bæði vel þjálfuðum sveitum Wagner og þeim liðsmönnum sem sóttir voru í fangelsi Rússlands að deyja á vígvellinum, til að grafa undan Prigozhin. Hugveitan telur að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi orðið var um sig gagnvart Prigozhin í október síðastliðnum. Hann hafi komið í veg fyrir beinar árásir herforingja sinna á Prigozhin en sé nú búinn að gefa grænt ljós á að herinn nái aftur vopnum sínum, ef svo má að orði komast. Úkraínuher segist hafa hrundið 102 árásum Rússa síðasta sólarhringinn en innrásarliðið hefur verið í sókn í fimm héruðum í landinu. Herráð Úkraínu segir Rússa hafa gert þrjár flugskeytaárásir, þar á meðal á borgaralega innviði í Solvyansk, átta loftárásir og 49 eldflaugaárásir. Þá hafa rússneskar hersveitir sótt fram í Kupyansk og Lymansk og reynt að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur, meðal annars með stórskotaliðsárásum og sókn fótgönguliða. Í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi fullyrti Volodomír Selenskí Úkraínuforseti að yfir þúsund rússneskir hermenn liggi í valnum og um 1.500 séu særðir eftir átök vikunnar. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Rússneska varnarmálaráðuneytið sé mögulega viljandi að halda að sér höndum og leyfa liðsmönnum Wagner að falla á vígvellinum í Bakhmut. Eftir að hafa neitað því árum saman að hafa nokkuð með Wagner að gera steig Prigozhin fram í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og viðurkenndi að hafa stofnað hópinn og fara fyrir honum. Þá var hann miskunarlaus í gangrýni sinni á hermálayfirvöld í Rússlandi, meðal annars varnarmálaráðherrann Sergey Shoigu og hershöfðingjann Valery Gerasimov. Orðrómur fór á kreik um pólitískan metnað Prigozhin, sem hefur einnig vakið reiði í Moskvu fyrir að eigna sveitum sínum allan góðan árangur Rússa í Úkraínu. Hann hefur meðal annars sagt Wagner liða standa nær eina í baráttunni um Bakhmut og gagnrýnt hermálayfirvöld í Rússlandi harðlega fyrir að sjá sér ekki fyrir skotfærum. NEW: Tonight's #Ukraine update establishes a comprehensive timeline of the rivalry between #Wagner Group financier Yevgeny #Prigozhin and the #Russian Ministry of Defense (MoD), which likely reached a boiling point over #Bakhmut. w/ @criticalthreats https://t.co/UpUF3CUtkG pic.twitter.com/ItWvbZ2osz— ISW (@TheStudyofWar) March 13, 2023 ISW segir að nú þegar sóknin í Bakhmut virðist hafa staðnað hafi ráðamenn í Moskvu séð sér leik á borði og séu að leyfa bæði vel þjálfuðum sveitum Wagner og þeim liðsmönnum sem sóttir voru í fangelsi Rússlands að deyja á vígvellinum, til að grafa undan Prigozhin. Hugveitan telur að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi orðið var um sig gagnvart Prigozhin í október síðastliðnum. Hann hafi komið í veg fyrir beinar árásir herforingja sinna á Prigozhin en sé nú búinn að gefa grænt ljós á að herinn nái aftur vopnum sínum, ef svo má að orði komast. Úkraínuher segist hafa hrundið 102 árásum Rússa síðasta sólarhringinn en innrásarliðið hefur verið í sókn í fimm héruðum í landinu. Herráð Úkraínu segir Rússa hafa gert þrjár flugskeytaárásir, þar á meðal á borgaralega innviði í Solvyansk, átta loftárásir og 49 eldflaugaárásir. Þá hafa rússneskar hersveitir sótt fram í Kupyansk og Lymansk og reynt að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur, meðal annars með stórskotaliðsárásum og sókn fótgönguliða. Í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi fullyrti Volodomír Selenskí Úkraínuforseti að yfir þúsund rússneskir hermenn liggi í valnum og um 1.500 séu særðir eftir átök vikunnar.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira